Alþýðublaðið - 03.08.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 03.08.1966, Blaðsíða 11
England heimsmeistari í knattspyrnu Sigraði Vester-Þýzkaland 4-2 i framlengdum leik ÞAÐ VAR sannkölluð úrslita- stemming á Wembley, er íeiknr Vestur-Þjóðvcrja og Englendinga hófst sl. laugardag. Hvert sæti var skipað á lejkvanginum, mikill meirihluti Englendingar, sem að sjálfsögðu héldu með sínum mönn um. Einnig voru um 10 þúsund Þjóðverjar meðal áhorfenda, sem töluvert heyrðist í. Að venjulegum leiktíma lokn- um var jafntefli 2-2, en í fram- iengingu 2x15 mín. skoruðu Eng lendingar tvívegis. Þar með varð England heimsmeistari í knatt- spyrnu í fyrsta sinn. Gleði Eng- lendinga var mikili að vonum. Auk hinna 100 þúsund áhorfenda má segja að hundruð milljóna hafi fylgst með leiknum bæði í sjónvarpi og útvarpi. Fyrsta markið kom á 13 mínútu, Hajler skoraði, skotið var ekki Ray Wilson sýnir áhorfendum Jules Rimet styttuna. fast og Banks í marki Englands ásamt vörninni í heild var ekki vel á verði. Fimm mínútum síðar jafnaði England, Moore fyrirliði tekur aukaspymu, sendir knött- inn til Hurst, sem jafnaði með glæsilegu skoti. Bæði liðin áttu góð tækifæri í hálfleiknum, en síðan sækja Englendingar af miklu kappi. Á 33 mínútu skor- ar Peters eftir hornspyrnu, 2-1 fyr ir England. Þegar tæp mínúta er til leiksloka eru allir þess fullviss- ir, að enskur sigur sé öruggur. Þá er dæmd aukaspyrna á England. sem þulur en'-ka útvarpsins taldi þó ranglega dæmda. Emmerich tekur aukaspyrnuna, Weber fær knöttinn og skorar auðveldlega. Margir álitu þó að knötturinn hafði snert hendi þýzks leikmanns áður, en það hefm- dómarinn a. m. k. ekki séð. Nú var framlenging í 2x15 mín. Ensku leikmennirnir Bobby og Jalkie Charlton ásamt Peters og Hurst, sem skoruðu mörkin, fagna sigri. Leikurinn var fremur daufur til að byrja með, en á 11 mínútu á Hurst ágætt skot, sem margir töldu að lent hefði í þverslá, en annar línuvörðurinn gaf merki um mark og þar við sat. Á síð- SEINNI leikurinn á milli Vals og ÍBK, í fyrstu deild íslands- mótsins í knattspyrnu, fór fram á Njarðvíkurvellinum í fyrrakvöld. Fyrir leikinn ríkti mikil eftirvænt ing knattspyrnuunnenda um hvort Valsliðinu, sem krækt hafði sér í 7 stig og efsta sætið, tækist að auka forskot sitt, eða hvort ÍBK, sem hlotið hafði 5 stig tækist að brúa biliö. Mikið var því f húfi fyrir bæði liðin. Sigur Vals myndi þýða það að vonameisti Keflvík- inga um sígur í mótinu, væri þar með slökktur. Svo fór ekki. Kefl- víkingum tókst að hefna harma sinna, við Val frá því í fýrri viku, og sigra með þremur mörkum gegn tveimur, sem eru mjög sann gjörn úrsiit eftir gangi leiksins, þótt illa horfði í fyrstu, þegar Valsmenn náðu tveggja marka forskoti, áhangendum ÍBK, til mik illar hreliingar. Valsmenn unnu hlutkestið og kusu að leika undan sól og strekk ingsvindi sem hvort tveggja var þeim mjög í hag. Keflvíkingar hófu leikinn og sýndu strax í byrjun, mikla ákveðni, vel minn- ugir þess, hve grátt þeir voru leiknir í fyrri hálfleik, af þessum sömu mótherjum í Laugardalnum, fyrir skömmu. Engu var samt lík- ara en að sama sagan ætlaði að endurtaka sig í Narðvíkunum. Kjartani markvrði, sem var mjög taugaóstyrkur framan af, varð á sú skyssa á 15. mínútu að senda knöttinn beint til mótherja. Við því var ÍBK vörnin ekki búin, svo Hermann skorar mjög auðveld- lega fyrsta mark leiksins. Og litlu seinna fær Bergsteinn Magnússon knöttinn út að hliðarlínu og leik- ur með hann fram að endamörk- um, en þar ætlar Guðni að ná af honum knettinum, en Bergsteinn leikur laglega á hann og síðan tvo aðra og skorar með skáskoti, ustu mínútunni skoraði síðan Hurst fjórða mark Englands og sitt þriðja í leiknum og þar