Alþýðublaðið - 03.08.1966, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.08.1966, Blaðsíða 5
Erhard í hættu? Erhard skríður út úr námugöngunum í Nordrhein-Westfalen. KRISTILEGIR demókratar <CDU) flokkur Ludwig Erhards kanzlara, hafa með naumindum breytt hinum herfilega kosninga- ósigri í stærsta fylki Vestur Þýzkalands, Nordrhein Westfalen, í pyrrhusarsigur, CDU og frjáls ir demókratar fFDP) lialda áfram samvinnu sinni í fylkisstjórninni og Mayers forsætisráðherra held ur embætti sfnu, en minnstu mátti muna að samkomulag næð ist ekki. í fylkisþingkosningunum bættu jafnaðarmenn við sig níu fulltrúum og hafa þvf 99 full trúa á fylkisþinginu, en alls eru þingsælin 200 talsins. Kristilegir demókratar töpuðu 10 þingsætum og hlutu 86 og frjálsir demókrat ar bættu við sig cinu þingsæti og hafa því 15. Að loknum viðræðum um mynd un nýrrar fylkisstjórnar, en þær stóðu eina viku, ákváðu CDU og FDP að halda samvinnunni áfram og ráða flokkarnir því til samans yfir 101 atkvæði á fylkisþinginu og hafa aðeins eins atkvæðis meirihluta. í viðræðunum hvatti leiðtogi jafnaðarmanna í fylkinu, Kúhn, hvað eftir annað til þess, að kristilegir demókratar og jafn aðarmenn mynduðu svokallaða „stóra samsteypustjórn". En mynd un slíkrar fylkisstjórnar hefði haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir Erhard kanzlara, sem berst af alefli gegn því að slfk stjórn verði mynduð i Bonn fyrir landið allt, og hann beitti öllum áhrifum sfnum til hess að engin breyting yrði á stjórn fylk isins. ★ KOSIÐ TVISVAR. í fyrstu atkvæðagreiðslu á fylk isþinginu hlaut Mayers aðeins 100 atkvæði, þar sem óánægður stuðn ingsmaður stjórnarflokkanna sat hjá við atkvæðagreiðsluna, og það var ekki nóg því að hann varð að fá hreinan meirihluta, það er 101 atkvæði. í annarri atkvæðagreiðslu fékk Meyers enn aðeins 100 atkvæði, en þar sem aðeins þarf venjuleg an meirihluta í annarri atkvæða- greiðslu var hann kjörinn. Jafnaðarmenn sögðu, að mynd un samsteypustjórnar kristilegra og frjálsra demókrata væri í hróp legri mótsögn við vilja kjósenda og kölluðu stjórnina „ósigurs stjórnina." Jafnaðarmenn neit uðu að færa Meyers forsætisráð herra heillaóskir eins og venja er. Jafnaðarmenn fengu þó þær sárabætur, að maður úr flokki þeirra var skipaður forseti fylkis þingsins í stað Dufhues úr Kristi lega demókrataflokknum. Víst má telja, að miklir erfið- leikar bíða hinnar nýju stjórnar í Nordrhein Westfalen í framtjð inni, en einnig stjórnar Erhards X Bonn. í stjórn Kristilega demókrata flokksins og deildum flokksins víðs vegar um landið hefur að undanförnu verið haldið uppi harðri baráttu fyrir því, að Er hard geri róttækar breytingar á stjórn sinni og hefur þessum kröfum sífellt aukizt fylgi. Úrslit in í Nordrhein Westfalen benda til þess, að Bonn stjórnin sitji ekki út kjörtímabil sitt. Öflugir hópar í S.-Þýzkalandi sem fylkjá sér á bak við vilja að Kiesinger. forsætisráð herra fylkisstjórnarinnar í Baden Wurtemberg, fái sæti í sambands stjórninni, Meirihluti kristilegra demókrata vill, að Franz Josef Strauss, fyrrum landvararáðherra og áhrifamesti leiðtogi CSU, taki við fjármálaráðherraembættinu af Dahlgrún, sem er úr f lokki frjálsra demókrata, enda burfi at kvæðamikinn mann j þetta erfiða embætti á erfiðleikatímum þeim, sem framundan eru í efnahagsmál unum. En Kiesinger hefur sjálfur augastað á forsetaembættinu þeg ar Lúbeke lætur af því starfi, og Strauss hefur oft lýst því yfir að undanförnu, að hann hafi eng an áhuga á að fá sæti í Bonn stjórninni“, að minnsta kosti ekki enn sem komið er.“ Einnig er gefið í skyn, að Höcherl atvinnumálaráðherra og Seebohm samgöngumálaráðherra verði látnir vikja. Á bak við all ar tillögurnar býr ósk um að skipa unga og atkvæðamikla menn í stjórnina. ■k ERHARD í IIÆTTU? Að undanförnu, einkum síðan de Gaulle heimsótti Bonn og allt benti til þess að Erhard hefði beygt sig fyrir franska forsetan- um, hefur myndazt klfka að baki Schröders utanríkisráðherra, sem er ósammála kanzlaranum um margt, og vill þessi hópur að Schröder taki við kanzlaraembætt inu. Og „hinn nýi, ungi maður" flokksins Rainer Barzel, virðist einnig hafa orðið mikið ágengt í tilraunum sfnum til að skipa sér í röð kanzlaraefna. í Nordrhrein Westfajer ér það sem sé „lítil samsteypustjórn** sem reyna mun að stjórna áfrarn í fylkinu, en stjórnarmyndunin, sem gekk í berhögg við vilja kjóa enda, kann að vera fyrjrboði þess, að umræðurnar um ,,stóra samsteypustjórn" haldi áfram f Bonn. Fljótlega kann svo að fara, að aðeins verði um tvennt að velja, ..stóra samsteypustjórn’' eða glundroða. Lesið Aiþýðublaðið Johnson og Kaaber Kaffi er aftur komið í búðirnar ilmurinn er aftur indæll, og bragðið eftir Jbví Kaffibrennsia O, Johnson &. Kaaber H.F. t i !)1 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. ágúsL1966 ^|

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.