Alþýðublaðið - 18.05.1966, Side 8

Alþýðublaðið - 18.05.1966, Side 8
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN , hefur á liönu kjörtímabili farið með meirihluta vald í borgar- stjórn Reykjavíkur, svo sem hann hefur raunar gert síðustu fjóra áratugina. Svo sem að líkum lætur hafa borgaryfirvöld in á þessum langa valdatíma flokks ins hrundið í framkvæmd fjöl- mörgum þörfum málum og oft ,með hinum mesta myndarbrag. ; Sumum flokkum 'er þann veg farið að þeir virðast telja það sáluhjálp aratriði að láta svo sem allt sem frá meirihlutanum komi muni 'leiða til hins mesta ófarnaðar. Fulltrúar þe:sara flokka taka því : ;jafnan afstöðu gegn tillögum meiri hlutans eða velja þann kostinn að ástunda yfirboð í hverju máli. f Þessu ,er á annan veg farið ,með Alþýðuflokkinn. Hann tekur - málefnalega afstöðu til mála, hverjir sem flytja þau, og telur sér skylt .að styðja að framgangi allra góðra mála. Alþýðuflokkurinn hefur margt að athuga við stjórn Sjáifstæðis flokksins á Reykjavíkurborg. Við drögum hinsvegar enga dul á, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ýmis ,Iegt vel gert í málefnum borgar innar. Þegar við höfum talið rétt stefna á liðnu kjörtímabili, höfum við ekki hikað við að taka afstöðu ímeð meirihlutanum. Við munum ’hér eftir, sem hingað til, láta (málefnin ráða og miða starf okk •ar við hag heildarinnar. 1 Þegar litið er yfir liðið kjör itímabil, ber þrjú mál hæst. Aðal skipulagið, hitaveituframkvæmd- imar og gatnagerðina. Á öllum þessum sviðum hefur verið lyft Grettistaki. Núveranjdi borgaþ- stjóri á vissulega heiður skilið fyrir forgöngu sína í þessum mál um, svo lengi hefur aðgerðarleys ið í þeim verið Sjálfstæðisflokkn um til vansæmdar og borginni til tjóns. Á þessu ári er hálf öld liðin frá því að alþýða íslands stofnaði til S’ma fvrs+u hoildarsamtaka stétt arleara og stiórhmálalegra. Albvðu flokksins oa Albvðusambandsins. fetor>7kt, h’ó^róiocr befiir á bessnrri áratueum tekið ótrúlegum brevting um. Má með s^nni segia að hér á landi hafi í raun og veru skan azt nýtt binðfélag — velferðar- ríki — sem bvr begnum sínum Íífskiör á borð við bað. sem bezt þekkist í nálsegjúm löndum, þjöð g 18. maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ félag sem hefur komið á fót víð tæku tryggingakerfi til þess að auka afkomuöryggi og jafna þjóð félagsaðstöðu; hefur komið upp opinberum skólum og menntakerfi sem veitir öllum frjálsan og jafn an aðgang að menntun og menn ingarverðmætum og lætur þegn unum í té víðtæka aðstoð og þjón ustu í húsnæðismálum og heilbrigð ismálum. Reykjavikurborg hefur að sjálf sögðu ekki farið varhluta af þess ari þróun, heldur notið hennar í ríkum mæli á margvíslegan hátt. Á þessum fáu áratugum, hefir Reykjavík vaxið úr fámennu sjáv arplássi með frumstæðu og ein hæfu atvinnulffi í bæ og síðar þá nútíma höfuðborg, sem hun er í dag, með fjölþættu atvinnu- og athafnalífi, miðstöð menningar og lista. Þessi þróun, sem alþýðusamtök in óumdeilanlega lögðu grundvöll að, hefur átt ríkastan þátt í því að gera borgina aðlaðandi og eftir sóknarverða á margan hátt ,eins og raun ber vitni um, því hér hefur nálega helmingur þjóðarinn ar kosið sér búsetu. Hefur þó lóða og hú'-næðisskorturinn