Alþýðublaðið - 24.09.1966, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 24.09.1966, Qupperneq 8
Bjartsýni á þingi Mlanzhafssamtaka Miinchen, 19. sept. — í aldar- gömlu þinghúsi Bavaríu, “Max- imiiianeum”, var nýlega sett tólfta þing Atlantic Treaty Association (ATA), en það eru einkasamtök merkra borgara, og er markmið þeirra að veita Atlantshafsbanda- laginu stuðning. Rúmiega 300 full- trúar frá öllum NATO-löndunum auk fjölmennar sendinefndar frá Frákklandi, voru þarna saman- komnir, ásamt tugum borgara og blaðamanna, til að hlusta á ræður Mánlio Brosio, framkvæmdastjóra NÁTO, fráfarandi forseta ATA Gladwyns lávarðar og von Hassels, varnarmáláráðherra Þýzk- alánds. Yfir setningu þingsins var nær fagnaðarblær rétt eins og full- trúarnir væru ákveðnir í að sýna, að afstaða Frakklands hefði ekki haft áhrif á grundvallarákvörðun bandalags þjóðanna fjórtán um að Ihalda áfram undirbúningi til varn ar Evrópu. Ákveðni um áframhald andi starf bandalgsins kom einnig fram í því, hve sjaldan minnst var á afstöðu Frakklands. Meðal Julltrúa þingsins ríkti sá andi að hyggilegra væri að líta fram á veginn fremur en til baka Nokkrir ræðumenn létu varlega í Ijós þá von, að Frakland mundi- að nýju taka sinn fulla þátt 1 mál efnum bandalagsins, og að svo virtist sem hið svonefnda hættu ástand Atlantsþafsbandalagsins væri í eðli sínu sögulegur atburð ur fremur en vandam'ál, sem ógn aði samtökunum. í kveðjuræðu sinni sagði Glad wyn lávarður, að traust Evrópu væri meiri nauðsyn nú en nokkru sinni fyrr, einkum ef mrrgþráð Atlantshafssamfélag ætti nokkru sinni að verða að veruleika, og slagorðin „amerísk yfirráð" verði fyrir borð borin sem gatslitnar hræðsluhugmyndir. Gladwyn benti á að ening Evrópu væri nauðsyn, áður en sannnefnt Atlantshafssamfé- lag gæti orðið til, og að þessi stefna myndi að lokum verða úr eltri þjóðernishyggju yfirsterkari. Gladw.vn lávarður lýsti yfir því að hann væri ekki „óþarflega svart sýnn“ um framtíðina, nema aðr ar ríkisstjórnir bandalagsþjóðanna kynnu að freistast til „að fara að dæmi Frakklands", eins og hann orðað; það. En Gladwvn lávarður var þess fullviss, að flestar ríkis stiórnir og þióðjr gerðu sér grein fyrjr hlutdeild NATO, sem ekki á sinn líka, í friði og velmegun Evrópu, og muni halda áfram að hafna „þióðernishyggju-hlutleysis -stefnum. í skeleggri og greinargóðri ræðu sagði Manilo Brosio framkvæmda stjóri NATO að „Atlantshafsbanda lagið hefði ástæðu til að vera hreykið af þeim skerf, sem það hefði lagt til friðar og frelsis í Evrópu" og vegna núríkjandi ör yggrs geti bandaiagsríkin athugað gaumgæfilega leiðir og aðferðir til að bæta sambúð austurs og vesturs. Á undanförnum árum hefði NA TO stuðlað að stöðugum samskipt um á sviði stjórnmála og menning armála milli NATO ríkjanna og Austur-Evrópu landa, þar með tal in Sovétríkin, og að haldið skyldi áfram á sömu braut, svo framar lega sem menn gerðu sér samtímis grein fyrir hefðbundnum cg nú verandi markmiðum Sovétríkj- anna. Brosio bætti við, að stefna Sov étríkjanna á vesturlöndum hefði þrjú höfuðmarkmið, sem ekki hafa breytzt. Að skilja Evrópulöndin frá Bandaríkjunum. Að stuðla að sund urþykkju meðal frjálsra þjóða Evr ópu. Að