Alþýðublaðið - 28.01.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.01.1966, Blaðsíða 7
Þetta sem kallað er mannlíf Guðmundur Böðvarsson: SALTKORN í MOLD Síðari hluti Reykjavík, Bókaútgáfan Þjóð- saga 1965, 109 bls. Guðmundur Böðvarsson er sveitamaður, bóndi og skáld. En sveitarskáld er hann ekki, lætur ekki sveitina smækka skáldskap sinn, umhverfið byrgja sér sýn. Nema ef vera skyldi í Saltkorn um í mold. Þar tekur hann með ráðnum hug á sig gervi sveitar skáldsins sem kveður hnittna bögu um náunga sinn, nágranna sína í tímanum frekar en rúmi í þessu tilviki, segir skringilegar sögur af lífinu í sveitinni, að meinlegt var margt og skrítið og margt var kátlega brallað í þröngbýli þessarar jarðar, — þessu ;sem mannlíf er kallað og enginn veit glöggt hvað er. Annað né meira ætla þessi kvæði sér ekki. Og þau verða varla met in réttilega nema maður fallist á aðferð skáldsins, sætti sig við þau þröngu takmörk sem hann setur sér og verki sínu. Innan þeirra marka hefur þetta sveitar skáld næsta fullkomið vald á yrk isefnum sínum, máli og kveðandi. Fyrri hluti Saltkorna í moíd kom út fyrir þremur árum, seinni hlutinn skömmu fyrir jól í vetur; kvæðin í flokknum eru nú orðin fjörutíu talsins auk formála og eftirmála fyrir báðum hlutum hans. Þessi kvæði segja enga eina sögu saman, lýsa engri samfelldri mannlffsmynd; þau staðnærqast við mannlýsingar, gamansamar, einatt dálítið grálegar frásagnir um orðbrögð og atferli manna í sveitinni í gamla daga. Tími kvæð anna er liðinn tími, þau eru öll erfimæli skáldsins eftir frændur sínai, granna og vini í kirkju garði sveitarinnar: Og á þessum indæla degi, ástkæru systur og bræður, hverfur oss torrek og tregi, en tölum í fullum rómi um margt sem var pískrað í pukri og presturinn undan stal. Og hugblær þeirra mótast í ser>” af tregakenndri hlýju sem endur minningin leggur til og kaldrana legu, gi-álegu skopi flestra sögu- efnanna. Skop Guðmundar Böðv arssonar er líklega sérlega íslend ingslegt; skrýtlur hans í kirkju garðinum segja flestar af einhvers konar óláni, óhöppum, slysförum; það ér kaldránalegt og umburðar lynt í sénn. Fólkíð sem hann seg ir frá hillir uppi í fjarlægð, end urminningu, og tíminn hefur máð burt aðra drætti þess en þá sem frásagnaverðir eru í skrýtlu; þvi verður mynd þess hreinskorin, í mold sver sig í ætt við annan sveitar. káldskap að því leyti að manni virðist kvæðin segja af raunverulegu fólki og atburðum sem engir nema heimamenn þekki fyrir; viðleitni kvæðanna er að bjarga mynd þess frá glötun, fá sveitaskrýtlunni varanlegt form án þess að umskapa eða umbreyta henni. Það verður ekki sagt að nýju kvæðin átján í seinni hluta Salt korna í mold breyti miklu um svip kvæðaflokksins í heild. En fyrri hlutinn var heillegri út af fyrir sig en sá seinni, með sam stæðari stilsvip með kostum og göllum; manni þótti liggja við ó keimi af kaldranalegu skopi bók arinnar þegar til lengdar lét. í seinni kvæðunum er gamansemi Guðmundar Böðvarssonar hlýlegri, og meiri tilbreyting í efnisvali þó kvæðin sverji sig í ættina að öður leyti. En fyrri bókin er að sönnu heillegri, kvæðin jafnbet ur ort; þess er að geta að henni hafi ekki verið ætlað framhald í upphafi, og a.m.k. sum kvæði seinni hlutans þá verið vinzuð úr handritinu. Liklegt er að kvæða flokkurinn fengi fyrst endanleg an réttmótaðan svip sinn ef báð um hlutum hans væri steypt saman og kvæðunum þá trúlega fækkað um leið; fjörutíu svo sviplík kvæði er óneitanlega í mesta lagi þó ekki skuli að sinni kvartað undan neinu einstöku. Eins og í fyrri hlutanum segja mörg kvæðin í seinni hluta Salt korni í