Alþýðublaðið - 12.05.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.05.1966, Blaðsíða 3
Tékkheftum stolið I fyrrinótt var stolið þrem tékk Iieftum úr Landsbankaútibúinu að Laugavegi 77. Númerin á tékkheftunum eru þessi: 216863 — 216900: 183965 — 184 000: 0g 218103 — 218150. Fólk er hér með varað við á- vísunum með ofangreindum núm erum og vinsamlega beðið að hafa Btrax samband við Rannróknarlög regluna, ef einhver vitneskja fæst varðandi þessi stolnu ávísanahefti. Real Madrid vann Partizan frá Júgóslavíu 2-1 í úrslitaleiknum í Evrópubikarkeppninni í knatt spyrnu sem fram fór í gær. Reykjavík sigraði Akianes 3-1 í bæjarkeppninni í gærkvöldi. Sumarbúðir stofn- settar í Þannig voru rólurnar útleikn ar eftir spellvirkin. Reykjavík — OÓ. Þjóðkirkjan mun í sumar starf rækja sumarbúðir fyrir börn á | sex stöðum á landinu þar af á þrem stöðum sunnanlands. í sum ar verða teknar í notkun nýjar sumarbúðir sem reistar hafa verið í Skálholti. Verða þær vígðar 26. júní n.k. Þar er aðstaða til að taka á móti 30 börnum til dval ar í sumar, en fullbúnar mundu sumarbúðirnar í Skálholti taka 48 börn. Samtals munu þær sumar búðir sem reknar verða á vegum Æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar í sumar taka á móti rúmlega eitt þúsund börnum. Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup og séra Ólafur Skúlason framkvæmdastjóri Æskulýðsnefnd ar þjóðkirkjunnar ræddu við blaða menn í gær og skýrðu frá þessari starfsemi kirkjunnar, sem hófst ár ið 1956. Sumarbúðirnar eru ætl aðar börnum úr bæjum og borg. Allt frá því þe~si starfsemi hófst hefur mikil eftirspurn verið eftir að koma þangað börnum og hef ur ekki tekist að anna eftirspurn inni enn sem komið er. Heldur hefur verið óhægt um vik hjá Æskulýðsnefnd að útvega húsnæði til starfseminnar þar sem skólar í sveitum eru víðast uppteknir fyrir hótelrekstur á sumrum, en þó hefur tekist a ðútvega húsnæði víða um land eitt eða fleiri sum 'ur á hverjum stað. Á einum stað hefur verið reist hús gagngert til starfrækslunnar. Er það að Vest mannsvatni í Aðaldal og voru bær sumarbúðir reistar af ÆÞkulvðs- sambandi Hólastiftis. Að öðru leyti hefur starfsemin farið fram í láns og leiguhúsnæðí nema að nú á kirkian einnig sumarbúðir í Skálholti, eins og fyrr er sagt Hefur sú bygeing verið í smíðum undanfarin þrjú ár. Biskup sagði að þessi áfangi í starfsemi kirkjunnar væri mjög ánægjulegur, bæði vegna aukinna möguleika á að veita börnum að stöðu til sumardvalar í sveit og láta þeim í té góða og holla að hlynningu og eins vegna hins að þarna er um að ræða upphaf á þeirri starfsemi að gera Skálholt að eins konar heimkynni fyrir ungt fólk á íslandi. En síðar er áformað að reisa þar búðir fyrir unglinga. Mikil þjóðfélagsleg þörf er fyr ir sumarbúðastarfsemina og að búa börnum aðstöðu til vistar í sveit og fer sú þörf mjög vaxandi, eins og eftirspurnin sannar. Kh’kjan vill að einhverju leytj koma á móts við þörfina ásamt öðrum að ilum og er reynslan af þessari starfsemi mjög jákvæð hingað til. Starfið á vegum Æskulýð-nefnd ar hefur miög hvílt á herðum séra Ólafs Skúlasonar til þessa. Hinn fvrsta júni n.k. mun séra Jón Biarman perstur í Laufási taka við starfi æskulvðsfulltrúa. Framhald á 10. síðu. Skálatúns Ein af kvennastúkum Oddfell- owreglunnar á slandi — Rebekku stúkan Nr. 4 Sigríður — hefur fært Sundlaugarsjóði Skálatúns- heimilisins