veikja frjálsu Evrópuþjóð irnar með því að niðurlægja Þýzka land og hvetja rótttæk yfirgangs öfl alls staðar. Framkvæmdastjórinn hvatti menn til að vera raunsæir varð andi samskipti milli þjóðanna í Austur- og Vestur-Evrópu og sagði að þjóðir Vestur-Evrópu ættu ekki að bera hirðuleysislega fyrir borð öryiígi sitt í blekkjandi tilgangi. Effir að Brosio hafðí minnst á alvarlegar ákvarðanir bandalags ríkjanna fjórtán varðandi framtíð bandalagsins, lvsti hann bví yfir, að Framhald á 14. síðu. l l.. ÍLaElKl Pakistan heitir eitt af hinum mörgu, nýju ríkjum, sem nú á síðari árum hafa hlotið sjálf- stæði. — Þetta ríki er hluti af hinu forna Indlandi og ber því, sem að líkum lætur, flestöll ein- kennj þeirrar þjóðar. Meirihluti íbúanna eru Múhameðstrúar. — Pakistan á sjálfstæði sitt að þakka einkum einum manni, öðr um fremur, en það er þjóðarleið- togi þeirra, Mohamed Ali' Jin- nah. í mörg ár hafði hann unnið kappsamlega að undirbúningi þess, að Pakistan-ríki yrði stofn- að, þar til sá draumur varð loks að veruleika árið 1947. Hann var líka elskaður og dáður af þjóð sinni, sem kallaði hann Quaid- I-Azam, en það mun þýða: „hinn mikli foringi." Þegar ríkið Pak- istan var að fullu stofnað 1947, varð Mohamed Ali að sjálfsögðu yfirmaður póstmála landsins, svo sem annarra mála. Komið hafa út a.m.k. tvær frímerkja-seríur til heiðurs og minningar honum, en hann andaðist árið 1948. Sú fyrri kom út árið eftir andlát hans, eða 1949, en hin síðari 11. september 1964. Þessi síðari ser- ia er tveggja merkja, og sýna þau hið virðulega grafhýsi Mó- hameds. — Nú má ef til vill spyrja sem svo: „Hvers vegna grafhýsi, en ekki mynd mannsins á merkjunum?" — Við, sem bú- um í hinum vestræna heimi, er- um vön því, að póststjórnir land- anna séu ósparar á, að birta myndir af þjóðhöfðingjum landa sinna á frímerkjum. En enginn safnari hefur nokkurn tíma séð Móhamed Ali á frímerkjum. — Þetta stafar af því, að Múham- eðstrúarmenn, að minnsta kosti sumar þjóðir þeirra, hafa rót- gróna óbeit á því, að láta taka af sér myndir, eða sjá þær á prenti. Og svo er það um Pakist- an-menn. — Frímerki þeirra bera öll möguleg önnur „mótív”, eins Framhald á 10. síffu. Skálhol aðeins i Á fundi með fréttamönnum skýrðu forráðamenn bókaútgáf- unnar Skálholts frá því að fram kvæmdastjóri úfcgáfunnar Njörður P. Njarðvík cand. mag. hefði nú látið af störfum um :sinn við fyr irtækið, þar sem hann tæki við lektorstöðu í Gautaborg. Stjórnar formaður Skálholts hf. Knútur Bruun, hdl. gat þess, að forlagið mundi því nokkuð draga saman seglin. hvað útgáfu almennra bóka snerti, en einskorða sig við út- gáfu kennslubóka. Á árinu 1965 gaf bókaútgáfan Skálholt hf. út þrj'ár kennslubæk ur í íslenzCcu fyrir gapFnfræða skóla og menntaskóla. Voru þær ýmist samdar eða búnar til prent unar af hinum færustu skólamönn um. Var leitazt við að fullnægja nútímakröfum um gerð kennslu bóka svo sem kostur var á, enda náðu þær allar talsverðri út- breiðslu þeear í stað. Á námskeiði fyrir ’slenzkukennara í gagnfræða skólum, sem fram fór í Kennara skólanum í bessum mánuði- voru bækurnar kynntar og sýnt er, að á komandi vetri verða þær notaðar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.