Alþýðublaðið - 18.05.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.05.1966, Blaðsíða 4
Btttatjórar: GyUl Gröndal (4b.) o* Benedlkt Gröndal. - RlUtí5rnarfull- trtl: ElBar GuBnaaon. - Stmar: 14900-1490J - Auglýatngaalml: 1490«. ABaetur AlþýBuhiialB viÐ Hverflagötu, Reykjavflt. — PrenUmlBJa AlþýSu UaBalna. — AskrUtargJald kr. 95.00 — 1 lausasölu kr. 8.00 etnUkW. Utgefandl AlþýOuflokkurlnfl. Frjálslyndu öflin ÓSKAH HALLGRÍMSSON, efsti maður A-list- ans, sagði í útvarpsræðu sinni á mánudag, að Al- þýðuflokkurinn gengi bjartsýnn til borgarstjórnar- íkosninganna. Flokkurinn teldi sögu sína í hálfa öld j hafa sannað, að hann hefði mikilvægu hlutverki að gégna í íslenzkum stjórnmálum. Með starfi sínu og stefnu hefði Alþýðuflokknum tekizt að hrinda í framkvæmd fjölmörgum umbótamálum, sem gjör- breytt hefðu íslenzku þjóðfélagi á fáum áratugum og': valdið byltingu um afkomu þjóðarinnar. Óskar. benti á, að Alþýðuflokknum hefði tekizt méð málefnalegri baráttu að fá aðra flokka til sam- starfs um framkvæmd góðra hugsjóna. Og hann sagði: „Ég ætla, að það sé almennt viðurkemid stað reynd, sem einn kunningi minn í Framsóknar- flokknum. margreyndur í íslenzkri pólitík, sagði við mig á dögunum: Það er svo merkilegt með Alþýðu- fiokkinn, það gildir einu livort hann vinnur með Framsókn eða Sjálfstæðisflokknum, honum tekst allt af að laða fram frjálslyndustu öflin í hvorum flokki um sig.“ Hér er um að ræða eina athyglisverðustu stað- reynd íslenzkra stjórnmála á síðari árum. Alþýðu- flokkurinn hefur haft mikil áhrif, meðal annars af ^því að hann hefur oft ráðið úrslitum um myndun ‘ríkisstjórna. Þessa aðstöðu hefur flokkurinn notað til ,að knýja fram áhugamál sín, og það hefur einmitt gerzt með því að laða fram frjálslyndustu öflin í sam- ,starfsflokkunum. Fyrir nokkrum árum stóðu Framsókn og Sjálf- stæðisflokkurinn saman að- ríkisstjói’n um árabil. jÞetta samstarf virtist laða fram hagsmuna- og pen •ingamenn í báðum flokkum, sem voru sífellt á verði gagnvart hvor öðrum. Þessi stjórn var almennt fkölluð helmingaskiptastjórnin, og var það verðskuld að heiti. Þegar verkföllin miklú urðu 1955, voru stjórnarflokkarnir í harðri andstöðu <við alþýðu lands ins. Alþýðuflokknum hefur tekizt það, sem Framsókn ekki gat, að laða fram frjálslyndustu öflin í Sjálfstæð isflokknum í núverandi stjómarsamstarfi. Þess vegna .liefur ríkisstjórnin gert stórfelld átök til aukningar lalmannatryggingum, samþykkt launajafnrétti fkvenna og karla, tekið upp víðtæka áætlunargerð, jendurvakið hyggingu verkamannahústaða og hrund- jið fram fleiri málum í þessum dúr. i 'Margir hugsandi menn skilja þetta og telja æski jfegt. að Alþýðuflokkurinn taki þátt í ríkisstjórn til fað tryggja, að frjálslyndari öflin í Sjálfstæðisflokkn um komi fram, en hinum íhaldssömu öflum sérhags- jtnuna- og peningastétta verði haldið í skefjum. í þessum efnum skipta borgarstjórnarkosning- l.arnar næstkomandi sunnudag miklu máli. ÁTTRÆÐUR í DAG: Jakob Thorarensen Jakob Thorarensen er orðinn áttræður, og vel hefur honum unnizt um dagana, tíunda ljóða bókin kemur út.