Vísir - 29.11.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 29.11.1968, Blaðsíða 3
V1S IR . Föstudagur 29. nóvember 1968. Hér ræðast við fyrir framan dyr hátíðasalarins þeir Sturla Friðriksson, Þorbjöm Sigurgeirs son og Halldór Halldórsson forseti Vísindafélags íslendinga. Þorsteinn Þorsteinsson fyrrum hagstofustjóri og Lúðvik Kristjánsson ræðast við. Yísindin efla alla dáð V'isindafélag Islendinga 50 ára TTm þessar mundir er Vísinda- félag íslendinga 50 ára og í þvl tilefni gekkst félagið fyrir ráðstefnu sem haldin var í há- tíðasal Háskóla fslands í gær og fyrradag. Vísindafélag I’slendinga var stofnað 1. desember 1918 af 10 háskólakennurum. Þaö voru þeir prófessorarnir Ágúst H. Bjarna son og Sigurður Nordal, sem höfðu stefnt til fundar þennan dag öllum háskólakennurunum „til að ræða stofnun félags, er ynni að því að efla vísindalega starfsemi hér á landi". Myndsjáin var uppi í Háskóla í gær um þaö leyti er félags- menn komu til að sitja sfðari hluta ráðstefnunnar. Prófessor Halldór Halldórsson, núverandi forseti félagsins var þar fyrir, og um starfsemi félagsins sagði hann: „Starfsemi félagsins er í þrem ur meginþáttum. 1 fyrsta lagi út- gáfustarfsemi, í öðru lagi félags fundir, þar sem flutt eru erindi um einhver vtsindaleg efni, og í þriðja lagi ráðstefnuhald á borð við þetta, sem nú stendur yfir.“ Halldór sagði frá því, að tala félagsmanna hefði farið vax- andi allt frá stofnun. Fyrst var félagatalan hækkuð upp í 36, síð an 48, því næst 72, og nú loks 84. Ekki er hægt að sækja um inngöngu í félagið, heldur á- kveða félagsmenn sjálfir, ef til- efni þykir til að bæta einhverj um í hópinn. Hámarkstala félagsmanna er sem sagt 84 — en félagamir eru ekki svo margir heldur aðeins 69. Þar að auki eru f Vísinda- félagi Islendinga „bréfafélagar", það er að segja menn, sem eru búsettir úti á landi eða f útlönd um, svo að þeir hafa ekki tök á að sitja reglulega fundi. Rétt aður en ráðstefnan hófst stóðu þeir, sem komnir voru, á göngum Háskólans og skröfuðu saman innan um- stúdentana, sem voru á leið í kennslustundir, sennilega einbelttir í þvf kð kom ast sem fyrst inn í þennan harð snúna hóp fræöimanna. Jón Jónsson jarðfræðingur, Jakob Gfslason raf orkumálastjóri og prófessor Matthfas Jónasson ganga inn á ráðstefnuna. MYNDSJÁ Náttúruvísindamenn þinga: Prófessor Sigurður Þórarinsson, Þorleifur Einarsson og Unnsteinn Stefánsson,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.