Vísir - 23.12.1968, Síða 16
:■, /
Uuineti 17B • Sini 21120 Rqkjnfli
jjtek+SœlherL
* 9 pf__. • i oo
ennn
Sími 13835
Ávaxiasatt,
sem m&
blanða
4 rfiMHnw
nxeff vstnL
VISIR
Mánudagur 23. desember 1968.
eisKar nniinn af...
iiee
MaSurinn þekkir' gæSin.
Nýr kaþólskur biskup — Herra Hinrik Frehen settur i embætti:
Lofaðihinum lútherska starfsbróíur
góðri samvinnu
Nýr kaþólskur biskup
var settur innw embætti
sitt hér á landi í gærdag.
Athöfnin fór fram í
Kristskirkju í Landakoti
þar sem herra Hinrik
Frehen var settur inn í
embætti sitt sem Reykja
víkurbiskup.
Fjöldi manns var viðstaddur
athöfnina, m. a. forseti Islands,
biskupinn yfir íslandi, utanrík-
isráðherra, borgarstjórinn og
allmargir aörir gestir, auk þess
margir úr kaþólska söfnuðinum
hér, en hann telur 1000—1100
manns.
Kristskirkja var fagurlega
skreytt, þegar „prósessían"
kom frá Landakoti að kirkjunni,
kórdrengir með kross í farar-
broddi, þá klerkar og biskupar
í litríkum hempum.
Frammi í fordyri kyssti herra
Frehen á róðukross, sem þar
lá á púöa, blessaði hann síðan
söfnuöinn. Sr. Öback í Landa-
koti las páfabréf um stofnun
nýs safnaðar í Reykjavík á lat-
ínu og í íslenzkri þýðingu.
Söfnuðurinn hefur til
verið trúboösstöð.
Risknnsvípsla fór fram í
40 þús. lítrar af ijóma
seljast á þrem dögrnn
í kvöld verður flogið með 4-5
úsund lítra af rjóma frá Akur-
yri til Reykjavíkur. Þetta mikla
:iagn og meira þarf til að anna
'tirspurninni eftir rjóma fyrir há
ðarnar, en rjómaneyzla er iíklega
aldrei meiri.
Þessi rjómi, sem komiö verður
’'eð flugleiðis frá Akureyri verður
skilinn frá mjólkinni í dag að
mestu en eitthvað af honum hefur
verið flutt til Akureyrar með bfl
frá Húsavík.
Blaðið talaði við Odd Helgason,
sölustjóra hjá Mjólkursamsölunni,
sem sagði, að síðustu þrjá dagana
fyrir jólin seldust sennilega 40 þús
und lítrar af rjóma eða álíka og
II fyrra. í dag er búizt við að
seljist 110—120 þús. iftrar af mjólk
en 130 þús. lítrar á morgun.
i Oddur sagði ennfremur um rjóm
| ann, sem kemur til Reykjavfkur í
i kvöld að hann yrði til sölu á
j morgun og á annan í jólum en þá
j eru^mjólkurbúðir opnar frá 10-12.
Hvít jól í Reykjavík
I nótt breyttist vindáttin hér
sunnanlands og sums staöar var
él, Veðurstofan spáir suðvestan-
átti í dag með éljagangi þannig,’
að gera má ráð fyrir að jöröin
gráni nú á Þorláksmessu og
Reykvíkingar fái hvít jól. Hvít
jól verða um allt norðanvert
landið en snjór er á jörðu allt
frá norðanverðu Snæfellsnesi og
suður um Austfirði.
í nótt er spáin sú, að stytti
aftur upp með norðanátt og
verði bjart og aö norðan að-
fangadag. Búizt er viö sams
konar veðráttu á jóladag, þann-
ig að jólaverðið verður að lík-
indum fallegt hér sunnanlands.
Allflestar
Reykjavík,
Stykkishóhni
Belgíu fyrir hálfum mánuði og
var hér aðeins um innsetningar-
athöfn að ræða, dr. Heim, erki-
biskup frá Kaupmannahöfn sat
í biskupsstóli framan af atböfn
inni en hann setti herra Frehen
í embætti og leiddi hann til
sætis síns. Þar vottuðu klerkar
honum holhistu og virðingu
með því að kyssa á embættis-
hring hans.
nunnanna frá
Hafnarfirði og
voru viðstaddar
athöfnina, m. a. Karmelsystur
úr Hafnarfirði, sem venjulega
sru innilokaðar í klaustri sínu.
