Vísir - 23.12.1968, Page 3
V1SIR . Mánudagur 23. desember 1968.
.HRIKALEGT
— segir Pétur Guðmundssön, flugvallarstjóri,
sem var boðið utan til að horfa á
eldflaugarskotið
■ Meðal þúsund heiðurs-
gesta í stúkunni við skot-
staðinn á Kennedy-höfða á
laugardagsmorguninn var Pét
ur Guðmundsson, flugvallar-
stjóri á Keflavíkurflugvelli.
Geimferðastofnun Bandaríkj-
anna hafð' boðið honum að
vera viðstöddum. „Þetta var
alveg stórkostlegt, — hrika-
legt,“ sagði Pétur í símann á
laugardaginn, þegar við náð-
um í hann á hóteli hans á
Cocoa-strönd f Flórida.
Pétur kvaöst hafa séð marga
mektarmenn í hópi áhorfenda,
m. a. þá Ted Kennedy og flug-
kappann Charles Lindberg, fjöl
marga þingmenn, og íslenzka
sendiherrann og nafna sinn Pét-
ur Thorsteinsson hitti Pétur í
stúku þessari. Humphrey ætlaði
að mæta og horfa á en varð
að hætta viö. „Hann hafði feng
ið Asíuinflúensu eins og fleiri“
og sendi son sinn í staðinn.
Stúkan, sem boðsgestir fengu
til afnota kvað Pétur vera í 3
kílómetra fjarlægð frá skotpall
inum, en menn fylgjast með í
sjónaukum. Við hliðina á stúk-
unni er stjórnhúsið. Rúmast
þarna um þúsund manns og var
stemningin spennu blandin, þeg
ar skotið fór fram, andrúms-
loftið var rafmagnaö", sagöi Pét
ur.
Skotiö var kl. 7.51 og var
orðið bjart. Geimfarana sá ég
því miöur aldrei, sagöi Pétur,
þeim var haldið burtu frá fólki
vegna hættu á smitun af Asíu-
inflúensunni. Skotið sjálft tókst
mjög vel, og kvaðst Pétur hafa
heyrt verkfræðing frá Boeing-
verksmiöjunum segja frá kraft-
inum í fyrsta þrepi eldflaugar-
innar, sem þeir smíða. Væri afl
iö eitthvaö svipað því sem bíla-
lest milli austur og vesturstrand
ar, stuðara í stuöara, mundi
framleiða.
Pétur kvaðst hafa haft náö
uga daga á Florida í góðu veðri,
þegar blaðamaður Vísis náði
sambandi við hann á laugar-
dagskvöld var hann einmitt aö
koma inn úr dyrunum frá golf-
vellinum.
Djörfbókum viðkvœmmál■
efni frá Gunnari Dul
— Orðstir og auður, fyrsta skáldsaga Gunnars
Dal komin út
Gunnar Dai, heimspekingur og
skáld sendi sína fyrstu skáldsögu
á markaðinn fyrir nokkrum dög-
um. Bókin heitir Orðstír og auöur
og þaö eftirtektarveröasta við
bókina er það að Nóbelsskáldið
Laxness og Gunnar Dal sækja á
sömu miö að nokkru leyti í nýj-
ustu bókum sínum, alla leið vestur
undir Snæfellsjökul, sem erlendir
dulhyggjumenn telja mestu orku-
stöð heims.
dvalizt á Arnarstapa ellegar á
Spáni til að undirbúa þessa frum-
raun sína í skáldsagnagerð, en
haft er eftir honum sjálfum að
hlutverk skáldsögunnar sé aö skilja
og skýra manneðlið.
Nýstárlegt er við þessa bók að
hún er gefin út af nýrri bókaút-
gáfu, Skarði á Seltjarnarnesi, en
Hafsteinn Guðmundsson (í Hólum)
rekur prenthús sitt með nýtízku-
legum útbúnaði og er brot óg frá-
gangur skáldsögu þessarar með
öðrum hætti en hefur tíökazt hér-
lendis í bókagerð og eiguleg á
að líta fyrir þá sök.
Útgefandinn, Hafsteinn Guð-
mundsson, fylgir bókinni úr hlaói
með því að lýsa því yfir að þetta
sé fyrsta skáldsaga í sérstökum
bókaflokki, er hann hyggst gefa
út næstu 10 árin, sem sagt ein-
göngu - íslenzkar skáldsögur.
Skáldsaga Gunnars Dal er lík-
Iega ein djarfasta bók um við-
kvæm efni, sem út hefur komið
á undanförnum árum á íslandi.
