Alþýðublaðið - 08.05.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 08.05.1966, Blaðsíða 11
Ritstióri Örn Eidsson <l§> MELAVÖLLUR fl Reyk j avíkurmótið VALUR - VÍKINGUR í kvöld kl. 20.30 Dómari: Baldur Þórðarson Línuverðir: Sölvi Óskarsson og Páll Pétursson. Á MORGUN, mánudagskvöld FRAM - KR kl. 20.30. Dómari: Magnús V. Pétursson Línuverðir: Björn Karlsson og Björn Krist- jánsson. ;; MÓTANEFND K.R.R. GÆZLUKONUR óskast til starfa á barnaleikvöllum í sumar. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir n.k. fimmtudag. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Akureyri Saabsöluumboð Söluumboð á Akureyri hefur Tómas Eyþórsson c/o Veganesti. SAAB-umhoðið Sveinn Björnsson & Co. Reykjavík. Reykjavíkurmeistarar Fram, sem sigruðu íslandsmeistara FH í fyrrakvöld. Fram vann Islands- meistara FH 25-23 Framtíðarstarf Starfsmaður óskast á skrifstofu stöðvar- stjóra félagsins á Beykjavíkurflugvelli. Góð málakunnátta nauðsynleg. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Nokkur reynsla í skipu- lagsmálum æskileg. Kaupkröfur óskast. Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrifstof- um félagsins, sé skilað til Starfsmanna- halds fyrir 15. maí n.k. FRAM- sigraði nýbakaða íslands meistara FH með 25 gegn 23 í íþróttahöllinni. Leikur þessi var háður í fjáröflunarskyni vegna ut- anfarar landsliðsins til Banda- ríkjanna í næstu viku. Áhorfend- lir voru allmargir. 1 Nokkur forföll voru í báðum lið- lim, hjá FH vantaði þrjá sterka menn, þá Geir Hallsteinsson, Karl M. Jónsson og Ragnar Jóns- son, en Framarar léku án Sigurð- ar Einarssonar, Tómasar Tómas- ★ Frakkland vann Vestur- |>ýzkaland 1 gegn 0 og Rúmenía Austurríki með sömu markatölu í Jandsleikjum unglinga. !■ ★ Irvine, Burnley var marka- hæstur í ensku knattspyrnunni, hann skoraði 37 mörk. Næstur kemur Hurst, West Ham. með 38 og þriðji er Hunt úr Liverpool með 28 mörk. ★ Danek, Tékkóslóvakíu, hef- lir kastað lengst 64,24 á þessu eumri. Heimsmet hans frá í fyrra er 65,22 m. Eyjólfur K. Siguriónsson, löggiltur endurskoðandþ Flókagötu 65. — Síml 1790S. sonar og Gylfa Hjálmarssonar. FH byrjaði leikinn vel og að nokkrum minútum liðnum var staðan 6—2. En þetta breyttist smám saman, Fram saxaði á for- skotið og komst yfir 12—11. FII átti þó síðast orðið í hálfleiknum og hafði einu marki betur í hléi, 13 gegn 12. Framarar byrjuðu síðari hálfleik glæsilega og skoruðu fjórum sinn- um án þess að FH svaraði í sömu mynt, 16—13. FH tókst nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt mark, en Fram var ávallt sterkari aðilinn og vann verðskuldað, 25 gegn 23. Gunnlaugur var eins og áður sá leikmaður í liði Fram, sem mest kvað að og skoraði flest mörkin eða alls tólf. Hjá FH var það Birgir, sem mest vann og hann er greinilega að komast í sitt gamla form. Björn Kristjánsson dæmdi leikinn. í forleik léku Víkingur, nýlið- arnir í I. deild og KR, sem féll niður í 2. deild. KR-ingar voru mun betri í fyrri hálfleik, 11-6, en Víkingur minnkaði bilið mjög í síðari hálfleik. Leiknum lauk þó með verðskulduðum sigri KR, 19 gegn 17. Frjálsíþróttanám- skeið KR-inga Frjálsíþróttadeild KR efnir til námskeiða í frjálsíþróttum fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára á íþróttasvæði félagsins við Kapla- skjólsveg og hefst föstudaginn 13. maí næstk. kl. 8,30—10. Kennt verður á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum. Þjálfari verður hinn góðkunni' þjálfari féiagsins Benedikt Jak- obsson, og honum til aðstoðar verða nokkrir þekktir frjálsíþrótta menn, svo sem Valbjörn Þorláks- son, Svavar Markússon, Sigurður Björnsson, Einar Frímannsson ofl. í lok námskeiðsins 21. maí fer fram sveinameistaramót Reykja- víkur 1966 og geta allir tekið þátt í því sem vilja. Frjálsíþróttadeildin væntir þess að allir þeir sem tóku þátt í inn- anhússnámskeiðunum sl. vetur, komi á þetta námskeið svo og aðr- ir nýir menn er áhuga hafa á í- þróttum fyrir hrausta unga menn. Íslandsglím- unni frestað Íslandsglíman, sem fram átti að fara í dag, hefur ver ið frestað þar til á laugar- dag. Hún verður háð í Aust urbæjarbíói. Þess skal getið, að á þessu ári eru 60 ár liðin, síðan fyrst var glímt um Grettisbeltið. Fyrsti sig- urvegari var Ólafur V. Dav- íðsson. MHMHMmWUMHHMIMW ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. maí 1966

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.