Alþýðublaðið - 24.09.1966, Page 3

Alþýðublaðið - 24.09.1966, Page 3
Gromyko hafnar viðræðutilboði New York og Saigon 23. 9 (NTB- Reuter). — Utanrfkisráðherra Sov étríkjanna Andrei Gromyko, hafn aði í dag síðasta tilboði Bandaríkja Bílvelta við Kópcrvogsbrú Kl. rúmlega 23 í gærkvöldi valt bifreiðin R-8575 sem er af gerðinni Taunus Station við brúna, yfir Kópavogslæk. Farþegi í bílnum slasaðist og var fluttur á Slysavarð stofuna og síðan á Landakotsspít ala. Ökumaður meiddist ékki telj andi. Bifreiðin var 'á leið til Reykjavík ur frá Hafnarfirði og var að fara fram úr annarri bifreið þegar hún valt. Bifreiðin mun hafa farið 2 eða þrjár veltur og er hún talin gerónýt. Bifreiðin braut umferðar merki og lokaði umferð, sem var mikil. Bílstjórinn virðist hafa misst vald á bílnum, en erfitt er að gera sér grein fyrir orsök slyss ins, að því er Kópavogslögreglan tjáði blaðinu. Framh. á 13. síðu. stjórnar um samningaviðræður um friðsamlega lausn Vietnamdeilunn , ar. Hann sagði ,að ekkert nýtt j kæmi fram í tilboðinu og stað festi stuðning Sovétríkjanna við stjórnina í Norður-Vietnam. í aðalræðu sinni í stjórnmálaum 1 ræðum Allsherjarþingsins tók Gro myko skýrt fram að .tillögur Bandaríkjastjórnar, sem aðalfull- trúi Bandaríkjanna hjá SÞ, Artb i ur Goldberg lagði fyrir þingið í gær, hefðu engin sérstök láhrif haft á Sovétstjórnina, Goldberg lagði rtil að þingið kynnti sér rækilega tillögur Bandaríkjamanna og’sagði að loftárásum Bandaríkja manna á Norður Vietnam yrði hætt ef Norðui'-Vietnammenn hétu því að draga einnig úr styrjaldar aðgerðum. Áður hafa Bandaríkja menn krafizt þess, að Norður-Viet nammenn leggi fram sannanir um að þeir hafi hætt sendingum vopna og herliðs til Suður-Vietnam. Gromyko sagði, að enn benti ekkert til þess, að Bandaríkja stjórn væri alvara með friðarum leitunum sínum og að árásum á hina vietnamönsku þjóð yrði hætt Það er skylda allra ríkja að styðja Framhald á 15. síðu. TfZK ISÝNING f SJÓNVARPI Rvík. AKB. Nú fer mjög bráðlega að líða að því að útsendingar hins íslenzka sjónvarps hefjist. Sl. föstudag var blaðamönnum ásamt fleiri gestum boðið að vera við upptöku þáttar undir stjórn Steinunnar Briem. Það var þáttur um nýju tízkuna og ræddi Steinunn við Báru Sig- urjónsdóttur og Rúnu Guðmunds- dóttur um helztu nýjungar úr tízkuheiminum. Sýningarstúlkur, þær, María Guðmundsdóttir, Pál- Framhald á 15. siðu Danskt rannsókna- skip í Reykjavík DANSKA skipið H.D.M.S. Hvidbjörnen sem einkum fæst við dýptarmælingar og land- helgisgæzlu verður í Reykjavík urhöfn nú um helgina og gefst almenningi kostur á að skoða það milli klukkan 2 og 4 á sunnuddginn. Síðastliðin tvö ár hefur skipið einkum verið við landhelgisgæzlu við Færeyjar og dýptarmælingar við vestur- strönd Grænlands og er það nú á leið frá Grænlandi til Dan- merkur. Það er búið mjög fullkomn- um mælinga- og rannsóknar- tækjum og hefur jafnframt þyrilvængju um borð, sem oft hefur bjargað mannslífum. Hún er annars einkum notuð til eftirlitsferða um fiskimið, til þess að kanna ísasvæði og leiðbeina skipinu í gegnum þau, til að leita að skerjum og til að flytja menn og vistir. Hvid björnen er yfirleitt staðsettur við Grænland eða Færeyjar svo sem fyrr segir og auk rann sóknarstarfans er því ætlað að gegna ýmsum öðrum hlut verkum, svo sem: fólksflutn inga og sjúkraflutninga, (á því er nýtízku sjúkrahús með sex rúmum) birgðaflutninga, lækn ishjálpa til lands og sjós, Framhald á 15. síðu Fimm ungir myndlisiar- menn sýna í Danmörku Reykjavík — ST. Fyrsta sýning norrænna mynd- listarmanna verður haldin í Lousi- ana safninu í Humlebæk í Dan- mörku í nóv. þessa árs. Það er Norðurlandaráð, sem hefur efnt til þessarar sýningar. í ár sýna fimm ungir myndlistarmenn frá hverju landi. Aldurstakmörk eru 30 ár. íslenzku fulltrúarnir iiafa þegar verið valdir. Eins og fyrr segir, er það Norð urlandaráð, sem efnt hefur til þess arar sýningar og er ætlunin að hún verði haldin annað hvert ár í sitthverju landanna. Norræna listasambandinu var falið að sjá um framkvæmd hennar, og sá FÍM um, að verk eftir unga ísl. myndlistarmenn yrðu valin. Kaus iFÍM sýningarnefnd og valdi hún verk eftir fimm íslenzka lista- menn, en tilskilið var að eigi mætti senda fleiri myndir en fimm eft:r hvern. Nefndinni bárust alls um 70 myndir eftir 17 málara. Varð nefndin sammála um að senda verk eftir þessa myndlistarménn: Einar Hákonarson (5 myndir), Hrein Friðfinnsson 3, Sigi|rjón Jóhannsson 3, Vilhjálm Bergsöh 4, og Þórð Ben. Sveinsson 1,. ÞéSsir ungu menn hafa allir. nema Þórð- ur, sem einnig er yngstur ])átttak- enda, átt verk á samsýningum hér heima. Þess má geta, að Norðurlánda- ráð leggur fram 30 þús. kr dahsk ar til verðlauna fyrir beztu mynd eða myndir, á Ungdoms bierinale í Lousiana safninu. Framhald á 15. síðu 24- september 1966 -- ALÞÝÐUBLAÐIÐ -3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.