Alþýðublaðið - 26.01.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.01.1966, Blaðsíða 3
SAS kaupir 10 Douglas-þotur STOKKHÓLMI, 25. janúar (NTB). — Dougrlas-verksmiðjurn ar sigruðu í samkeppninni um sölu á nýjum farþegaþotum handa S'AS til flugs á stuttum og meðallöngum leiðum. SAS ákvað í dag að kaupa 10 þotur af igerðinni DC-9. Þessar þotur rúma 107 farþega og verða afhentar 1968. Kaupverðið verð- ur 45 milljónir dollara eða um Enginn árangur Raufarhöfn. — GÁ.-GO. LEITINNI að Auðuni Eiríks- syni landpósti milli Raufarhafnar og Kópaskers, var haldið áfram í allan gærdag fram í myrkur án nokkurs árangurs. Leitarskilyrði voru heldur slæm, sæmilega bjart til lofts, en mikill skafrenningur. Þar sem Auðunn skildi við bílinn og gekk frá honum, er flatlent, en fjöll allt í kring og villugjarnt sé farið af réttri leið. Auðunn hefur verið póstur á þessari leið um árabil og alvanur að ferðast. í öllum veðrum Hann var liðlega fimmtugur. 1890 milljónir íslemzkra" króna. Jafnframt ákvað . félagið að panta 14 þotur til viðbótar af sömu gerð og frá og með vor- inu 1967 fær SAS lánaðar fimm þotur af gerðinni DC-9-30. sem taka 97 farþega, til bráðabirgða. Valið stóð á milli DC-9 og Boeing 727 og 737. Þótt Dougl- as 'hafi borið hærri hluta í sam keppninni eru Boeing-boturnar ekki með öllu úr sögunni Dougl as-þoturnar eru ætlaðar til flugs á stuttum leiðum og meðallöng- um leiðum, þar sem farþega- flutningar eru ekki afskaplega miklir. En enn hefur ekki ver ið ákveðið hvaða flugvé'ategund skuli nota á meðallöngum leið- um, þar sem farþegaflutningar eru miklir. Karl Nilsson for- stjóri sagði á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag, að Boeing kæmi enn til greina í athugun um um kaup á hentugum þotum til flugs á þessum leiðum Samkepflii flitgvéllaverksmiðj anna var mjög hörð þegar flug vélakaupin komust á lokastig. Þegar viðræðumar hófust gat Douglas aðeins boðið tegundina DC-9-30. sem rúmar 97 íarþega. Daginn áður en stjórnarmeðlim ir SAS fóru til Sviss fyrir hálf um mánuði að ræða við fulltrúa Framh. á 13. s:ðu. 1 Jafntefli hjá Friðrik og Vasjúkoff TÍUNDA og næstsíðasta um- ferðin á skákmótinu í Lídó var tefld í gærkvöldi. Fóru þar leikar svo, að skák þeirra Friðriks og Vasjúkoffs lauk með jafntefli, og sama er um skák þeirra Wades og Guð- mundar Sigurjónssonar að segja, og skák Björns Þor- steinssonar og Jóns Kristins- sonar. Böök vann Jón Hálfdánar- son með fallegum fórnarleik í lokin. Skákir þeirra Freysteins og O’Kelly og Guðmundar Pálmasonar og Kieningers fóru báðar í bið. Staðan á mótinu er nú þann- ig, að Vasjúkoff er efstur með átta vinninga, Friðrik næstur með sjö og hálfan vinning og biðskák og þriðji efstur er O’- Kelly með sex og hálfan vinn- ing og biðskák. í kvöld verða biðskákir tefld ar í Lidó. Að þeim loknum mim finnski skákmeistarinn Böök flytja fyrirlestur með skákdæmum um fórnarleiki og mun þar sýna ýmis dæmi úr eigin skákum og annarra. Aðgangur að Lidó í kvöld er ókeypis. Vasjúkoff. Friðrik Ólafsson. Samningur um kaup á landbúnaðarvörum Þriðjudaginn 25. janúar 1966 var gerður samningur milli ríkisstjórna Bandaríkj- anna og íslands um kaup á bandarískum landbúnaðarvör- um. Samninginn undirrituðu James K. Penfield, sendiherra Bandaríkjanna og Emil Jóns- son, utanríkisráðherra. Samningar um kaup á banda rískum landbúnaðarvörum hafa verið gerðir árlega við Bandaríkjastjórn síðan 1957. í hinum nýja samningi, sem gild- ir fyrir árið 1966, er gert ráð fyrir kaupum á hveiti, maís og tóbaki. Samningurinn er að fjárhæð um 2.2 