Alþýðublaðið - 11.06.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 11.06.1966, Blaðsíða 9
— Þetta sauðfjárhald er eitt- hvað það versta, sem við eigum í stríði við. Sauðfé hefur aldrei verið fleira en í dag hér í höfuð- borginni, þó er þetta svo til ein- göngu tómstundagaman. Reykja- vík á lítið sem ekkert afréttar- ló^id, og því ekki um neina sum- arhaga að ræða. Gerðar hafa ver- ið fjölmargar ráðstafanir til að verjast ágangi sauðkindarinnar, en með litlum árangri. Næst lítum við á sumarbústaða- svæðið í Hamrahlíðarlöndum und- ir ijlfarsfelli. Heldur er óhrjá- legt þar um að litast. Virðist sem menn noti land það, sem þeir fá undir sumarbústaði, undir kofa- ræskni og drasl, þótt frá þessu séu auðvitað heiðarlegar undantekn- ingar. Dirfist einhver að finna að ósómanum, rísa eigendur góssins upp og mótmæla því, að þeir séu órétti beittir. Við nálgumst senn síðasta við- komustaðinn í þessari skemmtun- ar- og fræðsluferð okkar, kart- öfluakrana í Skammadal Þegar við ökum upp Reykjahlíðarbrekkur er okkur á hægri hönd sérkenni- legur klettahóll, og Hafliði segir mér, að hann sé kallaður Víghóll. Aftur í grárri forneskju deildu tvær konur um kú, og lauk þeirri deilu með því að þær tókust íangbrögðum og féllu um 'síðir fram af hólnum með þeim af- leiðingum, sem hóllinn dregur nafn af. í Skammadal er aðalkartöflu- Iand Reykvíkinga, um 16 hekt- arar. Var fyrst sáð í það í fyrra- sumar, og var þá allt tilbúið fyrir miðjan maí. Nú er þar hins vegar ófagurt um að litast. Klakinn er rétt að fara úr jörð og bleytan hefur ekki náð að síga, svo svæðið er víðast hvar ein forarvilpa, og ekki hægt að koma við neinum vélum. — Það er óhægt um vik í svona árferði, en við gerum okkar bezta til að flýta fyrir afhendingu garð- landanna. Já, svona getur eðjan skákað tæknigripnum, að efldur traktor- inn verður ekki líklegri til átaks en skjaldbaka á hvolfi. Þegar við höldum af stað í bæ- inn, opnast flóðgáttir himinsins rétt einu sinni, eins og til árétt- ingar veldi sínu. Við erum fljótir í bæinn, og ökum fram hjá Miklatúni. Þar er unnið af kappi, og enn hefur trjánum fjölgað. Hér hefur drjúgu verki verið skilað, og meiru en virðist við fyrstu sýn. í fyrra var unnið mikið starf í sambandi við framræslu. Samanlögð lengd ræs- anna mun vera um 7 kílómetrar. — Mikið af verkum okkar eru grafin í jörð, en þau gægjast upp um síðir ! Þegar Hafliði hleypir mér út á malbikið á Hverfisgötunni, verð- ur mér ljósara en áður við hvað hann átti, þegar hann sagði: — Þetta er lífrænt starf. er kappsarnlega unnið a'ö gróðursetningu trjáa GRENSÁSVEG 22-24 (HORNI MIKLUBRAUTAR) SÍMAR 30280 & 32262 Höfum opnað HÁRGREIÐSLUSTOFU að MÁVAHLÍÐ 30. Hárgreiðslustofan Hörn Mávahlíð 30. — Sími 35772. Malbikun hf. Tilkynnir Nú er malbikunin í fullum gangi. Vinsamlegast leitið tilboða og upplýsinga á skrifstofu okkar að Suðurlandsbraut 6. III. hæð, sími 36454. 1! f STENTOFON | Innanhússkallkerfi ; : M STENTOFON transistor innanhúskallkerfið auðveldar j samstarf á vinnustöðum og skrifstofum, sparar tíma, j peninga og fyrirhöfn, þar sem STENTOFON er tæki, ; ' þar °em einn getur talað við alla og allir við einn. , > k. STENTOFON-kalltækið er cklýrt. STENTOFON-kalltækið er fallegt. STENTOFON-kalltækið er emtingargott. Allar nánari upplýsingar hjá umboðinu. Georg Ámundason & Co Frakkastíg 9. — Simi 15485. • -V taines arry ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. júní 1966 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.