Alþýðublaðið - 08.05.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.05.1966, Blaðsíða 2
eimsfréttir ...........siáastliána nótt ★ MOSKVA: — Bandarískar þotur flugu í gær yfir Hanoi, fcöíuðborg Norður-Vietnam, og urðu fyrir skothríð úr loftvarna- toyssum, að <?ögn sovézku fréttastofunnar Tass. -* SAIGON: — Forsætisráðherra Suður-Vietnam, Cao Ky hers hoíðingi, sagði í gær, að herforingjastjórn landsins yrði við völd í að minnsta kosti eitt ár enn. Ky sagði, að kosningar færu fram til stjórnlagaþings í september eins og ráðgert hefði verið, en toorgaraleg stjórn gæti tæpast tekið við völdum fyrr en um mitt ér — 1967. ★ TOKIO: — Japanska blaðið „Esahi Shimbun” hélt því fram I dag, að Mao 'l'se-tung hefði látið af virkri forystu í kínverskum stjórnmálum og væri nú aðeins einingartákn, að áliti sérfræðinga í japanska utanríkisráðuneytinu. En ekki er talið að breyting verði á utanríkisstefnu Kínverja þótt Mao falli frá á næstunni. Bent er á, að ekkert hafi heyrzt frá Mao síðan í nóvember í fyrra og að hafin hafi verið áróðursherferð fyrir verkum og hugmynd- lim Maos í þeim tilgangi að taka hann í guðatölu. : ■*• HAVANA : — Málgagn kúbanskra kommúnista, „Granma,” réðist í gær harkalega á júgóslavnesku stjórnina og sagði að hún ýæri handbendi Bandaríkjamanna í Vietnammálinu. Árás „Gran- ina” er talin eiga rót sína að rekja til þss að júgóslavnesk blöð hafa að undanförnu kallað valdamenn á Kúbu öfgasinna og ævin- fýramenn. „Granma” segir Júgóslava taka sömu afstöðu og banda- EÍskir heimsvaldasinuar í Kúbudeilunni þar eð þeir hvetji til lamningaviðræðna án þess að krefjast um leið brottflutnings feandarískra hersveita og að endi verði bundinn á loftárásir á N.- Vietnam. ★ PEKING : Kínverjar og Albanir liafa skuldbundið sig til að berjast lilið við hlið gegn sovézkum endurskoðunarsinnum C-g bandarísk.um heimsvaldasinnum, er vinni að því í sameiningu að ná heimsyfirráðum. Á fjöldafundi sem haldinn var í Shanghai i sambandi við Kínaheimsókn Mehmet Shehu, forsætisráðherra Albaníu hrópttðu 10 þúsund manns í kór: „Lifi Mao Tse-tung og fínver Hoxha.’ Mannfjöldi hyllti ákaft varaforsætisráðherra Kína, Ten Haiao-ping, og albanska kommúnistaleiðtogann H. Kapo. ★ NEW YOBK : Fulltrúar Afríkuríkja hjá SÞ krefjast þess, að boðað verði án tafar til fundar í Öryggisráðinu um Rhodesíu- tleiluna, að því er skýrt er frá í aðalstöðvum SÞ. Krafan verður ekki formlega borin fram fyrr en í næstu viku, og er ástæðan sögð sú, að margir afrískir fulltrúar séu fjarverandi. ★ NEW iORK: Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tilkynnt að flugfélagið hafi opnað nýja flugleið með þotum af gerðinni L’C3 milli Ne\v York og Moskva með viðkomu á Norðurlöndum. *• LUNDI : — Ýmislegt þykir benda til þess, að olía hafi fundizt í jörðu á Skáni. Bóndi nokkur skammt frá Lundi segir að í heilan mánuð hafi gas streymt úr borholu, sem er 28 metra djúp. Þetta er í fyrsta sinn sem jarðgas hefur fundizt á Skáni. Gengið verður úr skugga um með borunum hvort um olíu geti verið að ræðá. 1 Félagið Holland fsland stofnað NYJAR Bygging Bústabakirkju og safnaðarheimilis Grensássóknar FRAMKVÆMDIR hófust við byggingu safnaðarheimilis í Grensássókn í fyrradag með því að sóknarpresturinn, séra Felix Ólafsson, tók fyrstu skóflustungu að byggingu heimilisins, sem rísa mun ó Hvassaleitisásnum. Aðstaða til safnaðarstarfs hefur verið mjög erfið, en vonir standa til, að hús- næðisþörf safnaðarins leysist með þessari byggingu á árinu. Jósef Reynis, arkitekt, hefur teiknað heimilið, en verkfræði- þjónustu hefur Stefón Ólafsson verkfræðingur, annazt. Bygging safnaðarheimilis er fjárfrek fram- kvæmd og verður því ekki komizt hjá að leita til margra aðila um fjárhagslegan stuðning. Mun verða efnt til fjársöfnunar innan ekki langs tíma í von um, að takazt megi að afla nægilegs fjár svo að hægt verði að reisa heimilið í sumar. Kvenfélag Grensássóknar liefur starfað af miklum þrótti til styrktar safnaðarstarfinu. Formað ur þess er Ragna Jónsdóttir, kenn- ari. Kirkjukórinn og kvenfélagið hafa, í samvinnu við sóknar- nefndina, gengizt fyrir stofnun orgelsjóðs til kaupa á hljóðfæri í væntanlegt safnaðarheimili og ýmsir velunnarar hafa fært söfn- uðinum góðar gjafir. Sérstök fjár BÓLUSÓTT