með var sigur Englands tryggður. Flestir voru á þeirri skoðun, að betra liðið hefði sigrað. Mörlc frá markteyg, seinna mark Vals. Keflvíkingar láta mótlætið þó ekki mikið á sig fá og ná smám saman betri tökum á leiknum. Á 35. mín. geysist Karl Hermanns- son upp hægri kant og sendir knöttinn hátt fyrir mark Vals. Vörnin misreiknar sig og knött- urinn kemur niður við fætur Grétars Magnússonar, sem rekur tána í hann og sendir milli fóta Sigurðar, sem kominn var úr jafn vægi, í markið. Jón Jóhannsson fær litlu seinna gullið tækifæri til að jafna. Hann fær sendingu þar sem hann er einn og óvaldað- ur, en „finnur ekki á sér fæt- urna“ og missir knöttinn, svo tæki færið rennur út í sandinn. Seinni hálfleikur hófst með þungri sókn ÍBK., og gerðu þeir harða hrið að marki Vals, sem ekki bar árangur fyrr en á 12. mín. að Magnús Torfason, þrumar með vinstra fæti frá vítateygs- línu. Lenti knötturinn f vinstra horni marksins, rétt undir þver- slá. Óvenjulega glæsilegt mark. Á 18. mín. sækja Valsmenn að marki ÍBK. Kjartan nær knettin- um og sendir hann fram völlinn. Þorsteini Friðþjófssyni mistekst að skalla. Knötturinn hrekkur til Einars Gunnarssonar, sem er eld fljótur að átta sig á að Jón Jóh. er vel staðsettur. Sendir hann til Jóns, sem hjeypur Valsvörnina af sér og skorar örugglega, til mikils léttis fyrir Suðurnesjamenn. Síðasta stundarfjórðunginn fara Valsmenn heldur að rétta úr kútn um, en ÍBK-vörnin er allt að því óvæginn við framherja þeirra, svo að nokkur harka færist í leik- inn. Þurfti hinn ágæti dómari leik'ins, Hannes Þ. Sigurðsson, þrívegis að bregða sér í „bókara gerfið“ til að halda aftur af leik mönnum og áttu þar hlut að máli tveir Kefjvíkingar og einn Vals- Hurst voru glæsileg, en bezti maður enska liðsins var Alan Ball frá Blackpool, sem vann mjög vel allan leikinn. Leikinn dæmdi Dianst frá Sviss. maður. Vonir Vals um að jafna metin virtust bresta með öllu er Hermann Gunnarsson meiddist á ökla, er Sigurður Albertsson, sem gætti hans vel og vendilega, brá honum heldur óþyrmilega. Her- mann haltraði þó með til leiks- loka, en til lítils gagns fyrir lið sitt. Það fer ekki milli mála, að bezti maður vallarins var Magnús Torfason. Hann sannaði enn einu sinni, bæði með góðum sóknar- og varnarleik, að hann er okkar öflugasti framvörður í dag. Sig- urður Albertsson var mjög traust ur í vöminni og stjómaði liðinu vel. Grétar Magnússon vann af mikilli elju allan leikinn, og er i stöðugri framför. Karl Hermanns son er enn við sama heygarðshom ið hvað einleik snertir. Jón Jó- hanns., stóð sig eftir vonum, en hanh gekk ekki heill til skógar, en Jón Ólafur barðist vel í fyrri hálf leik, en hvarf í þeim seinni. Bæði liðin notuðu 4-2-4 leikaðferðina, en aðalmunur á leik liðanna er sá að ÍBK. reynir allt að því, ein liæft-upphlaup fram miðjuna en Valsmenn nota mjög vel kant- ana. Árni Njálsson íék ekki með Vals liðinu, vegna lasleika, en þótt hans nyti ekki við myndaðist síð- ur en svo nokkuð „gat“ í vörn- inni, með tilkomu Halldórs Ein- arssonar, sem átti ágætan leik. Af framherjunum var Hermann hættulegastur og .gerði mótherj- unum oft býsna erfitt fyrir. Berg steinn Magnmson var þó sá sem lék mótherjana verst, en einleik- ur dugir sjaldan til langframa. Hans og Sigurjón náðu nokkuð góðum tökum á mið.iunni, en út- haldsleysi, háir þeim báðum. Björn og Þorsteinn áttu báðir góðan leik í Valsvörninni. emm. Keflvíkingar sigruöu Vöruhappdrætti S. f. B. S. Á föstudaginn verður dregið um 1400 vinninga, aö fjárhæð samtals kr. 2.238.000,00. Endurnýjun lýkur á hádegi dráttardags. S. í. B. S. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. ágúst 1966 U

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.