Alþýðublaðið - 07.09.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.09.1966, Blaðsíða 6
UMBÚÐIR OG UMBÚÐAFRAMLEIÐSLA ' Blaðjnu barst í gær grein um aunbúðaiðnaðinn eftir Hauk Egg ertsson. Hér fara á eftir kaflar úr gfrein hans og sagt er frá þeim ffrrirtækjum, er sýna umbúða- Cramleiðslu sína á Iðnsýningunni. i Upphaf innlendrar umbúða- fframleiðslu. Umbúðaframleiðsla í nútíma snynd á sér ekki ianga sögu 'á íslandi. Ílátasmíði, eins og það hugtak mun almennt Skýrt, er þó mjög gömul, — en sem sjálfstæð iðn eða atvinnurekstur er beykis iðn langelzt. Samkvæmt heimild um í Iðnsögu íslands hafa íslend ingar fyrst iært beykisiðn á dögum einoíkunarverzl'iffnarin^ar og í fyrri heims styrjöldinni voru tré tunnur framleiddar hér í stórum stíl, á þess tíma mælikvarða, til útflutnings á íslenzkum afurðum Sú smíði mun þó fyrst og fremst hafa verið handverk, en fyrstu tunnugerðarvélarnar voru fluttar til landsins árið 1915 af Pétri Bjarnasyni, beyki, og sonum hans Tryggva og Bjarna. Nú mun beyk isiðn að fullu vera liðin undir lok nema bá samsetning á s+ldartunn um á Sigluf'rði og Akureyri. Að beykisiðn frátalinni mun fyrsti vísir að verksmiðjufram- leiddum umbúðum vera dósafram leiðsla hjá Blikksmiðju Péturs Jónssonar, er hóf framleiðslu á þeim með sérstökum vélum árið 1907. Árið 1928 stofnaði sama fyr irtæki, er þá hét Blikksmiðja J.B. Péturssonar, Tunnuverksmiðjan. Framleiddi hún trétunnur með blikktunnum innan í, og voru þær gerðar til útflutninigs á lýsi. Þessi framleiðsla lagðist þó brátt niður Sömu aðilar stofnuðu Stáltunnu gerðina 1932, einnig til lýsistunnu framleiðslu, en nú er starfsemi hennar hætt. Kassagerð Reykjavík ur hf. var stofnuð 1932, en í raun hóf hún störf tveim árum fyrr. Upp haflega miðaðist framleiðslan við trékassa fyrir niðursoðna mjólk, smjörlíki og fisk til útflutnings, en verksmiðjan varð brátt að breyta til, því að nú hafa bylgju pappakassar og pappaöskjur leyst trékassana af hólmi. Pappírspoka gerðin hf. og Dósaverksmiðjan hf. fylgdu brátt í kjölfarið. Síðan hafa nokkur önnur umbúðafyrir- tæki bætzt við og víkkað svið þess arar greinar. Á hinum tiltölulega stutta tíma frá því að umbúðaframleiðsla hófst hérlendis sem atvinnugrein hafa orðið stórstígar breytingar og framfarir. Umbúðir og pökkun eru orðin m-jög mikilvægur þátt ur t viðskiptalífi nútíma þjóðfé- lags og til þeirra gerðar miklar kröfur. Veltur því á miklu, að um búðaframleiðendur séu færir um að uppfylla þær kröfur, enda er notendum umbúða Ijóst, hvílíkum únslitum smekklegur frágangur á vörum getur valdið í harðri sam keppni frjálsra viðskipta. Innlend umbúðaframleiðsla er því öðrum atvinnugreinum jafn mikilsverð og þeir eru henni. í þessu sem öðru er hver öðrum h'áður. Enginn þátt ur athafnalífsins getur staðið einn oig óstuddur án hinna. Við yfirsvn áhorfenda hljóta þeir að veita athygli hinni miklu fjölbreytni í íslenkri umbúðagerð Þeir hlióta einnig að sjá hve víða inniendar umbúðir skreyta vörur annarra framleiðenda. Nú verða framieiðendur flestra vöru tegunda. einkum hinna svokölluðu neyzluvara. að fullganga frá þeim +il aferei«slu. til neytenda. Tími handoökkunar og uppvigtunar í verzlurium er liðinn, og — tími afgreiðsiu á