Játu þær við Mariualtarið
dnstra megin í kirkjunni í
>rúnu kuflunum sínum.
Sfðasta innsetning biskups
: embætti átti sér stað hér á
iandi á 16. öld, þegar Jón bisk-
ap Arason var settur f embætti
íitt. Kaþólskum sið á Tslandi
!auk að fullu og öllu 1550, þegar
ión biskup var hálshöggvinn að
Skálholti.
Var athöfnin í gær því sögu-
ieg og mörgum minnisstæð,
sem á horfðu.
HERRA FREHEN, nýi bisk-
upinn, með bagal sinn og mit-
ur, tákn embættis sins. ►
0LIUFEL0GIN
ERU FJÁRVANA
KostaÓi 100 þús. kr. á dag oð láta rússneska
oliuskipib biða
Klerkar gengu fyrir biskup, krupu á kné og kysstu á biskupshringinn til að votta hollustu srna.
► Viðskiptabankar olíufélag-
anna, Landsbankinn og Út-
vegsbankinn, hlupu undir bagga
með að leggja fram greiðslu-
tryggingu fyrir olíunni til að
forða þjóðfélaginu frá frekara
tapi vegna tafa á að uppskipa
olíunni úr rússneska skipinu
Kostroma, sagði Vilhjálmur Jóns
son, forstjöri Olíufélagsins h.f.,
í viðtali við Vísi í morgun.
Skipið kom sl. fimmtudags-
morgun, en það var ekki hægt að
hefja uppskipunina fyrr en á laug
ardagsmorgun, þar sem ekki var
hægt að leggja fram greiðslutrygg-
ingu fyrir farminu fyrr. Það kost
laði um 100 þús. krónur á sólar-
hring.
Staðreyndin er sú, að eftir geng
islækkunina skortir olfufélögin
mjög fjármagn til olíuinnflutn-
ingsins, sagði Vilhjálmur. Aðspurð
ur um ástæðuna fyrir þessari töf.
Ekki hefur verið unnt að ráða bót
á þessum fjármagnsskorti, en við-
skiptabankarnir eiga mjög í vök
að verjast vegna fjármagnsskorts.
Þeir eru allir með stóran yfirdrátt
í Seölabankanum, sem þeir verða
að greiða 16% refsivexti fyrir. —
Því er ekki að neita, að viðskipta-
bankarnir skaðast á því að leggja
fram greiðslutryggingu fyrir olí-
unni, þar sem þeir hafa ekki fjár
magnið og verða þar af leiðandi
að auka yfirdráttinn í Seðlabank-
anum.
49 hlutverk í Tjarnarbæ
Annan dag jóla frumsýnir Litla
leikfélagið nýtt íslenzkt leikrit í
Tjarnarbæ. Leikrit þetta er að
miklu leyti tengt jólum og er það
samið af leikurunum sjálfum á-
samt Jóhannesi úr Kötlum, sem
leggur til ljóðin í leiknum. Leik-
ritið fjallar um gömlu íslenzku
jólasveinana, börnin hennar Grýlu,
huldufólkið, dýrin, sem tala á jóla-
nótt og fleira.
Það, sem vakti fyrir þessum
ungu leikurum með þessari leik-
ritsgerð var að skapa íslenzkt leik-
rit úr þjóðsögulegu efni, sem væri
við hæfi þroskaðra bama.
Mörgum furðulegum persónum
bregður fyrir í þessu leikriti, svo
sem jóiasveinunum þrettán, Grýlu-
börnunum, Leiðindaskjóðu,
Skrukkuskjóðu, Dúðadurti, Leppa-
lúða, Langlegg og Bólu, auk
margra kynlegra álfa. — Alls eru
hlutverkin í leikritinu 49 talsins.
Leikendurnir sjálfir annazt tjalda-
smíði og búningagerö auk leikrit-
unarinnar, en leikstjóri og verk-
stjóri við sköpun sýningarinnar er
Guðrún Ásmundsdóttir. — Leikur-
inn verður sýndur á hverjum degi
fram á þrettánda, nema gamlárs-
dag og nýársdag.