mold af ástafari, margvís legum munarmálum. Þar er meðal iannars tilbrigði við saguna af Helgu fögru sem hér er farsæl lega gift fimm barna móðir þegar víkingur liennar kemur loks heim: Og hvað var þá Eiríki í huga á hlaðinu þar í Görðum, honum, sem stóð í stríðu og stökk til að sigra heiminn að heiman frá heitkonu sinui haldinn sjúklegri þrá, er mælti við börn sín með blíðu, brosandi og alls ófeimin, húsfreyjan, Helga fagra: — heilsið þið bróður ykkar, blessuð börnin mín smá. Heimamannleg raunsæi þessarar Framhald á 10. síffu. Ttumman- fyrrverandi Bandaríkjaforseti vérffur áttræffur 8. máí næstkofandi. Þessi skemmtilega mynd af honum og fimm ára gömlum sonars.vni hans, sem fetar rækilega í fótspor afa síns. Trumman er aff koma frá vígslu nýrrar brúar í Florida, sem skir, var í höfuðiff á honum. í Kyrrahafinu er eyjan Nor- folk. Hún er aðeins 22,5 ferkm. íbúatalan rúmlega þúsund manns. íbúarnir eru bæði hvítir og svart ir auk polynesa, er fluttust þang- að frá Vináttu-eyjum. Þær eyjar eru ekki alllangt frá Norfolk-eyju í norðaustri. Þessar eyjar, Vin- áttueyjar, heita nú Tonga-eyjar. Eyjaskeggjar á Norfolkeyju kom ast vel af á þessum litla bletti. Loftslagið er hlýtt og náttúran gjöful á allan jarðargróða svo sem appelsínur, cokoshnetur og ban- ana. Úti fyrir ströndinni milli koralrifanna eru fiskimið ágæt. Ástralía á þessa eyju og ætla mætti, að í jafn fámennu byggð arlagi þyrfti ekki að nota sérstök frímerki, með þetta háu verðgildi eða 10 shillinga. 10 ásttalskir shillingar jafngilda 8 enskum shill ingum. Sú varð þó raunin á árið 1963 og það af ástæðu, sem stjórn arvöldin áströlsku gátu ekki séð stundum hí-ikaleg — og næsta fyrir. Allir kannast við tollinn og fjarlæg le'-andanum, minnsta tollþjónustuna. Tollurinn er gjald, kosti þeim lesanda sem ekki þekk sem ríkið innheimtir af þeim, sem ir nánar til málsatvika. Saltkorn flytja inn í landið tollskyldar vör ur. Gjald það, er þannig kemur í ríkiskassann er notað til að greiða hin ýmsu útgjöld viðkomandi lands,, þ.e.a.s. notað í þágu þegn anna. Það mætti því ætla, að all ir innflytjendur greiddu tollinn undandráttarlaust Því er þó ekki ætíð að heilsa og skulum við nú snúa aftur til litlu eyjarinn- ar Norfolk í Kyrrahafi. Stjórn Ástralíu hafði kveðið svo á að eyjan mætti senda vörur sínar til Ástralíu án tollskoðunar og inn flutningsgjalda. Ekki þurfti eyj an heldur að borga toll af sínum eigin innflutningi og var þetta nokkurs konar fríhafnarfyrirkomu lag. Tilgangur Ástralíu með þess um sérreglum fyrir Norfolk-eyju var sá að koma fjárhag og iðnaði hennar á traustari grundvöll. En hlutirnir taka stundum skakka stefnu, tunglflaugar hitta ekki allt af tunglið. Grunsamlega margar póstsend ingar komu frá eyjunni til meg inlandsins, oft stórar með frímerkj um með háum verðgildum, eins og þessu 10 sh. merki sem mynd in hér er af. Sniðugir kaupsýslu menn fóru að flytja inn ýmsar há tollavörur „via“ Norfolk-eyju^ en þaðan voru þær svo sendar við skiptavinum í pósti. Það var ekki óalgengt að heyra klukkur ganga inni i póstpökkum. Úr, útvarps- tæki, skartgripir og fleira þess- háttar fyllti póstpokana frá Nor folk eyju, en bréfapósturinn var sáralítill í hlutfalli við hitt dótið sem pósturinn flutti fram hjá ío.l þjónustunni. í ágúst 1963 stöðvaði loks stjórnin í Ástralíu þetta ;> stand, en þetta fallega frímerki er enn í gildi á eyjunni. Það sr marglitt og sýnir hitabeltisfusl með rautt langt stél, á fiugi Jij strönd Norfolk-eyjar. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - : 28. janúar 1966 jjf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.