Vísir - 23.12.1968, Side 8
s
Útgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099
Afgreiösla: Aðalstræti 8. Sími 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur)
Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuði inrjanlands
í lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Jólastreita — Jólafriður
' f>orláksmessa er í dag, — Kklega annasamasti dagur
ársins. Verzlariir verða opnar til miðnættis og troð-
fullar af fólki, ef að líkum lætur. Flest verzlunarfólk
mun ganga örþreytt til hvílu í nótt. Aðrir verða á þön-
um um verzlanahverfin, jafnyel fram á síðustu stund,
til þess að velja jólagjafir, jólavörur og jólamat, því
að oft vill tíminn verða ódrjúgur við lok jólaundirbún-
íngsins. Og margir munu eiga eftir langt dagsverk,
þegar heim er komið, ekki sízt húsmæðurnar, sem
bera hita og þunga jólaannanna. Streitan, sem hefur
verið að hlaðast upp undanfarnai vikur, nær hámarki
í dag.
Þannig hefur það verið árum saman. Hið mikla ver-
ildlega vafstur, sem er undanfari jólanna, er farið
að skyggja á jólahaldið sjálft. Hreingerningar, endur-
bætur á húsnæði. húsmunakaup, bakstur og jólamat-
reiðsla, skreytingar og innkáup jólagjafa og annars
til jólahalds, — allt þetta bætist við venjulegan vinnu-
dag. Þetta setur marga konuna og margan manninn
í spennitreyju, sem aldrei þrýstir fastar að en einmitt
í dag, — á Þorfáksmessu.
Þessi streita veldúr því, að margir eru veraldlega
of vel, en andlega of illa búnir undir helgi jólanna.
Annir, órói og streita eru ekki í sariiræmi við friðar-
hátíðina. Velmegun undanfarinna ára hefur magnað
þetta ástand. Og jafnvel riú, þegar þorri fólks hefur
minna milli handa en undanfarin ár, er álagið ekki
minna, því að sumir sætta sig ekki við annað en að
halda uppi sama höfðingsskap og áður í jólaeyðslu.
Fróður maður sagði Vísi, að hann teldi jólaútgjöld
meðalfjölskyldu í ár nálgast 20.000 krónur, sem jafn-
gildir því, að fslendingar verji nærri einum milljarð
króna til jólanna. Sumt af þessu fer til nytsamlegra
þarfa, en upphæðin er eigi að síður ævintýralega há.
Tilgangslítið er að hugsa af angurværð til liðinna
tíma, þegar hin veraldlega dýrð jólanna var minni.
Hin rólegu og friðsömu sveitajól tilheyra vissulega
liðinni tíð. Óhjákvæmilegt er, að velmegun nútímans
ryðji úr vegi gömlum verðmætum sem öðru gömlu.
Jólahaldið hlýtur að endurspegla lífskjörin og þjóð-
lífshraðanm En vissulega er óskandi, að menn fari
ikki að öllu leyti/á mis við rósemi hugans og friðinn,
sem einkenndu gömlu jólin.
Margir frídagar fafa nú í hönd hjá flestum stéttum
þjóðfélagsins. Vonandi verða menn fljótir að jafna
sig eftir umstang jólaundirbúningsins, svo að þeir
fái notið þessara daga. Jólin voru, eru og eiga að halda
áfram að vera friðarhátíð, Hinn .étti jólaandi þarf að
ríkja á sem flestum heimilum. í þeirri von óskar Vísir
öllum lesendum sínum
friðsœlla jóia
V1SIR . Mánudagur 23. desember 1968.
„HÚN FRÆNKA MÍN
í AMERÍKU“
— ég dáist að henni!
„Þú þekkir auðvitað
hann Jón bróður minn
í Ameríku?“ spurði
gamla konan Vestur-
íslending...
j^g ætla samt ekki að spyrja
þjg, hvort þú þekkir ekki
„hana frænku mína 1 Ame-
ríku“ þvl það gerirðu eflaust
ekki. Og þó væri hún þess vel
verð. Ég er hreykinn af henni
og dái hana innilega, þótt hvorki
hafi ég heyrt hana né séö, held-
ur átt bréfaskipti við hana um
áratug.
Frænka mín er' 87 ára að
aldri, sennilega fædd í Winni-
peg eða flutt þangað kornbarn-
ið. Er hún, því uppalin Kanada-
mær í erlendri menningu um
hálfan níunda tug ára, en ts-
lendingur enn f hug og hjarta
og fram í fingurgóma! Rit-
hönd hennar er frábærlega
fögur, og íslenzk réttritun
hennar á við góða landsprófs-
nemendur hér heima!
Frænka mín er Austfirðing-
ur eins og ég, en fékk þó Suður-
þingeying að láni sem föðurafa.
Virðist sú blóðblöndun hafa
borið stórfurðulegan árangur,
sennilega arfgengan langt fram-
an úr ættum: Þingevsk skáld-
hneigð, listhneigð og litagleði
enn lengra að! Þessir eiginleikar
eru dásamlega sameinaðir í
frænku minni. Hún er ljóðelsk
mjög og kann fjölda Ijóða gömlu
þjóðskáldanna okkar. Teiknað
hefir hún og mál^ð frá æsku-
árum, og var mjög sótzt eftir
myndum hennar. Efalaust er
hún vel skáldmælt, bæði á ís-
lenzka tungu og brezka, og mun
ég drepa á það að lokum.
