Alþýðublaðið - 27.01.1966, Page 1

Alþýðublaðið - 27.01.1966, Page 1
Fimmtudagur 27. janúar 1966 - 46. árg. — 21. tbl. — VER0: 5 KR. FRJÁLSINNFLUTNINGUR Á JARNI, STALI OG TIMBRI Reykjavík. — FJÖLGAÐ hefur verið þeim vörutegundum, sem flytja má inn án gjaldeyris- og innflutnings- leyfa. Þær vörúr, sem nú hafa bætzt á frílistann eru helztar, stál, járn og timbur, eldhúsimirétting- ar og gólfteppi. Þá hafa innflutn- ingskvótar ýmissa vörutegunda verið auknir og á það við um Biðskákir tefldar í gærkvöldi í GÆRKVÖLDI voru tefldar biðskákir á Reykjavíkurmótinu í skák og fóru þær þannig': Friðrik Ólafsson og Guðmundur Pálma- son gerðu jafntefli, Jón Háldánar son vann Kieninger, Guðmundur Pálmason vann Kieninger os Freysteinn og O’KelIy sömdu um jafntefli. Staðan á mótinu er þá þannig: 1.—2. Friðrik og Vasjúkov 8 vinningar. 3. 0‘Kelly 7 vinningar. 4. Guðmundur Pálmason 6VÖ vinningar. • 5. Freysteinn 6 vinninga. Ellefta og síðasta umferð móts ins verður tefld í kvöld. húisgögn og sement og leyfður verður nú takmarkaður innflutn- ingur á nokkrum sælgætistegund- um. . Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamála ráðherra skýrði frá þessu í frétta- auka Ríkisútvarpsins í gærkvöldi og sagði þá meðal annars, að þess ar ráðstafanir væru liður i þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að veita neytendum kost á fjölbreyttu vöru úrvali og stuðla að aukinni sam- keppni í verzluninni. Auk þeirra vörutegunda, sem að ofan greinir, fara nú pípu- hlutai-, nærfatnaður úr baðmull, skyrtur, karlmannasokkar og og gúmmískófatnaður á frílista, og einnig er myndaður smávægi- legur innflutningskvóti fyrir ó- brennt kaffi. Innflutningur þeirra vöruteg- unda, sem nú bætast við frílist- ann var á sl. ári 7% heildar- innflutningsins, og er þetta stærsta skrefið til stækkunar frí- listans, sem stigið hefur verið síðan 1960, sagði viðskiptamála- ráðherra. Hlutdeild hins algjörlega frjálsa innflutnings eykst nú úr 79,2% í 86,2% heildarinnflutningsins. Ráðherra gat þess, að ríkis- stjórnin hefði viljað gæta þess Framhald á 14. síðu. ✓ / AFMÆLISHATIÐ I GÆR VERKAMANNAFÉLAGIÐ Dagsbrún minntist sextíu ára afmælis síns með hófi að Hótel Borg í gærkveldi, og var þar mikið fjölmenni. Þessa svipmynd tók ljósmyndari AI þýðublaðsins, þegar gestirnir streymdu til hófsins. Á henni er Eðvarð Sigurðson, formaður Dagsbrúnar að heilsa upp á Jónu Guðjónsdóttur, formann Verkakvennafélagsins Fram- sóknar. Til hægri er Þórunn Valdimarsdóttir (Mynd: JV). Vegieg hátíðahöEd ÓOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÓO* Kveðja Alþýðuflokks- ins til Dagsbrúnar í TrLEFNI af 60 ára afmæli Verkalýðsfélagsins Dags- brúnar sendi stórn Alþýðuflokksins félaginu eftirfarandi skeyti í gær: Alþýðuflokkurinn sendir Verkamannafélaginu Dagsbrún hugheilar ámaðaróskir í tilefni af 60 ára afmæli félagsins um leið og hann þakkar því gifturíkt brautryðjendastarf að hagsmunum alls verkalýðs í Reykjavík og á íslandi öllu. Á liðnum áratugum hafa léiðir Dagsbrúnar og Alþýðu- flokksins ,’egið saman í baráttu fyrir bættum kjöriun og auk- inni menningu ísleuzkra alþýðustétta. Megi það samstarf efl ast og batna með hverjum nýjum áratug, íslandi og íslenzkri þjóð tii heilla og hamingju. Emil Jónsson Gylfi Þ. Gíslason formaður varaformaður Benedikt Gröndal ritari á Ésafirði í gær ÍSAFJRÐI. - (bs-oó). VF.GLEG HÁTÍÐAHÖLD voru í gær á ísafirði í tilefni 100 ára afmælis kaupstaðarins1 Kaupstaðn um bárust margar góðar gjafir og heillaóskir. Meðal gesta við há- tíðahöldin voru forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson og Eggert G. Þorsteinsson, félagsmálaráð- herra. Hátíðahöldin hófust með há- tíðarfundi bæjarstjórnar, sem hófst kl. 14,00 í Góðtemplarahús- inu, og var húsið fagurlega skreytt blómum og skjaldarmerkj- um. Áður en gengið var til dag- skrár lék Lúðrasveit skólanna tvö lög. Stjórnandi var Þórir Þóris- son. Þá söng Sunnukórinn undir stjórn Ragnars H. Ragnar. Þá bauð forseti bæjarstjórnar, Bjarni Guðbjörnsson, gesti velkomna, og gerði grein fyrir sögu ísafjarðar á liðinni öld. Þá var gengið til dagskrár og teknar fyrir tvær til- lögur. í fyrsta lagi tillaga um byggingu nýs elliheimilis á ísa- firði. Framsögu í því máli fluttu bæjarfulltrúarnir Björgvin Sig- hvatsson og Högni Þórðarson. — Síðan var flutt tillaga um sjóðs- stofnun til verðlauna fyrir náms- afrek nemenda í væntanlegum menntaskóla á ísafirði. Framsögu- maður var Haraldur Ólafsson. Sam þykkt var með samliljóða atkvæð- um að byggt verði elliheimili fyr- ir 40 vistmenn á sjúkttdiússlóð- inni og verði rekstur elliheimilis- ins í tengslum við sjúkrahusið. Á þessu ári verði efnt til verðlauna Framh. á 14. siðu. Verzlunarmannaféiag Reykjavíkur 75 ára Verzlunarmannafélag ReykjavíkuT er 75 ára £ dag og minnist Alþýðublaðið afmælisins með efití á bls. 7, 8 og 9. og birtir auk þess kveðjur til félagsins á nokkrum síðum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.