í tilefni afmæl isins, en sagnasöfnin eru sex, og þá hvorki talið ritsafnið „Svalt og bjart” né úrvölin tvö af kvæðum hans og sögum. Skáldskapur Jakobs tedstj mun fremur efni bókar en blaða greinar. Hann er í senn snjallt ljóðskáld og slyngur smásagna- höfundur. Kvæðin einkennast af raunsýni og karlmennsku, sér- lyndi og persónuleika, Hfsnautn og glettni. Jafnframt láta hon- um mannlýsingar ágætlega, enda sumar þeirra kannski frægastar þess, sem liann hefur kveðið. .Takob gerðist strax í upphafi rammíslenzkt skáld. Yrkisefnin sverja sig flest í þá ætt, og túlk unin er ávallt af þeim toga spunnin. Ljóðstíll Jakobs minn- ir lielzt á Bjarna Thorarensen og Grím Thomsen, en ber þó jafn an höfundi sínum augljóst vitni, skapferli hans, liugsunarhætti og vinnubrögðum. Jakob er í kvæð um sínum fulltrúi hefðbund- innar aðferðar, en hún fellur iðu lega snilldarvel að efni og boð slcap og táknar þess vegna merka þróun. Fjölhæfni hans í efnis- vali sætir tíðindum. Hann sýnir lesendum í aldarspegli lands og þjóðar og heims, leikur mörg lög á rammgert hljóðfæri styrkri og fimri hendi, svo reynt sé að skilgreina íþrótt hans með sam- líkingu. Og Jakob dylst engum, sem á liann hlýðir, hann er allt- af sjálfum sér líkur, bassinn í kórnum, djúphreinn og dimm- fagur. Smásögurnar Þykja ýmsum nýstárlegri, en þær bera í meginatriðum svipmót ljóðanna, sérkenni Jalcobs í mati og er- indi. ÁdeiLa kvæðanna verður þar laundrjúg kímni, en frásögn og mannlýsing harla svipuð. Ég geri ekki upp á milli ljóða hans og smásagna, en þakka hvort tveggja. Jakob er vissulega mis- tækur, en eigi að síður sann- kallaður meistari tveggja list- greina., Sagan af Jakobi Thorarcnsen er ævintýri um sjálfsnám og al- þýðumenntun. Honum gafst ekki skólaganga að heitið gæti, en liann varð sér samt úti um þekk ingu og kunnáttu. Jakob er mað ur fjölfróður og víðlesinn, kann og skilur land og sögu, en veit einnig veröldina. Eftirminnileg- ar verða þær stundir að sitja á tali við hann og sannfærast um, hver er sem íslendingur og heimsborgari. Viðmælandi fer af þeim fundi margs vísari. Jakob er sjálfstæður í skoðunum ein3 og útvegshöldur á Ströndum eða rausnarbóndi í Húnaþingi fyrr á árum, enda liggja rætur hans þaðan. Hann er vandlátur á menn og.málefni og hefur aldrei hnífakaup óséð við lífið og sam tiðina. Sumum finnst hann hrjúf- ur í lund, en sú ályktun er hæp- in, þó raunar hafi mörgu verið logið meira. Jakob er einrænn og seintekinn í margmenni, en geðfelldur og vinfástur við ná- in kynni. Ég get sannarlega um þá eðliskosti borið. Mér gleym ist liann aldrei á skemmtilegu orð þingi, svo er mynd hans mikil í tvennum skilningi. Hann bregð ur stórum svip yfir hverfi sitt. Og fáir munu heitari á hjarta en hann þó að málflaumur vel þóknunarinnar flæði ekki um var ir hans í sérhverri ræðu. Jakob Thorarensen er ham- ingjumaður en því veldur miklu hjónaband hans og Borghildar, sæmdarkonu, sem hefur orðið honum frábær gæfa. Lengi bar, hann aldurinn hetjulega, gekk. sporléttur stræti og torg, þreytti sund í sjó á öllum árstíma, ferð- aðist um byggðir og öræfi, gisti , framandi lönd og þjóðir og leyfði sér hvers konar forvitni. Nú þyng ist honum fótur, og hann hyggur sig gamlan, en andi hans er- ennþá fleygur. Jakob sér og heyr ir fránu auga og næmu eyra. Skilningarvitin bregðast honum ekki, þó að á hann sæki mæði. Gaman er að hylla hann áttræð- an, þakka skáldskaparkynni og árna honum góðs. Helgi Sæmundsson. 4 18. maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.