Alþýðublaðið - 26.01.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.01.1966, Blaðsíða 6
beitt sér fyrir þeirri ráðabreytni. En meg auglý. ingunni um verzl unarírefsið fengum við þó „jörð til að standa á“„ því samkvæmt henni gaf konungup kaupstaðnum lóð, sem samkv. mælingu 24. apríl 1787 var íalin vera 400,725 ferálnir, og átti að nægja fyrir 30—35 fjöl skyldur. Lausleg teikning af tanganum og lóðinni gerð af Jóni Arnórs syni, sý lumanni ásamt Guðmundi Bárðarsyni, hreppstjóra og Ólafi 'Guffmundssyni, er enn þá tii. en síðar hefur komið í ljós, að þeir reiknuðu ekki stærð lóðarinnar rétt. Út frá þessu má með nokkrum rétti telja að nú, þegar bæjar stjorn ísafjarðar er 100 ára, séu kaupstaðarréttindi bæjarins orðin 180 ára gömul, og í ágústmán uði árið 1936 var þess minnzt hátíðlega hér á staðnum að 150 ár voru liðin þá frá útgáfu opna bréfsins 1786. Meff opnu bréfi 28. des. 1836 var svo ísafjörður ásamt fleiri stöðum aftur hækkaður í tign og gerður aff „autoriseruðum höndlun arstað", og þegar Alþingi sendi bænaskrá til konungs árið 1849 um að verzlunin yrði gefin frjáls við alla, þá var ísaf jörður meðal þeirra 6 kaupstaða, sem siglt skyldi til. Til aðgreiningar frá prestssetr inu Eyri var kaupstaðarlóðin köll uð Tanginn, og um miðja 19. öld var fólki tekið að fjölga að ráði á Tanganum. Þilskipaútgerðin var hafin. og góður hagnaður af há karlaveiðum og þorskveiðum, og vor" í firðingar fljótir að tileinka sp„ nviunaarnar. Tím hetta ievti lvsir séra Eyj óTfnr Ko'heinsson latvinnulífi f FVrar- off HóÞsókn þannig í sókn arl^cíneii:. HákaTlaveiði er hér mikil og Inmna menn hér til hennar manna hp7t ng stunda hana af harðfvlai róa stnndnm '■vo Iangt á haf út vntnar aðeins fvrir hæstu fí!>Uptin<Tiim“ oa liggia út.i mörg "m sirammdeín’snóttom í senn í Vofaiai ncr arímmrlarfrostum, ef nv-ti hvríar til Iands, en cvo eru hoir hvf vanir. að há sakar siald sn hó heir -éu á onnurn skinum. AUnn onnnn fisk veiða menn á iófcir nv siHa há ekki lengur í sen„ en meðan heir draga Uon lnð imar pn leggia aðrar. og að öll um veiðiskap eru þeir skjótari og fimari en flestir aðrir.“ íbúatalan á Tanganum var sem hér segir um miðja 19. öld. Eyri ekki meðtalin: 3835 37 manns 1840 40 manris 1845 43 manns Í1850 90 manns 1855 T46 manns ; 1860 218 jnanns og húsbændur þá taldir 34. Hafði nú verzlunum fjölgað og margir iðnaðarmenn sezt að í bæn- um svo sem snikkarar, seglasaum ari, járnsmiðir, bókbindari og beykjar, en fjölmennastir voru sjó- mennirnir og skipherramir, sem stjórnuðu þilskipunum og sigldu þeim frá útlöndum. Var mikill framfarahugur ríkj- andi og upphófst nú hreyfing til aðskilnaðar frá Eyrarhreppi. I.eiddi hún til þess aff ísafjörður fékk bæjarstjórn fyrir réttum 100 árum. Ennþá var verzlunin að vísu í dönskum höndum að nokkru leyti, en hér sem annarsstaðar voru landsmenn sjálfir farnir að gera út og verzla, og hér á staðn- um var fyrirtæki Ásgeirs Ásgeirs- sonar eldra orðið að verzlunar- stórveldi og í fararbroddi í at- vinnumálum. Þegar íbúatalan á Skutulsfjarð- areyri var orðin álíka há og í hreppnum undu menn því ekki lengur að fá ei að ráða málefnum staðarins sjálfir. Fyrir aðskilnaðar