Vísir - 23.12.1968, Side 5
5
Bezta jóiagjöfin, sem hús-
móðirin gefur sjálfri sér
Já, núna er þaö jólagjöfin
handa ykkur, sem er til um-
ræöu. Handa ykkur frá ykkur
sjálfum. Nú eniö þiö búnar aö
hugsa út jó'lagjafimar handa
öQum í fjölskyldunni,
■»aka kannski frameftir við að
búa þær til eöa búa þær út, til
þess aö fá aö vera í friði. Svo
eraö þið búnar aö ganga frá
þvotti, þvo og laga til aö mestu,
baka, athuga jólaskreytingam-
ar og allt hiö ótal marga, sem
þið allar geriö fyrir jólin.
Og núna er rööin komin að
ykkur. Bezta jólagjöfin, sem
Kvennasíðan getur mælt með
við hverja konu, er að hún taki
sér a. m. k. eina hvíldarstund
ef ekki tvær, þrjár á aðfanga-
dag. Þessa hvfldarstund á að
nota tíl þess fyrst og fremst
að slappa vel af og svo auðvitað
að hressa ofurlítiö upp á út-
lítið. Viö óskum þeim konum
til hamingju, sem hafa verið
svo forsjálar að panta sér jóla-
lagningu í góðum tíma á hár-
greiðslustofu. Þann klukkutíma,
sem það tekur að láta þvo,
leggja á sér hárið, þurrka það
og greiða úr því eigið þiö að
nota vel og er hægt að nota
vel og hundraökallinn, sem fer
í lagninguna er í þetta sinn ó-
venju mikils virði. Það verkar
ekkert eins upplífgandi á sál-
ina og á útlitið eins og það að
hafa það á tilfinningunni að
vera vel greiddur og með
greiðslu, sem klæðir mann.
En við viljum leggja áherzlu
á það, að þær sem eiga eftir að
3§->- 3. síða.
Sælgætið í hófi
Hvemig væri að kaupa nýja
tannbursta handa allri fjöl-
skyldunni áður en jólasælgætis-
átið hefst?
Til þess að vemda tennur og
maga barnanna um jólin vegna
sælgætisátsins ætti aöeins að
hafa sælgætisskálina standandi
á borðum ákveðna tima dagsins.
Bezti tíminn er þegar líður á
daginn eða um kvöldiö, þegar
flestar máltíðirnar em afstaðn-
ar.
Sælgætisskálinni á aö halda
frá þeim yngstu en fortölur og
loforð um sælgætisskammt
seinnipartinn eiga að róa þau
eldri. Svo á að bursta tennurnar
vel aö afloknu öllu sælgætisát-
inu og þaö þarf að hjálpa böm-
unum allt til 6—8 ára aldurs við
að bursta tennumar vel og á
réttan hátt.
Laufabrauð og heitir drykkir
.Jsiandske löivabröd" voru
einn rétturinn í myndafrásögn,
sem danska blaðið Eva birti
fyrir skömmu af jólagleðskap.
1 greininni voru bæöi sýnd föt
af nýjustu tizku, gefnar upp-
skriftir að púnsdrykkjum1, sem
er til siös að hafa á jólum og
öðm því, sem neytt er meö
þeim og á meöal þess var hið
gamla góða íslenzka laufa-
brauð.
íað er „islandske löivabröd“, sem herrann heldur á.
Dönsku húsmæðumar neyta
þvíheimabakaðs laufabrauðs um
leið og við höfum aðgang að
dönskum tertubotnum. En hug-
myndin er bráðsnjöll því ekki
að hafa laufabrauö með heitum
drykk, sem gleður gestinn,
þegar hann kemur inn úr kuld-
anum. Eftir jóladagana em
einnig flestir búnir að fá nóg
af kaffi og smákökum. Epla-
skífur er annað, sem er mjög
gott með heitum drykk og eins
og við höfum sagt frá áður,
mikið hafðar i Danmörku á
gamlárskvöld.
Á myndinni, sem fylgir, er
þessi tízkuklæddi herramaður
að'bíta í laufabrauðsköku, sem
daman, sem er klædd í buxna-
kjól, var að rétta honum. Ekki
er annað aö sjá en honum
líki bakkelsið vel.
Auðveldur og ódýr jóladrykk-
ur, sem hitar vel er rauðvín,
sem er hært með sykri og
sterku te og sjóðandi heitu
hellt síðan á. Sítrónusneiö
höfð með.
Annar drykkur, sem er fyrir
fleiri og hægt er t.d. að bera
fram á gamlárskvöld er:
Púnsdrykkur.
1 innihald tveggja rauðvíns-
flaskna er blandað 1 stykki
heilum kanel og 8 heilum negul-
nöglum og látið trekkja í fimm
mínútur yfir meðalhita og undir
loki. Bætt f þetta hýðinu af
sítrónu, sem hefur verið skorið
í ræmur, 125 gr. sykur, y2
flaska portvín, 100 gr. flysjaðar
möndlur og 100 gr. ljósar rús-
ínur. Hitað og hrært I um leið
þar til upp að suðumarki og
borið fram strax. Þetta á að
vera nóg í um það bil 12 glös.
Með þessu má bera fram auk
laufabrauös og eplaskífna, döðl-
ur og hnetur og smákökur.
BÓKAÚTGÁPAN
HILDllR
HVER ER
VICTORIA HOLT?
Victoria Holt er einn af
kunnustu og vinsælustu
rithöfundum Englands í
_____ dag. Söpr hennar eru
þrungnarspennu og duiúð, lesandinn ieggur
bókina ógjarnan frá sér fyrr en hann hefur
lesíö hana til enda. Bóka hennar er ætíð
beðið með mikilli eftirvæntingu. Bókaútgáf-
an Hildur hefur þegar gefið ót tvær af sögum
Victoriu Holt, Manfreya kastalinn og nu,
Frúin af Meliyn.
KEWMIÐ
BÖRISlllNIJM
AÐ VARAST
ELDIWW
Varist eldinn
yfir hátíftarnar
BRUIVABÓTAFÉLAG
ÍSLAIVDS
LAUGAVEGI 103 . SÍMI 24425
Mikið úrval
af sænskum Lindshammar krystal og öðrum
gjafavörum. Einnig jólaskreytingar og skreyt-
ingaefni. Mjög fallegar þýzkar styttur ný-
komnar.
BLÓM & ÁVEXTIR
Hafnarstræti 3.
I