Alþýðublaðið - 06.07.1966, Blaðsíða 8
j' Ég ætla að hefja mál mitt með
Í>ví að ræða almennt um hermála-
stefnu með sérstöku tilliti til á-
hrifa tækninnar á hermálin, þá
friun ég fara nokkrum orðum um
friíkilvægi íslands vegna legu
landsins og þar á eftir mun rætt
íim söguleg tengsi íslands við her
mál í heiminum. Ef ekki verða
allir sofnaðir þá, mun ég ljúka
ínáli mínu með því að ræða um
stöðu íslands í dag frá liernaðar-
legu sjónarmiði.
i/ Ég kýs að ræða þessi mál frá
almennu sjónarmiði fyrst, því
herstjórn eða herstjórnarlist er
eiginlega hugtak, sem erfitt er að
skilgreina og leggja menn í það
mjög mismunandi merkingar.
Þetta orð hefur vissulega haft
mismunandi merkingar í huga
jiiínum á ýmsum tímum. Þegar ég
itom fyrst til íslands, sem sjóliðs-
foringjaefni, þá hefði Freud
sennilega betur getað útskýrt hug-
myndir mínar um hernaðarlegt
mikilvægi íslands heldur en þeir
Mahan eða von Clauswitz. Síðar
meir, þegar ég var yfirmaður á
Iitlu skipi í seinni heimsstyrjöld-
inni komu yfirmenn mínir ævin-
lega í veg fyrir að ég fengi verk-
efni, sem mér fundust eftirsóknar-
verð, að því er mér fannst. Þeir
Höfðu að yfirvarpi, að það kæmi
ekki heim og saman við áætlanir
herfræðineanna. Nú er ée hins
veear kominn i beirra aðstöðu og
get með sama vfirvami haft hemil
á óstýrilátum undirmönnum. Ykk-
ur kann að finnast þetta létt hjal,
en staðrevndin er sú, að öll smá-
atriði verða að falla inn í sam-
ræmda heildaráætlun. Ef við endi-
leea viljum skilgreina orðið her-
stjórn, eða herstjórnarlist, þá
mundi það vera sá þáttur hernað-
ar, sem felst í skipulaeningu her-
ferða, vali þeirra aðferða, sem
beita skal og hvernig beita skuli
liðinu, til að ná tilætluðum ár-
angri.
Þegar við ræðum um hemaðar-
legt mikilvægi íslands verðum við
að kanna hvernig lega þess og af-
staða getur haft áhrif í hugsan-
legu stríði; hver áhrif þetta hefur
á valdajafnvægið. En áður en við
lítum nánar á þetta, bið ég ykkur
um að hafa í huga þær gífurlegu
breytingar, sem orðið hafa á stríðs
rekstri öllum á þessari öld. Von
Schlieffen greifi sagði einu sinni:
„Herstjórnarlist verður að vera
meðfædd.” Þetta kann að vera
satt í grundvallaratriðum og vissu
lega var það svo hér fyrr á tímum,
áður en tæknin kom til sögunnar.
Þá yar allt 'mikið einfaldara. Þá
var herstjórnarsnillingúrinh offast
aðéins eitin, venjulegast hershöfð-
inginn sjálfur. Ef hann féll,. eða
var tekinn höndum, þá gat farið
svö og fór raunar oft, að leikur-
inn var tapaður.
Nú á miðri tuttugustu öld er
hernaðartæknin orðin svo flókin,
að til þarf meira en lítið fífldjarf-
an mann til að ætla sér að reyna
að stjórna eða skipuleggja ákveð-
inn hernaðarleiðangur upp á eig-
in spýtur. Milljón atriði gera
stríðsreksturinn flókinn, og nú er
varla um það lengur að tala, að
herforingjar leggi til orrustu vopn-
aðir hugrekki, slægð og stríðstól-
um einum saman.
Herforinginn og starfslið hans
verður að vita um stjórnmála-
ástand þess staðar, sem í hlut á,
menn verða að hafa staðgóða
tækniþekkingu á þeim vopnum
sem þeir nota, og kunna skil á
því umhverfi sem beita skal vopn-
unum í. Þær hernaðaráætlanir,
sem gerðar eru í dag gera ráð
fyrir allsherjar stríði með öllum
þeim hryllilegu afleiðingum, sem
slíku mundi fylgja. En það eru
ekki aðeins hermenn og herfor-
ingjar, sem við þetta fást. Ríkis-
stjórnir og stjórnmálamenn hugsa
nú æ meira um þessi mál á frið-
artímum og reyna að skapa valda-
jafnvægi, sem ekki getur farið úr
skorðum vegna slysni eða óvar-
kárni, af hálfu einhvers aðila.