flestum tegundum fatnaðar úr liillum verzlana. þar sem hann lá óvarinn og velktur er einnig liðinn. Nú verður sér hver hlutur að vera frágenginn á smekklegan og hreinlegan hátt. Það er hætt að tína nokkra brjóst sykurmola og eða kexkökur upp úr búðarskúffum með höndunum í kramarhús. Hreinlætiskröfur nú tímans leyfa ekki slíkt, — neytend ur kaupa ekki slikar vörur. Frá gangur vörunnar, útlit og geymslu hæfni, verða að aniöast við kröf ur neytenda, því að þeir ráða, þegar miðað er við eðlilega við skiptahætti. Nauðsyn vörukynninga. í heild á íslenzkur iðnaður nú mjög í vök að verjast fyrir erlend um varningi, sem hóflaust er flutt ur inn og auglýstur í mun ríkara mæli en íslenzkir framleiðendur geta almennt veitt eér. Það hefur lengi legið í landi ótrú á því, sem innlent er. Stundum hefur þetta 'átt rétt á sér en oft ekki. Iðn sýning sem þessi, er nú stendur yfir, þar sem sýndar eru aðal fram leiðsluvörur iðnaðarins, er líkleg ust til að eyða tortryggni, því að þar geta neytendur kynnt sér á hlutlægan hátt fjölbreytt vöruval og gæði þess. Einnig er nauðsyn legt fyrir hina einstöku iðnrekend ur að kynnast vel framleiðslu ann arra með það fyrir augum að geta notað þeirra framleiðsluvörur til sinnar eigin starfrækslu. Hin síðari ár er verkaskipting í iðnaði og samvinna á milli fyrlí ■tækja að færast mjög í vöxt. Hvað umbúðaframleiðsluna varðar, þá er henni sérstök nauðsyn kynning gagnvart öörum framleiðenduMi og dreifendum. Umbúðir eru orðn ar all stór liður í rekstri annarra framleiðenda og verzlana. Er því mikils um vert, að þær séu valdi ar af kostgæfni, En þótt góðar um búðir séu oft dýrar, verða þær venjulegast ódýrar í raun vegna miklu betri varðveizlu vör unnar og aukinnar söluhæfni. Eftirtalin fyrirtæki sýna umbúð ir á Iðnsýningunni: Dósaverksmiðj an hf. sýnir ýmsar gerðir af dóa um, bæði óáletruðum, áletruðum og skreyttum fyrir niðursuðu, máln ingu o.fl. Etna hf. sýnir ölflösku 'hettur, en starfsemi hennar ein skorðast við þá framleiðslu. Kassa gerð Reykjavíkur hf. sýnir bylgju pappakassa, pappaöskjur og lím- miða í mjög fjölbreyttri ltprent- un fyrir innlenda iðnaðarfram- leiðslu og útflutningsvörur frysti húsanna, ásamt mjólkurumbúðum. Plastprent hf. sýnir fjölbreytt úr val af plastpokum , — dósum, pok um úr pappír og sellofon og fl. Sigurplast ’hf. sýnir mikið úrval af piastdósum, flöskum og öðr um umbúðum úr plasti. Stálum búðir hf. sýna stáltunnur til út flutnings á meðalalýsi, einnig bakka úr áli og riðfríu stáli fyr ir matvælaiðnaðinn. Húsmæður! í tilefni umbúðadags Iðnsýningarinnar sýnum við hinar vinsælu 10 lítra mjólkurumbúðir, sem notaðar eru á Akureyri og Húsavík. KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR hf. sýningarstúka 379 Sjúkrahús Mötuneyti Veitingastaðir Skip og aðrir, sem nota ófitusprengda brúsamjólk. í tilefni umbúðadags Iðnsýningarinnar sýnum við 25 lítra mjólkurumbúðir, sem notaðar eru á Keflavíkur- flugvelli. Þessar umbúðir leysa brúsana af hólmi auk þess, sem mjólkin í þeim er fitusprengd og sezt ekki til. Sérstakir kæliskápar eru framleiddir fyrir 25, 50 og 75 lítra umbúðir. jj Kassagerð Reykjavíkur hf. Sýningarstúka 379 ^ 7. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.