Vísir - 30.11.1968, Blaðsíða 13
Martinus
áíslenzku
IJ't er komin hjá bókaforlaginu
Leiftur h.f. „Heimsmyndin
eilífa", 1. bók, eftir danska lífs-
spekinginn Martinus. Martinus er
íslendingum vel þekktur. Hann
hefur komið hingað fimm sinnum
og flutt hér erindi um kenningar
sínar. Um bók sína „Heimsmyndin
eilífa" segir hann m. a. f formála:
„Þessi bók hefur að geyma í
samþjöppuðu formi sjálfan kjam-
ann í alheimsgreiningum mínum“.
Heimsmynd Martinusar er sett
fram í samfelldum rökfræðilegum
hugsanakeðjum, sem fela í sér öll
hin margbreytilegu afbrigði þróun-
ar mannlegs vitundarlífs. Martinus
sýnir fram á með óhrekjandi rök-
um, að vilji maðurinn öðlast frið
og lífshamingju, verður hann aö
læra að þekkja sjálfan sig og þau
lögmál, sem stjórna framvindu alls
lífs. Hann verður að rannsaka þá
orku, sem streymir út frá sjálfi
hverrar lifandi veru og stendur að
baki allri lífsbirtingu. Og það er
útstreymi þeirrar orku, sem öllu
ræður um velferð okkar og lífs-
hamingju. Sé hún neikvæð, skapar
hún það ástand, sem rikjandí er í
heiminum í dag, allra stríð gegn
öllum, er hvílir nú eins og mara
á öllu mannlcyni. Er ekki skýringin
einmitt sú, að mannkynið hefur
ekki enn þann dag í dag fengið
vistmunalegar skýringar á upp-
byggingu alheimsins og þeim
kosmisku lögmálum, sem stjórna
framþróun alls lffs í alheimi? Hvar
væru allar þær tæknilegu framfar-
ir, sem fært hafa mannkyninu ó-
metanleg gæði f lífsbaráttunni, ef
vísindin hefðu ekki með rannsókn-
um sínum, sem bundnar eru vits-
munalegri þróun mannsins, öðlazt
þekkingu á eðli efnisins og þeim
lögmálum, er það lýtur? Án þekk-
ingar engar framfarir. Hvemig má
þá vera, aö hægt sé að stofna til
friðar á jörðu hér, skapa það
mannríki, sem Kristur boðaöi, nema
með þekkingu og vitsmunalegum
greiningum á þeim alheims lög-
málum, sem stjóma framþróun alls
lífs í alheimi og mannkynið verður
að læra að þekkja og breyta eftir
til þess að þetta ríki veröi að raun-
veruleika.
Martinus skilgreinir í þessu I.
bindi — svo langt sem efni þess
nær — hin helztu þessara raun-
gilda eða lögmála, og eru þau út-
skýrð með 16 táknmyndum í litum.
Helztu niðurstöður heimsmyndar
Martinusar eru: Lífið er eilíft. Allt
er kærleikur Æðsta markmið lífs-
ins er kærleiksboðorðið: „Elskið
hver annan“, og það er það eina,
sem leitt getur til fullkomnunar og
fært heiminum hinn langþráða frið.
Allt er lff umlukt lífi. Allt er háð
ákveönum, óbreytilegum lögmál-
um, sem stjórnast af alvizku og
alkærleika guðdómsins. Gegnum
óendanlega margbreytileg lífsgervi
til skynjunar lífsins í öllum mynd-
um, gegnum mismunandi lífs- og
tiiverusvið, gegnum efnisleg og and
leg lífssvæði, frá dimmum of köld-
um hnöttum til heitra og sólbjartra
heima, liggur vegur lífsins. Heimur
formsins, lífsmyndirnar, breytast,
en að baki þeim geislar og tindrar
lífið, eilíft og ódauðlegt. Hver sá,
er þráir skilning á eigin tilveru og
þróun lífsins, þráir að'friður, rétt-
læti og lífshamingja megi verða
hlutskiptj íbúa þessarar jarðar, öðl-
ast nýtt og bjartara lífsviðhorf viö
að kynnast kenningum Martinusar.
Þessi bók er gefin út í aðeins
500 eintökum, og ættu því þeir,
sem áhuga hafa á þessum málum,
að tryggja sér hana í tíma.
Vignir Andrésson.