Það er í þessu samhengi, — x sam-
miðöldum ollu léttvopnað riddara
lið Djengis Khans og enski lang-
boginn straumhvörfum, og þótt
valdajafnvægið raskaðist þá, voru
það bardagaaðferðirnar en ekki
hernaðarlistin, sem þetta hafði
mest áhrif á.
Þróun á sviði íjarskipta og
kjarnorkuvélar í skipum og kafbát-
um, hafa auk eyðingarvopnanna
haft mikil áhrif á allan hugsan-
legan striðsrekstur, sem og öll
samskipti þjóðanna. Áður fyrr var
það svo, þegar barizt var í fjar-
lægum löndum, að þá gátu vikur
eða mánuðir liðið áður en við-
komandi ríkisstjórnir höfðu hug-
mynd um úrslit og gátu raunar oft
næsta lítil áhrif haft á gang mála.
Örlög þjóða gátu verið komin und-
ir mönnum, sem urðu að bjarg-
ast sem bezt þeir gátu án sam-
bands við sína raunverulegu yfir-
boðara.
Áreiðanlegt er, að engar upp-
götvanfr hafa haft meiri áhrif á
allan s{ríðsrekstur en sími og loft-
skeyti. S
Þegaþ beitt er í sameiningu
könnuifariiugi, radar og fjarskipt-
um og ínú slðast gerfitunglum, þá
er eiginlega gjörsamlega óhugs-
andi fvrir neina þjóð að undir-
búa stríð gegn annarri, án þess að
allur heimurinn viti af því. ísland
er ekki lengur afskekkt eyland,
sem getur látið sig valdadeilur Evr-
Á ráð6tefnu, sem Samtök um
vestræna samvinnu gengust
fyrir um síðustu helgi, flutti
hrezki aðmírállinn E. Pollánd
fróðlegt erindi um hernaðarlega
stöðu íslands. Er sjaldgæft að
heyra á cpinberum vettvangi
svo hreinskiiningslega rætt um
þetta mál, sem ísiendingar taka
flestir sem feímnismál, en hef
ur þó haft svo víðtæk áhrif á
örlög þjóðarinnar. Alþýðublað
ið telur því rétt að birta erind
ið, en með því tekur blaðið þó
ekki afstöðu til skoðána aðmír
áísins.
bandi við valdajafnvægið, sem við
verðum að líta á þessi mál h iiað
ísland snerfir.
Ég hef minnzt á það, að engíhn
herforingi getur verið hæfur her-
stjórnarmaður nema hann hafiiftil
að bera tækniþekkingu. Á sarna
hátt er ekki mögulegt að niéta
þýðingú ’ lands eða þjóðar, ncjfna
vita hver áhrif tækniþróunin þef-
ur haft á hernaðarlegt mikilvægi
þess. Það er rétt að vísu, að vopn
eða liæíileikar vopnanna, hafa haft
mikil áhrif á gang. sögunnar. Á
ópuveldanna engu skipta. Hraði,
flugþol og burðarmagn nýtízku-
ílugvéla og skipa og fjarskiptin
hafa gert það að verkum, að hern-
aðarlegt mikilvægi hvers einasta
þumlungs á yfirborði jarðar hef-
ur aukizt. Þessi tæknibylting hef-
ur þó ekki haft eins mikil áhrif
á .neitt land eins og ísland, og ís-
lendingar vilja ekki, og gera sér
ekki að góðu lakari lífskjör en
gengur og gerist í Vestur-Evrópu
og Bandaríkjunum. Vegna sam-
göngutækninnar ■ er ísland tengt
löndunum við Norður-Atlantshaf,
bæði efnahagslega og menningai'-
lega. Vísindi og tækni tuttugustu
aldar hafa vissulega minnkað ver-
öldina.
Þegar við lítum til dæmis á sjó-
kort virðist sem ísland sé einangr-
að í kulda norðursins, en sannleik-
•urinn er hins vegar sá, að ísland
er á mörkum Noregshafs og N.-
Atlantshafs í næsta námunda við
mestu skipaleiðir í heimi og á
flugleiðinni milli Evrópu og Norð-
ur Ameríku. ísland er meginstoð
briiarinnar yfir norðurslóðir. Sá
sem ræður yfir þeirri brú, ræður
yfir heiminum. Á þrettándu öldu
lögðu Mongólar undir sig Rúss-
land undir forystu Djengis Khan
og réðu þar með heiminum eins
og menn þá þekktu hann. Napo-
leon og Hitler, gátu ekki náð haf-
inu á sitt vald og neyddust því til
að reyna að leggja undir sig Rúss
land og komast þannig á annan
brúarsporðinn. Þeim tókst það
ekki og þeir, sem réðu yfir brúnni
unnu sigur.
Nú ráða Rússar með óvéfengj-
anlegum rétti yfir öðrum brúai'-
sporðinum, en sú hugmyndafræði,
sem stjórnarfar þeirra byggist á,
stefnir að heimsyfirráðum. Hinn
brúarsporðurinn er á valdi frjálsra
samtaka þjóða, sem aðhyllast ann-
að hugmyndakerfi.