Ætlunin mun vera að þýða bókina á
erlendar tungur, m. a. spænsku.
Gleðileg jól
og farsælf komandi ár
bökkum vioskiptin á
hinu liðna
Austurstræti 17 fSilli & Valdi). 3. hæð
Simar 16870 & 24645 Kvöldsími 30587
Stefán J. Richter sölum. Ragnar Tómasson hdl.
Svo skol —
»-»- 9. síðu.
þeim í fjósinu, þegar þessi gáll-
inn var á þeim.
Selirnir áttu líka sína jóla-
gleði. Það er gömul þjóðtrú, að
þeir séu fólkið hans Faraós,
sem drukknaði f Rauðahafi. —
Sagnir herma, að þeir hafi kast-
að selshaminum á jólum og
dansað i hamraborgum. — Ef
haminum var stolið komust þeir
ekki aftur til sinna heimkynna
í sjónum og urðu að dveljast
með mennskum mönnum. —
Sagnir eru einnig tii um að sæ-
fólkið dansaði f baðstofum
manna, líkt og álfar.
Tröllin höfðu einnig sína jóla-
gleði. Aö minnsta kosti segir f
Bárðarsögu Snæfellsáss frá jóla-
veizlu, sem Hít tröilkona setti
sterka. „Voru þar borð upp
tekin og matur á borö bor-
inn heldur stórkostlegur. —
Drykkia var bar mjög ó-
stjómleg, svo að aliir urðu þar
ginntir.“
Allt var á ferð og flugi í
svartnættinu um jóiin. Þá var
framinn margur galdur. —
Gaidrahyski beizlaði mennska
menn til gandreiðar. Og fjand-
inn sjálfur fékk til sín læri-
sveina tii þess að kenna þeim
galdur og rammt kvað að kynngi
og ókennilegum hlutum.
Nú er ekk; dansað í kirkjum,
né vakað við leiki á jólanött.
Ólíkt höfumst við að nú til
dags. — Myrkriö grúfir ekki
lengur yfir lágum kotum. —
Við heyrum ekki kveðið í hól-
um og klettum og hittum ekki
álfa á krossgötum. — Eitthvaö
þykir okkur þó nóg um þann
dáradans, sem nú er dansaður
um jólin.
Að iokum skal hér geta
nokkurra rita, sem geyma mik-
inn fróöleik um jól, siði og þjóð-
trú, og er stuðzt við þær í bess-
ari grein: Þjóðsögur Jóns Árna-
sonar (einkum 1. bindi) —
Jólavaka, safnrit úr íslenzkum
bókmenntum, Jóhannes úr Kötl-
um gaf út og Jól á íslandi, eftir
Árna Björnsson.
J. H.
ECvenii!ssíðfi —
y 5 sfðu
fara í hárgreiðslu njóti þess af
heilum hug og léti allt amstur
og búsáhyggjur fyrir jóiin lönd
og leið, Þið eruð ekki á heim-
ilinu og getið gleymt því um
stund meðan þið eruð að endur-
nýja ykkur, án þess gerir nýja
greiðslan ekki hálft gagn. Und-
ir þetta tekur Pálína Sigurbergs-
dóttir f Valhöll, Laugavegi 25,
en hún segir jafnframt að finna
megi mun á þeim konum, sem
slaka á og hinum, sem bfða
þess í taugaæsingi, að lagning-
unni ljúki svo þær komist aftur
tii verkanna.
En víkjum aftur að aðfanga-
degi og hvað eigi að gera þá.
Fjölskyldan verður ánægðust,
þegar húsmóðirin er ánægð, af-
slöppuö og vel til höfö og þótt
þá muni um eitthvert smáatriði
í jólaundirbúningnum, köku-
tegund eða slíkt, þá skiptir það
miklu minna máii.
En til þess að verða ánægju-
efni fjölskyldunnar og skilyrði
þess að líta vel út er að vera
komin f jólaskap og þá gengur
allt miklu betur. Aðfangadags-
morgun hafið þiö á hreinu hvað
er eftir en hafið ekki áhyggjur,
ef smátafir veröa, alltaf má
sleppa einhverju. Eftir hádegiö
kemur aö hvíldartímanum. Þá
farið þið í heitt og gott bað,
lagið til fæturna og hendurnar,
setjið ofurlítið krem á andlitið
og farið að sofa. Ef ykkur tekst
ekki að festa blund, slappið þið
eins vel af og ykkur er mögu-
legt. Þegar þið farið á fætur
hefjið þið andlitssnyrtinguna og
þær ykkar, sem eru búnar að
laga á sér hárið passa þaö að
setja um það klút meðan þær
ljúka síðustu eldhússtörfunum
til þess að ekki komi í það lykt
eða gufa. Síöast er greitt yfir
hárið, varaliturinn settur á og
borið á sig ilmvatn og þið sýnið
fallegt jólaandlit.
