Alþýðublaðið - 18.05.1966, Side 11

Alþýðublaðið - 18.05.1966, Side 11
fcsRitsÝtóiTOrn Eidsson Víkingur náöi óvænt jafntefli v/ð KR ÞAÐ er ekki hygginna manna háttur aS vanmeta dug mótherja sinna, hvort heldur er á knatt- spyrnuvellinum eða við aðrar að- stæður. Þetta fengu KR-ingar að sannreyna í fyrrakvöld, er þeir hittu fyrir hið unga lið Víkings í Reykjavíkurmótinu. Fæsta mun hafa órað fyrir þvi, og þar á með- al KR-inga sjálfa, sem fylktu sinu serkasta liði fram til orrustu, að úrslitin yrðu þau sem raun varð á, jafntefli án marka. Vissulega áttu Víkingarnir við- ofurefli að etja, hurð skall nærri hælum öðru hvoru og jafnteflis- möguleikinn dinglaði á bláþræði, sem út af fyrir sig var engin furða. Hitt vakti meiri furðu og aðdáun þeirra hundruð áhorf- enda, sem leikinn sóttu, hversu hinir .ungu Víkingar fengu varizt af harðfengi leiftursókn mótherj- anna, sem lögðu sig alla fram um að knýja úrslitin sér í hag. Víkingarnir vörðust ekki ein- asta af miklu kappi, þeir áttu og við og við hröð upphlaup, og sýndu í leiknum ótvírætt þol og þrek. Voru hvað eftir annað fyrri til að knettinum og tókst að láta mótherjana hafa sem minnst at- liafnafrelsi. Þannig börðust þeir allan leikinn og uppskáru, sem laun erfiðis síns eitt dýrmætt stig. Lið KR sem óneitanlega er vel skipað, náði sér aldrei á strik í leiknum. Framlínan vann illa saman, og dugði ekki til leikni Eyleifs eða hraði Baldvins. Einka- framtakið, sem gott er að vissu marki, sat um of í fyrirrúmi fyrir samstarfinu. Ætluðu þar hver um sig upp á eigin spýtur, að „gera mikið” en minna varð úr en til stóð, þegar á átti að herða, um það sáu fóthvatir Víkingar. Eini „samvinnumaðurinn” í framlín- unni var Hörður Markan, en mátti sín lítt fyrir liðsmönnum „einkaframtaksins”. Allar sóknar lotur fóru því út um þúfur að mestu leyti, eða þá að markvörð- ur Víkings, sem var mjög öruggur, greip inn í á réttum tíma. Með sanni má segja, að lið Vikings kom skemmtilega á ó- vart, það sýndi óvenjulega mik- inn baráttuvilja og úthald sem hvert lið getur verið hreykið af. Víkingar, sækið fram nú sem stefnir. Halldór Bachmann, sem er nýr af nálinni sem landsdómari dæmdi leikinn yfirleitt vel — og var þessi hans fyrsti. — x. Við birtnm þessa mynd af Þórólfi Beck í því tilefni, að skozku knottspyrnunni t*r lokið að þessu sinni. Þórólfur lék ekki mikið með aðalliði Giasgow Rangers í vetnr, en I þau fáu skiptí sem hann lék með, stð hann sig vel. En samkeppnin er hörð um sæti í þessu frái'æra liði. Bob Seagren stekkur 5,32 m. I stangarstökki. BobSeagren5,32m í stangarstökki FRÁBÆR árangur náðist í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Bob Seagren, 19 ára stúdent frá Kalifomíu setti heimsmet í stang- arstökki, stökk 5,32 m. Hann bætti met Fred Hansens um 5 sm. en það var frá 1964. Langhlauparinn Gerry Lind- gren var aðeins 6/10 úr sek. frá heimsmeti Clarkes í þriggja milna hlaupi fékk tímann 12,53,0 mín. Randy Matson varpaði kúlu 21,09 m. John Tushaus setti banda rískt met í spjótkasti, 86,56 m. Cantello átti gamla metið, 86,04 m„ sett 1959. John Perry hljóp 880 yds á hinum frábæra tíma, Bæjakeppni í knattspyrnu Bæjakeppni í knattspyrnu fer fram milli Keflavíkur og Reykja- víkur á morgun (uppstigningar- dag) á Melavellinum og hefst kl. 20,30. 1,47,1 mín. og tími Jim Metcalf var aðeins 1/10 úr sek. lakari. — Art Walker setti bandarískt met í þrístökki, 16,56 m. Loks má geta um bandarískt met Jim Ru- yn í tveggja mílna hlaupi 8,24,1 mín. Hann er aðeins 18 ára. Everton varð bikarmeistari EVERTON varð enskur bikar- meistari, en úrslitaleikurinn fór fram á Wembley á laugardag að viðstöddum 100 þúsund áhorfend- um. Sheffield Wed. skoraði eitt í fyrri hálfleik, en Everton ekk- ert. í upphafi síðari hálfleiks bætti Sh. Wed. öðru marki við og sigurinn virtist nær öruggur. En Everton menn voru ekki á sama máli, hinn 19 ára gamli nýliði í liðinu Mike Trebilcock skoraði tvívegis og landsliðsmaðurinn De- rek Temple bætti þriðja markinu og sigurmarkinu við 12. mín. fyr- ir leikslok. ísland vann USA í tveim landsleikjum ÍSLAND sigraði Banda- ríkin auðveldlega í hand- s knattleik á laugardag og á mánudag. í fyrri leiknum urðu lokatölurnar 26—18 eftir 11—9 í hléi, en í þeim t| síðari 41—19 eftir 18—9 í»i; hléi. -Ekki höfum við frétt nánar um leiki þessa, gang þeirra eða frammistöðu ein-, stakra leikmanna, en mun-, um skýra nánar frá þvl er liðið kemur heim. Sundknattleikur/ kl. 20,30 í kvöld í KVÖLD fer fram í Sundhöí Reykjavíkur úrslitaleikur í Sund- knattleiksmeistaramóti íslands, til úrslita leika Ármann og KR. Effginn efi er á því að hér verður um. mikinn baráttuleik að ræða, þar sem KR hefur nú fullan hug á að stöðva sigurgöngu Ármanns sem staðið hefur í 20 ár. Á uiré- an leiknum verður keppt i þessum sundgreinum: 400 m. skriðsundi karla ! 100 m. skriðsundi karla 100 m. skriðsundi kvenna 100 m. bringusundi kvenna. Allt bezta sundfólk landsiœ keppir á mótinu. Keppnin hefst kl. 20,30. Fljót afgreiðsla Sendum gegn póstkröfu. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður Bankastræti 12. SMURSTÖÐIN Sœtúni 4 — Sími 16-2-27 BfUInn er smurður fljðtt og vel. Sdjum aUar tegundir af smurolíu T rúlof unarhringar ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. maí 1966. %%

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.