milljónir dollara, sem er jafnvirði 95 milljóna króna. Gert er ráð fyrir, að 75% af andvirði afurðanna verði varið til lánveitinga vegna innlendra framkvæmda. Undanfarin niu ár hefur fé, sem fengizt hefur með samningum þessum verið varið m. a. til lána til raforku og hitaveituframkvæmda, svo og til lánasjóða landbúnaðar, iðnaðar og sjávarútvegs. Reykjavík 25. janúar 1966. Ben Barka: Þingmaður ræddi við glæpamann PARÍS, 25. janúar. (ntb-reut.). i Ben Barka-málið tók óvænta stefnu i dag, þar sem þingmaður úr flokki gaullista hefur nú játað að hafa hitt einn af höfuðpaurum málsins, þótt hann hafi neitað því áður. Þingmaðurinn, Pierre Lemarc- hand, lögfræðingur, hafði í fyrri yfirheyrslum neitað því, að hann hefði hitt Georges Figon, fyrrver- andi glæpamann, er framdi sjálfs morð í síðustu viku, þegar lög- reglan ætlaði að handtaka hann. Því er haldið fram, að Lemarc- hand hafi verið viðstaddur, þegar Figon las inn á segulband yfir- lýsingu til blaðamanns þess efnis, að hann hefði horft á þegar inn- anríkisráðherra Marokkó, Oufkir hershöfðingi, pyntaði marokkan- ska stjórnmálamanninn Ben Barka. f dag var Lemarchand yfir- heyrður í fjóra tima af Louis Zoll- inger dómara. Hann stjórnar rann sókn Ben Barka-málsins, sem frönsk blöð kalla eitthvert mesta hneyksli í sögu Frakklands á síð- ari tímum. í dag gaf Lemarchand út yfirlýsingu þess efnis, að lög- fræðingafélagið hefði leyst liann frá þagnarskyldu og hann gæti því staðfest að liann hefði hitt Figon. Þessi fundur fór fram 2. nóvember, fjórum dögum eftir að Ben Barka var rænt á götu úti í Paris. Lemarchand harðneitaði því að hann vissi nokkuð um þennan fund þegar Zollinger dómari yfir- heyrði hann að beiðni hans sjálfs ■í nóvember. Lemarchand gaf sig fram, þegar Antoine Lopez, sem nú situr í fangelsi, hafði haldið því fram, að Lemarchand hefði fyrir hönd franskra yfirvalda gef- ið honum merki um, að óhætt væri að ræna Ben Barka. Samkvæmt góðum heimildum mun Lemarchand hafa tjáð Zoll- inger dómara í yfirheyrslunum í gær, að hann hefði látið allar þær upplýsingar, sem hann fékk frá Figon, tveimur háttsettum emb- ættismönnum í té, þeim Jean Ca- ille, eftirlitsmanni í leyniþjónustu lögreglunnar, og Marcel Legmy, háttsettum starfsmanni frönsku gagnnjósnadeildarinnar, sem ný- lega var vikið úr embætti. Það var Jean Marvier, blaða- maður við vikuritið L’Express, er átti viðtal það við Figon, þar sem glæpamaðurinn hélt því fram, að hann hefði horft á þegar Ben Barka var myrtur. Marvier kveðst hafa sagt frá nöfnum fjögurra manna, sem hlýddu á vlðtalið. — Figon hafði m. a. sagt, að hann hefði fengið skipanir frá marokk- önskum yfirvöldum. Marvier sagði, að fréttaritari timaritsinð Newsweek, Edward Behr, hefði skrifað viðtalið. í kvöld er frá því skýrt, að yfir- maður Párísarlögreglunnar, Mau- rice Papon, hefði stefnt timaritinu Minute og vikuritinu L’Express-, þar sem þau draga yfirlýsingu lög reglunnar um sjálfsmorð Figon i efa. t Á meðan þessu fer fram reynir Marokkó að forðast það, að slíta stjórnmálasambandi við Frakk- land vegna Ben Barka-málsins. -4- Sendiherra Marokkó í París og sendiherra Frakklands í Rabat hafa verið kvaddir heim, þar eif Marokkóstjórn neitar að frai$- selja Oufkir hershöfðingja. Sameinast félögin? í gærkvöldi voru talin atkvæc i í allsherjaratkvæðagreiðslu, sem fram fór í verkalýðsfélögunum ‘á Siglufirði, verkamannafélaginu Þrótti og verkakvennaf élaginu Framh. á 13. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - .26. janúar 1966 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.