eitt hundrað þúsund krónur, sem verja á til byggingar sundlaugarinnar þar á staðnum. Stjórn Sundlaugarsjóðsins þakkar af alhug Rebekkust. Nr. 4 Sigríði fyrir þessa stórhöfðinglegu gjöf. FURÐULEG ILLVIRKI unmm á dagheiivgili Nú um lielgina voru unnin ljót spellvirki á dagheimilinu Lyngás i Safamýri, sem Styrktarfélag van gefinna starfrækir fyrir vangef in börn. Brotizt var inn í þvottahús dag heimilisins og settu spellvirkjarn ;ir straum á þvottapott, sem í var mikill þvottur og var þvotturinn orðinn að ösku, er að vap kom ið um morguninn. Rólur á leikvelli barnanna voru skornar niður, einnig voru brotin borð og bekkir í garðinum og leik skóli á lóðinni fylltur með bréfa rusli. Hitaveitukerfi dagheimilis ins var einnig fært úr lagi og kom það sér bagalega þegar kom ið var að á mánudagsmorgni. Dag heimilið starfar ekki frá hádegi | á laugardögum til mánudagsmorg j uns og þar er enginn húsvörður.! Að sögn sækja börn og ungling ar úr nágrenni heimilisins mikið á | lóðina á kvöldin og klifra þá yf ir girðinguna, og er það furðulegt að þau skuli leyfa sér slíkt, og er æskilegt að foreldrar taki þar í taumana og banni þeim að ryðj ast þangað, sem þeim er ekki leyft að vera. Ekki er þó vitað, hver eða hverjir hér hafa verið að illverki en málið er í rannsókn hjá lögregl unni. S N S s > s s s S N t > S I s í s S s s s s s s s s s *• s s s s s > s S s s s s s s s s s s s s s s s s s s > s s > s. s s s s V í s s s Stuðnings- menn A-listans í Reykjavík ★ Skrifstoiur Alþýðuflokksins í Alþýðuhúsinu verða opnar fram yfir kosningar frá kl. 9—22 alla virka daga, sunnudaga frá kl. 14—18. Símar 15020 - 16724 - 19570. ★ Skrifstofan veitir upplýsingar um kjörskrá, aðstoð við utankjörfundaatkvæðagreiðslu og annað varðandi bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar 22. maí nk. ★ Utankjörfundakosning er haíin og er afar nauðsynlegt að allt Alþýðuflokksfólk hafi samband við skrifstofuna og gefi henni upplýsingar um það fólk sem verður fjarverandi á kjördegi. ★ Utankjörfundakosning fer fram lijá bæjarfógetum, sýslu- mönnum og hreppstjórum. Þeir sem dveljast erlendis á kjör- degi geta kosið í sendiráðum íslands og hjá þelm ræðismömi- um er tala íslenzku. í Reykjavík er kosið utan kjörstaðar í Búnaðarfélagshúsinu við Lækjargötu. Þar er opið virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22, sunnudaga 14—18. HVERFASKRIFSTOFUR HVERFASKRIFSTOFUR A-LISTANS í Reykja- vík eru í: ☆ ALÞÝÐUHÚSINU, Hverfisgötu, — Mela- og Miðbæjarskólinn. Símar: 15020, 16724, 19570. i? BRAUTARHOLTI 20, Sjómanna- og Austur- bæjarskólinn. Símar: 24158 og 24159. ☆ SUÐURLANDSBRAUT 12. Langholts-, Laugarness-, Álftamýrar- og Breiðagerðisskóli. Símar: 38667, 38645 og 38699. Stuðningsfólk A-Iistans er beðið að hafa sam- band við skrifstofurjnar. Skrifstofumar á Suð- urlandsbraut og í Brautarholti eru opnar frá kl. 5—10 daglega. S \ s s s s s s s s s s s s s s s > s s s i s s s s s s Ý s ■'S s s s s 'S N s $ l 5 S « s s > $ S s s s s s $ s s * > > V > > s 1 ir ÞEIR STUÐNINGSMENN A-listans, sem vilja starfa fyrir hann á kjördegi eða við undir- búning kosninganna fram að þeim tíma eru beðnir að hafa samband við aðalskrifstofuna, sími 15020. Þar er jafnframt tekið á móti fram- lögum í kosningasj óðinn. XA - AUKIÐ AÐHALD - BETRI BORG ALÞÝÐUBLAOIÐ - 11. maí 1966 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.