í ENGLANDI Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frétt frá landlækni: Þar sem vart hefur orðið bólu- sóttar í borginni Wallsall í Staf- fordshire í Englandi, er mönnum, sem ferðast til Englands, ráðið til að láta bólusetja sig. öflunarnefnd er starfandi Formað ur hennar er Jóhann Finnsson, tannlæknir. Formaður bygginga- nefndar er Guðmundur Árnason og varaformaður Atli Ágústsson. Formaður sóknarnefndar er Magn ús Gíslason námstjóri. Þó er og hafin bygging Bú- staðakirkju við Bústaðaveg, austur af Tunguvegi, en í gær fór fram athöfn á kirkjulóðinni í því sam- bandi. Séra Ólafur Skúlason flutti bæn, formaður sóknarnefndar, Guðmundur Hansson, flutti ávarp og hinn ötuli framámaður í mál- efnum safnaðarins, Axel L. Sveins son, tók fyrstu skóflustunguna. Bústaðakirlcja er teiknuð hjá húsameistara ríkisins. Mun kirkj- an sjálf taka um 350 manns í sæti, en auk þess mun hægt að tengja safnáðarsalinn, sem ætlað- ur er fyrir 200 manns, sjálfri kirkj unni, og fá’ þar aukið rými við sérstakar guðsþjónustur. í bygg- ingunni er séð fyrir nauðsynlegU skrif stofuhúsn æði, kennslustof U fyrir fermingarbörn, þar er eldhúg og brúðarherbergi, lierbergi fyrir kirkjuvörð, auk rúmgóðrar for- kirkju og fatageymslu. í kjallar- anum er sérstök aðstaða fyrir æskulýðsheimili. Yerkfræðiþjónustu við kirkju- byggingúna annast Almenna bygg ingarfélagið, en byggingarmeist- ari er Davíð Kr. Jensson. 1 O OOOOOOOOOO OOOOOOOOOOOO OOOOOOOOOi Stofnað hefur verið „Félagið Holland—ísland,” sem er samtök —Hollendinga og Hollandsvina á -íslandi, og var stofnfundurinn fialdinn í Hábæ hinn 30. apríl sl. eem jafnframt er afmælisdagur Júlíönu Hollandsdrottningar. Áhugi ríkti á fundinum og var ftlmenn og lifandi þátttaka í að afgreiða þau mál, sem á dagskrá yoru. Samþykkt voru lög fyrir fé- fagið, en í þeim stendur: „Markmið félagsins er að gera -Hollendingum og Hollandsvinum é ijslandi kleift að koma saman og ræða sameiginleg áhugamál, — 2 8. maí 1966 - ALÞÝÐUBLA0IB efia og viðhalda kynningu þeirra. Að stuðla að gagnkvæmri land- kynningu og auknum menningar- Framliald á 15. síðu. tmMMWMMHWWWWWVWWMMWMWMWWWWMIMWM Sýning á barna- teikningum Sýning á teikningum íslenzkra og bandarískra skólabarna, haldin af Rauðakrossi íslands, er opin mánudaga, miðvikudaga og föstu daga kl. 12—21, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12—18, og laugar daga og sunnudaga kl. 13—19, í Ameríska bókasafninu, Bænda- höllinni, Hagatorgi 1, dagana 2. — 10 maí. Stjórnmálanámskeið FUJ Stjórnmálanámskeið FUJ verður lialdið í Félagsheimili múrara máuudaginn 9. maí kl. 8.30. Framsögumenn: Ölvir Skúlason og Ólafur Þorsteinsson. Leiðbeinandi er Björg- vin Guðmundsson deildarstjóri KOSNINGASKRIFSTOFUR ALÞÝÐUFLOKKSINS AKRANES: Skrifstofan er í félagsheimilinu Röst, sími: 1716. Opið kl. 13—22 alla virka daga; á sunnudögum kl. 14_18. AKUREYRI: Skrifstofan að Strandgötu 9, sími: 2-14-50. Opið kl. 10—22 alla virka daga; á sunnudögum kl. 14—18. HAFNARFJÖRÐUR: Skrifstofan er í Alþýðuhúsinu, símar: 5-23-99 og 5-04-99. Opið kl. 10—22 alla virka daga; á sunnudögum kl. 15-18. KELAVÍK: Skrifstofan er að Klapparstíg 7 (rétt hjá Félagsbíói) síuii 1866. Opið kl. 17—22 alla virka daga; á sunnudögum kl. 14—18. KÓPAVOGUR: Skrifstofan er að Auðbrekku 50, sími: 4-11-30. Opið kl. 14—22 alla virka daga; á sunnudögum kl. 14___18. REYKJAVÍK: Skrifstofan er að Hverfisgötu 8—10, símar: 1-50-20, 1-95-70 og 1-67-24. Opið kl. 10—22 alla virka daga; á sunnudögum kl. 14—18. VESTMANNAEYJAR: Skrifstofan er að Heimagötu 4 (Berg), sími 1085. Opið kl. 10—22 alla virka daga; á sunnudögum kl. 14—18. SIGLUFJÖRÐUR: Kosningaskrifstofa A-listans er á Borgarkaffi (Aðalstræti 18). Sími: 7-14-02. Skrifstofan verður opin fyrst um sinn kl. 15—19 og 20—22 alla virka daga. Þeir kjósendur Alþýðuflokksins á Siglufirði, sem fjarver- andi verða á kjördegi vinsamlegast hafið samband við skrif- stofuna. ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK! Hafið samband við kosningaskrifstofur Alþýðuflokksins og gefið starfsfólki A-listans upplýsingar um það Alþýðuflokks , fólk er verður að heiman á kjördegi. ÞOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOái

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.