Alþýðublaðið - 06.07.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 06.07.1966, Blaðsíða 11
ksRitsflori ÖrnEidsson UZXj l :■ hlS8si í ágætum leik Hér er Bent Jensen að skjóta á mark í leik milli B i913 og 1909 en í kvöld. Jensen leikur með FBU gegn KRR FBU leikur v/ð úrvals- lið KRR kl.8,30 í kvöld HÉR ER STATT á vegum Knatt- spyrnuráðs Reykjavíkur úrvalslið knattspyrnufélaganna á Fjóni, Fyns Boldspil Union. Liðið leikur S leiki í Reykjavík. Fyrsti leikurinn verður í kvöld á Laugardalsvelli gegn Reykjavík- urúrvalsliði. Hefst leikurinn kl. 20,30. Forsala aðgöngumiða er við Útvegsbankann. Annar leikurinn verður á föstu dagskvöld kl. 20,30 og mæta Dan- irnir þá íslandsmeisturum KR. — Þann leik dæmir danski milliríkja- dómarinn Frede Hansen, sem er í stjórn F.B.U. og fararstjórn liðs- ins. Síðasti leikurinn verður við úr- valslið af Suðvesturlandi og velur landsliðsnefnd það lið. Sá leikur fer fram á mánudagskvöld á Laug- ardalsvelli og hefst kl. 20,30. í danska liðinu eru 23 menn, 18 leikmenn og 5 manna fararstjórn. Aðalfararstjóri er varaformaður F.B.U., Hartvig Johansen, en með lionum stjórnarmennirnir Frede Vwwmmmwmwwwmvwm Ron Clarke: 13:16,6 min. í 5 km. hlaupi! Ron Clarke, Ástralíu setti frábært heimsmet í 5000 m. hlaupi á móti í Stokkhólmi í gærkvöldi, hljóp á 13.16,6 mín. Gamla metið, 13.24,2 mín. átti Kipehongo Kfeino, Kenya. wwwwvwwwwwwwvw Hansen og Svend Áge Petersen. — Stjórnandi liðsins er Jörgen Legch- ly Sörensen, sem frægur var fyrir nokkrum árum sem atvinnumaður á Ítalíu og lék tvívegis með úrvals liði Evrópu, og þjálfari liðsins er Jack Johnson, þjálfari B 1913. Þrír af leikmönnum F.B.U. voru þátttakendur í landsleiknum á mánudag á Laugardalsvellinum, Poul Johansen, markvörður, Bent Jensen, innherji, og Niels Kilde- moes, útherji. Þeir verða eftir hér og leika með F.B.U. w Leikmenn F.B.U. Poul Johansen, KFUM, markv,. Knud Engedahl, B 1913 markv. Ole M. Hansen, B1913, bakv, John Ejlertsen, B 1913, framv. Knud Næshave, B 1913, miðf.v. Kai Hansen, O B, bakv. Tommy Madsen, KFUM, miðfv. Prebon Hansen, 0 B, framv. John Ktindböll, 0 B, framv.-innh. Jörgen Nielsen, KFUM, bakv.frv. Palle Kahler, B 1909, úth. Niels Kildemoes, KFUM, úth. Bent Jenson, B 1913, innh. Arne Dyrholm, B 1913, innh. Helge Jörgensen, KFUM, innh. Carlo Hedelund, 0 B, innh. Carsten Wiingren, KFUM, úth. Per Bartram, O B, miðframh. Leikmennirnir eru allir frá fé- lögum í Odense, og eru B 1909 og B 1913 í efri.helming 1. deild arinnar, en KFUM og 0 B. keppa um efsta sætið í 2. deild. Bæði 1. deildarfélögin hafa á undan- förnum árum verið í hópi sterk- ustu félaga í Danmörku og hafa nokkrum sinnum tekið þátt í Evr ópubikarkeppnunum fyrir félags- lið. Vestmannaeyingar og Suður- nesjamenn léku í II. deild í Eyj- um sl. fimmtudag í strekkings vindi, sem kom á völlinn þveran og varð því hvorugu liðinu að neinu gagni. Eyjamönnum tókst nú betur upp en í Hafnarfirði forðum og sigruðu ÍBS með mikl- um yfirburðum, 8 gegn 1. Auk þess að skora þessi átta mörk átti ÍBV ósköpin öll af tækifær- um sem mistókust, stangarskot og hvað eina. Ef það er hægt að tala um að lið „eigi” leikinn þá á það við ÍBV í þessum leik, að eins nokkrum sinnum tókst ÍBS J að gera skyndiupphlaup sem öll- i um var hrundið nema einu, þegar ÍBS skoraði sitt eina mark. Stað- an í hálfleik var 2—0 ÍBV í vil. ÍBV-liðið náði þarna að sýna sinn jákvæðasta leik í II. deild- inni í sumar og dylst það fáum að það býr meira í liðinu. Kann- ski geymir liðið það bezta handa Fram, og eftir þeim leik er beð- ið með mikilli eftirvæntingu og spenningi. ÍBV-liðið er skipað mörgum góðum mönnum, en vant ar eins og flest lið okkar þenn- an fína þráð, sem tengir þessa menn saman. Aðalsteinn Sigur- jónsson og Sævar Tryggvason höfðu sig mest í frammi við að skora en Guðmundur Þórarinsson átti ágætan Ieik. Af þeim aftur- liggjandi voru Viktor Helgason miðvörður og Valur Andersen framverðir beztir. ÍBS liðið er mjög svo sundui'- laust og má kannski segja, að þar sé barizt á ellefu vígstöðvum. — Stundum bregður þó fyrir að leik menn reyna að finna hvern ann- an en yfirleitt kemur ónóg knatt leikni í veg fyrir að það takist. En Suðurnesjamenn eru sannir áhugamenn í knattspyrnu, þeir börðust vel og létu sig ekki þó á móti blési. Keppnisskap þeirra brást ekki þó möx'kunum rigndi. Og ekki er hægt að skilja við þetta án þess að minnast á dónv arann. Það var Einar Hjartarson sem stjórnaði leiknum af rögg- senii og góðri eftirtekt, sennilega bezti maður vallarins. •* vwwwvwwwwwwwwwvwg Lesið Álþýðublaðið áskriflasíminn er 14900 áuglýsið í Alþýðublaðinu 1 Auglýsingasíminn 14906 Úrvalslið KRR i kvöld . A :: < <1 -< ■», KRR hefur valið úrvalslidí sitt, sem leikur við úrvalsliðii frá Fjóni á LaugardalsveUin-■ um í kvöld. Liðið er skipað semj hér segir: i I Heimir Guðjónsson, KR i Árni Njálsson, Val, . . . j Ársæll Kjartansson, KR ; Hans Guðm., Val ' ! Ánton Bjarnason, Franr Ellert Schram, KR Einar Árnason, Fram Eyleifur Hafsteinsson, KR x' Hermann Gunnarsson, Val ®! Helgi Númason, Fram Axel Axelsson, Þrótti. i*j lii -VaV; Yaramenn: Guttormur son, Þr., Þorst. Friðþj, Baldur Scheving, Fram, Ei'Iendjj ur Magnússon, Fram og Jónsson, Val. Myndin er frá leik íslendinga og Dana í fyrrakvöld, Mynd: Jóhann Vilberg. Hörður Markan er að leika á danskan likmann. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 6. júlí 1966 IJ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.