Ástandið hefur skapað ótraustan
frið þar sem andstæðingarnir
næstum horfast í augú yfir Ber-
ingssundið og við valdamörkin í
Evrópu.
ísland og Færeyjar eru á neð-
ansjávarhryggnum, sem teygir sig
frá Skotlandi til Grænlands og
eru á miðri þessari brú. Þar sem
ísland er aðili að Nato hefur
bandalagið hér aðstöðu í stríði og
í friði, sem gert hefur því kleift
að koma upp aðvörunar- og varn-
arkerfi, sem er höfuðatriði í sam-
bandi við þetta valdajafnvægi. Ef
Nato missti þessa aðstöðu mundi
það hafa það í för með sér, að
skipaleiðir okkar yrðu í stórauk-
inni hættu, við mundum þurfa að
stórauka flota okkar og hafa auk-
inn andvara á okkur til að brúa
það bil, sem þarna mundi mynd-
ast, og um leið mundi fara úr
skorðum það jafnræði, sem verið
hefur á í vopnabúnaði.
Við skulum láta þetta duga um
landafræðina, en snúa okkur nú
aðeins að sögunni.
Fyrstu tengslin, sem ísland
skapaði milli Evrópu og Norður-
Ameríku voru á níundu öld, þegar
fyrstu landnámsmennirnir komu
frá Vesfur-Noregi. Og þótt, þeir
vær.u ekki í neinum sérstökum
hernaðarhugleiðingum kom það
þegar í ljós með þessum ferðum,
livaða leið herforingjar yrðu að
fara, sem hyggðu á landvinninga
í þessari átt.
í fyrri heimsstyrjöldinni mun-
aði mjög litlu að hinn skæði kaf-
bátahernaður Þjóðverja kæmi
Bretum endanlega á kné. Kafbát-
arnir fóru í fyrstu um öll heimsins
höf og mættu í rauninni ekki
neinni virkri andspyrnu. Stjórn-
endur kafbátanna gátu þvi einbeitt
sér að mikilvægustu skipaleiðum
Bi'eta. Þróun flugvéla var þá
skammt á veg komin og langflug
ekki komið til sögunnar. Af þess-
um sökum var hernaðarlegt mikil-
vægi íslands ekki sérlega mikið í
fyrri heimsstyrjöldinni að því er
viðvék orrustunni á Atlantshafi,
sem lífsspursmál var fyrir Breta
og bandamenn að vinna sigur í.
En í síðari heimsstyrjöldinni
var þetta gjörbreytt. Þá voru það
orrusturnar milli kafbáta og skipa
og flugvéla, sem höfðu það hlut-
verk að granda kafbátum, sem
reyndust forsenda þess, að Bret-
ar biðu ekki ósigur. Eftir því sem
flugvélaradartæki urðu fullkomn-
ari urðu kafbátarnir að leita
dýpra til að geta ráðizt á skip
okkar.
Maður þarf eklci að hafa mikla
hei'naðar eða siglingaþekkingu til
að bera, til að ímynda sér hve
miklum öfundaraugum stjórnend-
ur þýzka sjóhersins liljóta að hafa
horft til birgðastöðvanna og við-
gerðastöðvanna, sem ísland eitt
hafði aðstöðu til að sjá fyrir, á
Norður-Atlantshafi.
Hefðu Þjóðverjar komið slíkum
stöðvum á fót hér á landi hefðu
valdahlutföllin í þessum hildar-
leik breytzt verulega og þar með
sagan. Þetta sáu Bretar fram á, og
það var því hreinlega lífsspursmál
fyrir þá að koma upp stöðvum á
íslandi eftir að Þjöðverjar höfðu
gert innrás í Danmörku. Það var
augljóst í þessu stríði, eins og það
er í dag hverja kosti það hefur
í för með sér að hafa hér aðstöðu
og hver áhrif það hefur á valda-
jafnvægið.
Veraldarsagan siðan í lok seinni
heimsstyrjaldarinnar hefur á ný
sýnt okkur hvaða aðferðum ofbeld-
issinnar beita til að útbreiða
kenningar sínar.
Árið 1947 bættu Sovétríkin Uhg-
verjalandi, Búlgaríu, Rúmeníu og
Póllandi við áhrifasvæði sitt. 19.48
kom svo röðin að Tékkóslóvakíu,
þar með var meginhluti Austur-
Evrópu kominn bak við jámtjald-
ið.
í júní 1948 lokuðu Rússar leið-
um til Berlínar og reyndu. hvað
þeir gátu til að fá Nato-Iöndin til
að falla frá samningsbundnum
rétti. Síðan hefur styrkur og ein-
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ T 6. . júlí 19^6