út- hýst mörgum, sem hvergi kysu fremur að vera en hér. 300 ÍBÚÐUM OF LÍTH). Húsnæðismálin hafa um ára tugi verið erfiðasta viðfangsefni megin þorra Reykvikinga. Þrátt fyrir margvíslegar ráðstafanir af opinberri hálfu á síðustu árum, er mikill vandi óleystur á þessu sviði hér í borg. Það er nú almennt viðurkennt að húsnæðismálin séu ekkert einka mál þeirra sem við húsnæðisleysi eða óhæft húsnæði eiga að stríða heldur sé hér við þjóðfélagsvanda mál að etja sem leita verði lausn ar á eftir félagslegum leiðum! og með fjárhagslegum stuðningi jrík is og sveitarfélaga. Alþýðuflokkurinn varð fyrstur stjórnmáiaflokka hér á landi: til þess að móta þessa stefnu | og vinna henni fylgi með þjóðinni.l Er vafamál hvortl nokkurt átak; á seinni árum, á sviði húmæðismiála stenzt samanburð við þann merka áfanga, sem fyrstu lögin um vetka mannabústaði voru á sínum tíina. í öllum nálægum löndum telja borgarstjórnir það vera eitt nieg in viðfangsefni sitt að stuðlá að lausn húsnæðismálanna með öll um tiltækum ráðum. Víða hafa borgarstjórnir forystu um ibúða byggingar og alls staðar, þar sem ég hefi spurnir af, veita borg arstjórnir verulegan fjárhagsstuðn ing til íbúðabygginga. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hvarf góðu heilli, frá þeirri fyrru að jhúsnæðismálin væm borgar stjórninni óviðkomandi, hefir borg in látið byggja nokkuð af íbúðum. Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka, hafa þannig verið keyptar eða reistar 170 íbúðir. Eru þessar íbúðir .allar í eigu borgarsjóðs en reistarl með fjárhagsaðstoð ríkis ins. Tali(f er aff ájrlegai þurfi aff bygg,jd um 700 íbúðir í Reykjavík effa utn 2800 íbúðir á fjórum ár um. Ájiiffnu kjörtímabili voru hins vegar * affeins byggffar í Reykja vík 2500 íbúðir og skortir því um 300 íbúffir til þess aff þörfinni hafi veriff mætt. Enda blasir hús næffisskorturinn víða viff í óhugn anlegu‘|u myndum;. Þrátt fyrir þá gléðilegu staffreynd, aff langt er nú komiff meff aff útrýma her skálaíbúffum, er enn mikiff um óhæft húsnæði og heilsuspillandi í borginni, og sjálf á borgin á ann aff hundrað slíkra íbúffa. Hér er bví mikilla og skiótra úrbóta þörf. Jafnframt því sem borgin á að mínum dómi að fylgia því fordæmi að styð.ia þá einstakl insa og félagasamtök, sem vilia og geta byggt eigin íbúðir, þurfa borgaryfirvöldin að stórauka bygg ingu leiguíbúða sem sérstaklega eru ætlaðar barnmörgum fjölskyld um sem búa í heilsuspillandi hús næði, einstæðum mæðrum og öldr uðu fólki. Þá er og mikil þörf á því að borgin eigi jafnan nokkuð af íbúðum, sem sérstaklega séu miðaðar við þarfir ungra hjóna. Ættj borgin að leigja þær íbúðir ungu fólki t.d. 5 fyrstu búskapar árin. Er engum vafa undirorpið að slíkar íbúðir, ef til væru á vegum borgarinnar, myndu hjálpa efnalitlu ungu fólki yfir þann hjalla sem mörgum er því miður um megn að yfirstíga. 