hreyfingunni stóðu þeir Lárus Á. Snorrason, verzlunarstjóri, Páll Hansen, assistent, Hinrik Sigurðs- son, skipstjóri og Daníel A. John- sen, verzlunarstjóri, en þeir höfðu átt í deilu við hreppstjór- ann Þessir menn voru allir full- trúar hinnar nýju kynslóðar ís- lenzkra athafriamanna, en dönsku kaupmennirnir, eða umboðsmenn þeirra höfðust ekki að í aðskilnað- armálinu . Samningur milli Eyrarhrepps og ísafjarðar um aðskilnað var sam- þykktur á almennum fundi hrepps búa 3. nóvember 1862, eftir að samninganefndir frá báðum aðil- um höfðu starfað. Var þar skipt að jöfnu hreppsþyngslum, eign- um og skuldum. Fyrir hönd bæjarfélagsins höfðu þessir menn unnið að samnings- gerðinni: Hjálmar Jónsson, borg- ari, Hinrik 'Sigurðsson, borgari og skipstjóri og Lárus Á. Snorrason, verzlu nar st j óri. - Níðurlag samningsins var á þessa leið:„A3 um allt það, sevi getur miðað báðum þessum félög- um til heilla, eins og hverjum nærliggjandi sveitarfélögum, ber okkur með eindrægni og kærleik- um að styðja hvort annað eftir megni og kringumstæðum.” Þegar þessi samningur hafði verið gerður kusu Tangamenn sér fulltrúa, sem þeir nefndu „bæjar- stjóra,” og eru þeir í raun réttri fyrstu bæjarfulltrúarnir hér á Staðnum, þótt ekki væru þeir kosn ir samkvæmt lagafyrirmælum. . Þessir menn voru: Jens Krist- ján Arngrímsson, járnsmiður, Hjálmar Jónsson, borgari, Hinrik Sigurðsson, borgari, og Lárus Á, Snorrason, verzlunarstjóri. Kom það í hlut þessara mánna að vera í forsvari fyrir Tangabua þar til lögleg bæjarstjórn komst á laggirnar 1866, og leystu þeir þann vanda af hendi með ágætum. í söguriti því, sem Jóliann Gunn- ar Ólafsson, bæjarfógeti er um það bil að ljúka, er þessara merku manna sérstaklega getið og ferill þeirra rakinn svo sem kostur er. Eftir að samningurinn hafði náðist 1862 um skilnað kaupstaðar ins og hreppsins upphófst langvirili barátta fyrir því að fá aðskilnað inn lögfestan, sem ekki lauk fyrr en þann 26. janúar árið 1866. Bogi Thorarensen var um þetta leyti settur amtmaður í vesturamt inu. Benti hann á nauðsyn þess að fá aðskilriað verzlunarstaðarins frá hreppnum lögfestan, en ísfirðing- ar völdu sjálfir þá leið að snúa sér fyrst til Alþingis með málið. Það hafði þá aðeins ráðgefandi vald en ísfirðingar treystu bezt á forsjá þingmanns síns, Jóns Sig- urðssonar. Bænarskrá um málið var send Alþingi þann 28. febrúar 1863. Helztu rökin, sem fram, eru talin fyrir því að staðufinn verði bæjarfélag og lögsagnarum- dæmi, eru m.a. þessi: Mikill vöxt- ur bæði í íbúa og húsatölu, vax- andi verzlun bæði við landsmenn og útlenda, fjölgun iðngreina og margbreyttari þarfir íbúanna. Þá er á það bent, að verzlunarstaður- inn eigi 400.725 ferálna lóð, sem Framhald á 15. síðu Núverandi bæjars'tjórn og bæjarstjóri ísafjarBar Jón Guðjónsson, bæjarstjóri Birgir Finnsson forstjóri. Björgvin Sighvatsson, skólastjóri Matthías Bjarnason, kaupmaffur Marzellius Bernharffsson, skipasmiður Högni Þórffarson, bankagjaldkeri Kristján J. Jónsson, Halldór Ólafsson, bókavörffur Sigurffm- J. Jóhannsson, bankaritari skipstjóri. Bjarni Guffbjörnsson, bankastjóri £ 26. janúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.