Vísir - 21.12.1968, Side 1

Vísir - 21.12.1968, Side 1
58. árg. - Laugardagur 21. desember 1968. Jólagjafahamlbók Visis Síðara blao Jólagjafir handa henni bls. 3 — Jólagjafir handa honum bls. 7 Jólagjafir, sem kosta 100 krónur og minna bls. 11 „Allir fá þá eitthvað fallegt... fyrra blaði okkar af Jólagjafa- handbók sýndum við ykkur ýms- ar gjafir handa bömum og ungl- ingum, en í dag fjöllum við um gjafir handa konum og karlmönn um á öllum aldri, og einnig helgum við ódýrum jólagjöfum sérstakt rými. Það hefur orðið mörgum eig- inmanninum erfiöur höfuðverk- ur að velja jólagjöf handa eig- inkonunni, og endirinn oft orð- ið sá, að konunni eru fengnir peningar og henni sagt að kaupa sér eitthvaö fyrir þá. Óneitan- lega er nú samt skemmtilegra, ef eiginmanninum tekst sjálfum að velja gjöf handa konunni sinni, og ætlum við að gefa nokkur ráð í því sambandi. Að vísu er allstór hópur karl- manna svo lánsamur, að geta áreynslulaust valið gjöf handa hvaða konu sem er og verið viss um að gjöfin henti vel, en því miður eru þessir smekklegu karlmenn samt í minni hluta. Hinir eru miklu fleiri, sem verða gjörsamlega ósjálfbjarga, þegar þeir eiga að kaupa gjöf handa kvenmanni, hvort heldur það er systir, eiginkona, móðir eða unn- usta. Eiginmenn geta að vísu í flest- um tilfellum komizt fyrir um það með lagni, hvað eiginkon- una vantar helzt, og fengið ein- hverja vinkonu hennar til hjálp- ar við valið. En þaö getur líka verið gaman að gefa eiginkon- unni eitthvað, sem hún hefur ekki hugmynd um, og þá eitt- hvað, sem hún myndi sjálf tæp- lega kaupa sér. Þannig gjafir hafa konur alltaf mjög gaman af að fá en til þeirra heyra t. d. ilmvötn. fallegir gjafakass- ar með baðsalti, baðpúðri hand- áburði o. fl. Fallegir skartgrip- ir, t. d. hringir, hálsmen eða eyrnalckkar, eru líka tilvaldir til að gefa eiginkonunum eða unnustunum, að ógleymdum fallegum undirfötum og nátt- kjólum. Sumir eiginmenn hafa það fyrir sið að gefa konum sínum búsáhöld í jólagjöf, svo sem glasasamstæður, hrærivél, hnífa- pör, ryksugu og því um líkt, og það er auðvitað ekkert nema gott um það að segja. En við getum ekki stillt okkur um að Litið i verzlanir í borginni og skoðaðar jólagjafir tyrir karla og konur og gjafir, sem kosta 100 krónur og minna minna eiginmennina á það, að þessar vörur tilheyra heimilinu, en ekki eiginkonunni sérstak- lega, og örlítil persónuleg gjöf handa eiginkonunni mætti gjarna fylgja þessum „heimilis- gjöfum“. En hvernig gengur eiginkon- unum svo að velja gjafir handa eiginmönnunum? Jú, þeim geng- ur oftast mun betur en eiginmönnunum, bækur skipa þar oftast heiðurssessinn, enda þótt konurnar njóti oftast góðs af þeim, á sama hátt og eigin- mennirnir, af „heimilisgjöfun- um“. Inniskór, pípa, trefill, sloppur eða peysa er líklega hvað algengast í jólabögglum til eiginmannanna, en þeir, sem hafa „hobbí“ fá gjarna gjafir til- heyrandi því. Það er ekki óalgengt, að hjón, sem vanhagar um einhvem á- kveöinn hlut í heimilið, t. d. hús- gagn eða heimilistæki, „gefi“ hvoru öðru slíkt í jólagjöf, og eru víst ófá hjón, sem hafa tek- ið þaö ráð nú á þessum síðustu og verstu tímum, ekki sizt ung hjón. Við látum þetta nægja um gjaf ir handa henni og honum, en ætlum nú að spjalla dálítið um gjafir, sem kosta innan við 100 krónur. Margir gefa fjöildamarg- ar slíkar gjafir fjarskyldum ætt- ingjum og kunningjum, ekki sízt börnum, og oft getur reynzt erf- itt að finna slíkar ódýrar gjafir, sem ekki eru ósmekklegar og lítilf jörlegar. Ein bezta leiðin til að gefa fallega, en ódýra gjöf, er að út- búa sjálfur einhvers konar jóla- skreytingu, en þær hafa allir gaman af að fá, ungir og gamlir. Flestar blómaverzlanir borgar- innar selja ýmiss konar skraut, greinar, mosa, kerti og það sem til þarf í slfkar skreytingar, og hægt er að útbúa mjög fallega borðskreytingu með kerti fyrir 50—100 krónur. En allt tekur þetta sinn tíma, og nú eru víst flestir tímalitlir þessa síðustu daga fyrir jól, og vissulega er minni fyrirhöfn að kaupa lítinn hlut, svo sem öskubakka, vasa, kertastjaka eða lítið leikfang, ef barn á að fá gjöfina. Það er vissulega hægt aö fá marga fallega hluti fyrir innan við eitt hundrað krónur, litlir erlendir listmunir fást í fjöl- breyttu úrvali, og við mælum frekar með slíkum gjöfum en einhverju fyrirferðarmeiru, sem oftast er þá óvandaðra. Jóladúk- ar eða jólamunnþurrkur, kerti, blóm eða aðrar jólavörur eru einnig mjög skemmtilegar til jólagjafa. Við getum ekki stillt okkur um að minna fólk á, að það er oft bjarnargreiði að gefa mjög dýrar og miklrtr jólagjafir, einkum ef það er eínhver ekki mjög nákominn, sem gjöfina fær, því að fólki finnst það þá stundum vera tilngytt til að gefa á móti jafnmikla og dýra gjöf, og þegar til lengdar iætur verður þetta eins og hvert annað kapp- hlaup um dýrustu og mestu gjöf- ina. Slíkt er alltaf mjög hvim- leitt, og fjarri þeim hlýja hugs- unarhætti, sem á að vera á bak við þegar gjafir eru gefnar, hvort heldur það eru jól eða ekki.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.