Vísir - 30.11.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 30.11.1968, Blaðsíða 3
VlSIR . Laugardagur 30. nóvember 1968. MYNDSJÁ •-j-^m*iw*"W!» “'rwitnMHw-ww^Mjwww TTppgangur Reykjavíkur á síð- ustu áratugum er af mörg- um talinn vera nátengdur bygg- ingu Reykjavíkurhafnar. Höfn- in hefur verið lífæö borgarinn- ar, en visir menn telja að meira en helmingur af tekjum Reyk- víkinga kom; frá höfninni á einn eða annan hátt. Um hana fara þær vörur, sem athafnalífið byggir að meira eða minna leyti á. Höfnin er og verðurforsendan og grundvöllurinn aö frekari uppbyggingu atvinnulífs í Reykjavík og nágranna sveitar- félögum. Sundahöfnin hefur varla í hugum aimennjngs enn hlotið sess sem hluti af hinni eigin- iegu Reykjavíkurhöfn, enda eru ekki nema nokkrir mánuðir liðnir síðan hún var tekin form- lega í notkun. Þetta á þó von- andi eftir að breytast þegar at- vinnulíf borgarinnar mun spegl- ast í æ auknum mæli í ysi og þysi hafnarinnar á næstu árum. Enn hefur Sundahöfnin þann sess í hugum manna, aö þar sé staðurinn, sem strákar á öll- um aldri fara með stangirnar sínar á góðviðrisdögum á sumr- in til að renna fyrir þorsk í þeirri von að fá lax, sem er að ganga í Elliöaárnar. Þó að talað sé um að 1. áfangi Sundahafnar hafi verið tekinn í notkun hefur ekki verið lokið við nema hluta af þessum á- fanga. Hafnarbakkinn, sem nú er tilbúinn, er um 380 metrar á iengd en eftir er að gera hafn- arbakka í þessum áfanga, sem veröur um 200 metrar á lengd. Búið er að gera um 5y2 hektara athafnasvæði í fyrsta áfanganum, en athafnasvæðið á eftir að aukast í rúmlega 20 hektara í þessum áfanga. Þar eiga eftir að rísa vöruskemmur og annað, sem fylgir höfnum, en þá fyrst mun höfnin fá þann blæ, sem við þekkjum frá gömlu höfninni. Framkvæmdir við 1. áfanga hafnarinnar voru boðnar út í febrúar 1966. í maí sama árs voru tilboðin opnuð. Alls bár- ust 6 tilboð og var tilboð frá A. D. Skánska Cementgjuteriet í Stokkhólmi talið hagkvæmast. Það vann síðan verkið í sam- vinnu við Malbikun h.f. og Loftorku s.f. Tilboðið með smá- vægilegum leiðréttinngum, 'sem gera þurfti i upphafi jafngilti um 85 milljónum króna, en sú upphæð hafði hækkað nokkuð vegna verölagshækkana áður en yfir lauk. Næsta verkefni við Sunda- höfnina er að fullnýta þá að- stöðu, sem búið er að skapa. Vonandi veröur þetta brýnt verkefni innan skamms tíma, því aö vaxandi starfsemi hafn- arinnar bendir til vaxandi at- hafnalífs borgarinnar og þá ó- hjákvæmilega um leið batnandi afkomu borgarbúa og landsins

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.