Síðustu lólnltorfin
borin út ú morgun
ISI Að undanförnu hafa starfs-
menn á pósthúsinu lagt nótt
við dag til þess aö unnt yrði að
koma jólapóstinum til skila í
tæka tíð. Ekki er annars að
vænta en að það takist og verða
síðustu bréfin borin út fyrir há-
degi á morgun.
Pósthúsið verður opið til kl. 6 í
kvöld, en aftur á móti verður toll-
póststofan í Hafnarhúsinu og
bögglapóststofan í Hafnarhvoli op-
in tii kl. 19, og þar verða jóla-
bögglar afhentir.
Fyrir hátíðar í fyrra voru borin
út um 900 þúsund bré.' samtals og
er ekki ólíklegt að nú sé um eitt-
hvað svipað magn að ræða.
3
Murgur upplýsingui
í jóludugbók
• „Borgin í dag“ gefur ýmsar
hagkvæmar upplýsingar um
það, sem er að eerast á jólunum.
Þar eru allar iólamessur, yfirlit
er þar yfir ferðir strætisvagna í
Reykjavík og nágrenni um jólin,
læknavaktir, onnunartíma apóteka,
tannlæknavaktir, hitaveitu og raf
veitu. Heimsóknartíma sjúkrahúsa
um jólin og margt fleira. Hand-
hægt er, að taka opnuna, sem
„Borgin í dag“ er á og geyma.
Tunglferðin —
m-* í. sfðu.
ekki talið, að hún reynist geim-
förunum hættuieg.
Aðalhreyflar geimfarsins verða
settir af stað í fyrramálið og
dregið þannig úr hraðanum.
Það er kl. 14.22 eftir íslenzk-
um tíma á aðfangadag, sem geim
farið á að fara inn á hringiaga
braut kringum tunglið, sem er i
111 km fjarlægð frá tunglinu.
Geimfarið á aö fara 10 hring-
ferðir um tunglið.
Klukkan 6.06 á jóladag eiga
geimfaramir að stýra geimfar-
inu af tunglbrautinni og áleiöis
til jaröar á ný.
Inn í gufuhvolf jarðar á geim-
farið að koma aftur klukkan
15.41 á föstudag eftir íslenzk-
um tíma og lenda síðan á Kyrra-
hafi.
Hurkulegur —
W-> 1. síöu.
þarna stóð, og að Bjarka Elíassyni
yfirlögregluþjóni og rak honum
löðrung meö lófa mínum, sem var
löðrandi í blóði.
Þessu næst var ég flutt á slysa-
varðstofuna af lögreglunni. Lög-
regluþjónarnir spurðu mig ekki
nafns, en sögðu, að aðgerð lok-
inni, mætti ég fara heim til mín.
Á slysavaröstofu Borgarspítalans
var saumaður saman skurður á
höfði mínu með tólf sporum."
Annar aðili, sem hlaut áverka frá
hendi lögreglunnar var Leifur
Jóelsson: „Ég var handtekinn strax
og ég kom út úr Tjarnarbúð. Ég
hafði ekkert í höndunum. Ég var
settur inn í lögreglubíl ásamt
nokkrum fleirum mönnum, en er
lögreglan ætlaðj að troða enn fleir-
um handteknum upp í bílinn, neit-
aði ég að flytja mig, en ég sat við
dyr bílsins. Sló þá lögreglumaður
mig, er stóð fyrir utan, í höfuðið
með lögreglukylfu, og eru sjö vitni
að þvi, að þessi lögregluþjónn
hefur einkennisnúmerið 37. Var
mér haldið í um hálfa klst. í lög-
reglubíl, en var að því loknu fluttur
á slysavarðstofuna. Lögreglubjón-
ar spuröu mig ekki nafns, en sögðu
að ég mætti fara að lokinnj að-
gerö. Á Slysavarðstofunni var
saumaður saman s’kurður á höfði
mínu með 8 sporum.“
Nánar verður skyrt frá málsat-
vikum í 1. tbl. eftir jól, en rúms-
ins vegna, er hér látið staðar num-
ið.
Til leigu
Til leigu 2-3ja herb. íbúð, gæti
verið með húsgögnum, teppi á gólf
um. Tilb. er greini frá fjölskyldu-
stærð og atvinnu, sendist augl.
Vísis fyrir 10. jan. merkt „Reglu-
semi.“