300 MILLJÓNIR LÁNAÐAR í ÁR. Eitt af mörgu, sem valdið hef ur húsbyggjendum miklum erfið leikum er það, hve lánsfé til í- búðabygginga hefur verið af skorn um skammti. Enda þótt mikið skorti á að þau mál séu komin í það horf sem æskilegt er hefur óneitanlega mikil breyting orðið til batnaðar í þessu efni. Á sl. ári voru íbúarlán Húsnæðismála stjórnar sem næst tvöfölduð, en þá hækkuðu einstök almenn lán úr 150 þúsund krónum í 280 þús. krónur, en lán til meðlima verka lýðsfélaga hækkuðu í 335 þúsund krónur . Þessi mikla hækkun lán anna var framkvæmanleg vegna þe:s að ríkisstjórnin tryggði Bygg ingarsjóði ríkisins nýja tekjustofna auk þess sem eldri tekjustofnar voru auknir. Er þetta í samræmi við þau fyrirheit sem ríkisstjórnin gaf í sambandi við kjarasamninga verkalýðsfélaganna 1964 og 1965. Enda þótt þe'-si hækkun lán anna sé mikilsverð og hafi létt undir með mörgum húsbyggjend um, er hitt þó sýnu mikilvægara að vegna tilkomu nýju tekjustofn anna reyndist á sl. ári í fyrsta sinni á 10 ára starfsferli Húsnæðis málastjórnar, unnt að fullnægja öllum lánhæfum umsóknum. Hér er vttsulega um mikla fram för að ræða, og munu fáir gera sér gleggri grein fyrir þýðingu þess, en þeir, :sem standa nú í byggingu íbúða og njóta hagræð isins sem í þessu felst. Á sl. ári veitti Húsnæðismála stofnunin 3202 lán samtals að fjár hæð 274,2 millj. króna. Var það hæsta lánveiting [stofnunarinnar til þessa á einu ári. Um þessar mundir er að ljúka fyrri lánveit ingu þessa árs og munu veitt lán, er sennilega nema um 160 millj. króna, eða sömu fjárhæð og öll lánveiting ársins 1964. Miðað við tekjuáætlun yfirstandandi árs, ætti að mega gera ráð fyrir að Bygg ingarsjóður hafi til ráðstöfunar til íbúðalána um 300 milljónir kr. á öllu árinu. Af þeim tölum sem hér hafa verið nefndar, sézt glöggt hvað hinir nýju tekjustofnar, sem rík isstjórnin tryggði Byggingasjóði, hafa þýtt í reynd fyrir húsbyggj endur. Alþýðuflokkurinn hefur ávallt látið sig húsnæðismálin miklu skipta og honum hefur tekizt, í samvinnu við aðra flokka að þoka fram þeim umbótum sem markað hafa stærstu sporin á þessu sviði. Nægir í því efni að minna á löggjöfina um Verka- mannabústaði, lögin um útrým- ingu heilsuspillandi húsnæðis og þá stórfelldu eflingu Byggingar sjóðs sem hér hefur verið gerð að umtalséfni. Því fer fjarri að jafnaðarmenn teljj þessi mál komin í það horf sem vera þarf. Ennþá eru opin ber lán til íbúðabygginga allt of lítill hluti byggingarkostnaðar, sér staklega hjá því fólki sem ekki hefur af öðru að taka en launa tekjum. Mikla nauðsyn ber því til að Byggingarsjóður verði enn efldur, þannig að húsbyggjendur eigi þess kost að fá lán sem nem ur 60—80% af byggingarkostnaði, eins og á sér stað með öðrum ná lægum þjóðum. Fyrsta skrefið að þessu marki var stigið á sl. ári, þegar ríkig stjórnin hét því að láta byggja á 5 árum 1250 íbúðir fyrir efna lítið fólk, en þessum íbúðum eiga að fylgja lán rem nema 80% bygg ingarkostnaðar. Hér er í raun og veru um að ræða beint framhald þeirrar stefnu, sem mörkuð var með setningu laganna um verka mannabústaði, enda hugsunin sem að baki bvr, hin sama. STÖÐUGUR SKORTUR Á BYGGINGALÓÐUM. Þrátt fyrir þá miklu bvgginga starfsemi, sem hér á landi á sér stað, mun það vera staðreynd að við byggjum færri íbúðir, mið að við fiárfestingu, en nokkur ná læg þjóð. Enda þótt flestir viður kenni þetta, eru menn ekki sam mála um orsakir hins mikla bygg ingarkostnaðar. Vafalaust er það rétt, sem haldið er fram, að hér á landi séu gerðar meiri kröfur

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.