Alþýðublaðið - 07.09.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 07.09.1966, Blaðsíða 16
Skálholtsannáll hinn nýi í aldaraðir hafa íslendingar litið upp til Skálholtsstaðar; þar blómg aðist bezt íslenzk mennt. Þar voru helztu höfðingjar landsins saman komnir. Þeir voru virtir og dáð ir og kotungarnir röktu ættir sín >ar til þeirra. Skálholt var vagga landsins. Þar var lærður skóli og anælt á latínusproki. Þar hófst íslenzk ieiklist. Öldum saman var vegur staðar ins mikill og fagur, unz í upphafi 19. aldar, þegar draugur róman tikurinnar tók að ríða hér hús um, þá -breyttist allt. Þjóðin fór >að vakna til vitundar um að hún væri þjóð. Skálholtsstaður grotn aði niður, varð annexía. Skálholt var ekki framar í hugum manna Skálaholt. Svo leið og beið; velgengni mör landans ókst. Menn hættu að eta hrossakjöt í Þykkvabænum og Hún vetningar létu af sauðaþjófnaði. Biskupinn blessaði ekki lengur yf ir dönskum lýð í Reykjavík. Menn fluttust ekki lengur til Ameríku, «n fólk lifði á trosi eftir sem áð- ur. Samt var trúuðum mönnum það álryggjuefni, strax að lokinni kreppu, >að guð átti ekki lengur fastan sess í hjörtum landsins 'barna. Þeir vildu endurreisa veldi guðs. Þeim var það Ijóst, að lands menn viidu heldur rétta sig af á sunnudagsmorgnum en ganga til Nú eru blessuð börnin byrjuð að læra á ný og kennararnir að kenna og kvíða fyrir því. Hver tekur fram sína tösku og töltir skólann í. En þó það sé leikur að læra, er langt í skólafrí. / tíða. Menn óttuðust ekki guð. Þeim trúuðu og hjartahreinu sýnd ist svo að guð væri dauður; fólk leggði nafn hans við hégóma og segði þegar það fékk ekki útborg að: „Gvöð. Þeir hófust því handa um að endurreisa með þjóðinni veldi guðs. Kirkjur voru reistar himnaföðurnum til dýrðar, og margar með samskotafé eins og Péturskirkjan í Róm forðum. En fólk daufheyrðist við bænum og beiðnum frómra. Kirkjurnar kom ust ekki undir þak. Fé skorfi, enda sannaðist þar hið fornkveðna, að seint fyllast sálir prestanna, Landsmenn létu þá enn skíra börn sín og ferma upp 'á grín. Þar sem kirkjunnar menn eru manna vitrastir. þá sáu þeir, að ekki dugðu nýjar kirkjur til þess að kristna lýðinn. íslenzk messa, íslenzkir og lútherskir kirkjusið ir voru of fábreyttir. Ekkert vit í & því að hafa bara einn biskup; þeir urðu að vera fleiri. Kenni- menn tóku nú einnig að klæða sig betur fyrir altarinu og þóttust ekki hafa hugmynd um að maður inn er nakinn fyrir guði. í kjöjl- urum kirkna eða viðhangandi félagsheimilum steig svo söfnuð urinn dans, með guðs náð og við skemmtun skrattans. Kjerkar urðu allt í einu smart og lekkerir. Þeir urðu veraldarmenn um leið og þeir þjónuðu sínum herra. Og á sunnudag var einn biskup inn til vígður, auðvitað með pompi og pragt í Skálholti. Þess var vita skuld vænzt, að almúgi allur líti þangað í hæfilegri lotning, því að klerkar landsins eru orðnir smart og penir. Kaþólskur bisk up var og þarna til að hressa upp á selskapinn. Skálholt er endur I reist. Þar er vagga landsins í dag ' Og leiklistin blómstrar þar á ný. Hver vill leigja ungum hjóa um með öskrandi ungbaru, sem g-etur haldið heilli blokk vak andi vikum saman? — Líkleg* enginn. — Ef einhver skyldi hafa 2ja herb. íbúð á manneskán legu verði, sendist tilboð til Vís is, merkt „Hjálp“. Augl. í Vísi. i Bróðir minn ætlar að stofHa kynningarmiðstöð vegna þess að hann ehfur svo gott startkapí tal; hann á sex ógefnar dætur. Kallinn er merkilega góður i málinu. Um daginn þegar hann sá kellinguna upp í bæli sagði hann.: Þú liggur þarna eins og naut á nývirki. Ég hefði nú gjarnan óskað þess að Margrét krónprinsessa hefðl átt prins. En sjálfsagt eignast hún hann síðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.