í síðasta bréfi sínu, frá októ-
berlokum, segir hún m. a., en
hún er nú vistmaður Elliheim-
ilisins „Betel" á Gimli:
„Ég sit hér við gluggann
minn og horfi út á hið stóra
Winnipegvatn. Bryggjan og
höfnin er rétt fyrir utan glugg-
ann minn sem snýr í austur,
og þar er töluvert að sjá suma
dagá, svo að ég mála hér dá-
lítið mér til dægrastyttingar . .“
Þessi litgleöi í blóði frænku
virðist ættgeng fram í fimmta
lið, jafnvel hér heima, þar sem
ung systkin sýna frábæra ,lit-
gleði frá blábemsku, hver sem
árangur verður síðar.
Frænka mín missti eiginmann
sinn um síöustu áramót, 96 ára
að aldri. Hann var Snæfelling-
ur, þremenningur dr. Jóns
„foma“ og þeirra bræðra. Föð-
uramma hans var systir séra
Þorkels á Staðastað.
/ ♦
Böm frænku og barnaböm
eru öll vel menntuð úr mennta-
skólum og háskólum vestra, og
sum þeirra a.m.k. listhneigð.
Einn sonur hennar stundaði list-
nám í Lundúnnum, og var þá
um hrið „illustrator" (teiknari
og málari) sumra vikublaöa
Lundúnaborgar, og hefir nýskeð
verið ráðinn þangað á ný til
þeirra starfa. Einn dóttursonur
hennar er háttsettur yfirforingi
í sjóher Kanada. Og margs fleira
værj að minnast.
í september-bréfi sínu segir
frænka mín m. a.:
„íslenzkan okkar hér vestra
virðist sennilega komin all-
langt áleiðis að hverfa af tung-
unni, en satt aö segja þá hefir
hún þó aldrei fyrr veriö jafn
mikils metin hér sem um þessar
mundir.
Ég man þá tíð, aö fólk hér
þorði varla að viðurkenna að
það væri íslenzkt, er þaö var
að leita sér að vinnu, En nú
er íslenzka höfð hér í hávegum,
sérstaklega á vettvangi alls
er snertir menntun og bók-
menntir. — Og ég-get bætt þvi
hér við, að því fylgir einnt>»
ráðvendni. Yfirleitt trúa hér all-
ir Islendingunum, og treysta, og
tel ég víst, að það muni stafa
allt frá fyrstu íslendingunum,
sem hér settust að. — Lifðu
þá margir þeirra og dóu, án þess
að læra nokkuð að ráði í tungu
þeirri, sem hér er okkar dag-
lega mál. . . .“
Ég nefndj skáldhneigð
frænku. í einu bréfi sínu (1957)
sendi hún mér langt og fallegt
ljóð, 7 erindi alls, er hún nefnir
Iceland. Er þar fyrst all-ýtarleg
lýsing á landi „elds og ísa“,
sögu þess og örlaga um aldir.
Sjötta erindi ljóðsins er svo
hjartnæm ástarjátning til föö-
urlandsins, að ætla mætti að
ort væri hér heima.
Ever down the ages
the island loved its own
Icelandic bards and ballads
from whitch our culture
has grown.
We love these poets pictures
of present or ancient lore,
the sagas, and clever sayings,
their songs, and hymns of
yore.
♦
„Frænka mín í Ameríku“
lýkur venjulega bréfum' sínum
áþekkt og amma mín myndi gert
hafa austur á Fljótsdalshéraði
um aldamótin síðustu: oröaval
og blessunaróskir sem þá tíðk-
aðist og gekk að erfðum, 6-
haggað í íslenzkum sveitum
gegnum ættir og aldin
„Bið ég svo Guð að blessa þig
og þína í bráð og lengd, og þó
ég eigi það hreint ekki skilið,
þá langar mig til að fá línu frá
þér við hentugleika“.“ — Og
það fékk hún og hefir fengið
margsinnis síðan v.
Á þessum bréfaskiptum okk-
ar „frænku minnar í Ameríku"
er auðséð, að enn hefir hún ekki
glatað né vanrækt erfða-eöli
sitt og eiginleika, þótt alizt hafi
upp í erlendri stórþjóða-menn-
ingu um hálfan níunda tug ára!
Svo traust ættl fslendings-
eMi vort og erfðamenning að
vera enn í dag. v.
Félag íslenzkra útvarpsvirkja 30 ára
:
Hinn 10. janúar 1938 komu
nokkrir útvarpsvirkjar saman
að afloknu dagsverki í útvarps-
sal til að stofna með sér félag
er hlaut nafnið Félag útvarps-
virkja Reykjavíkur, og gæta
skyldi hagsmuna útvarpsvirkja
og vernda tilverurétt iðngreinar
þeirra. í upphafj var félags-
svæöið miöaði við Reykjavik.
en nær nú til alls landsins og
fór nafnbreyting í samræmi
við það fram árið 1966.
í tilefni af þessum tímamót-
um létu stjórnir Félags ísl. út-
varps & meistarafélagsiútvarps-
virkja gera merki fyrir félögin.
sem munu framvegis einkenna
nlögg þessara félaga og prýða
þá staði. sem útvarpsvirkjar eru
til húsa með starfsemj sína.
I 30 ára afmælishófi félagsins
voru þeir Eggert Benónýsson,
og Friðrik A Jó.nsson sæmd;r
merki félagsins úr gulli fyrir
óeigingjörn og fórnfús störf >
bágu félagsins um mörg ar.
í félagi fsl. útv. er nú 71
félagi og í stjórn þess sitja:
Formaður Vilberg Sigurjónsson,
ritari Halldór J. Amórsson og
gjaldkeri Bjarni Karlsson.