Alþýðublaðið - 07.10.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.10.1966, Blaðsíða 2
reisa nýtt stórhýsi a JRvík, — OTJ. ENN hafa Loftleiðir tekið stór Jiýsi í notkun, að þessu sinni rúm- lega sexþúsund rúmmetra skála, þar sem margvísleg starfsemi er liýst, Sívaxandi flugrekstur félags ins hefur leitt það af sér að það hefur verið í miklu liúsnæðishraki «g því ákvað stjórn þess fyrir alllöngu að fá leyfi til að reisa stóran skála til að bæta úr. Leyfi fékkst snemma á þessu ári, en framkvæmdir voru ekki hafnar fyrr en í júní sl. En þá var líka heldur betur tekið til höndunum J»ví að byggingaframkvæmdir tóku ekki nema 69 vinnudaga. Þessi nýja bygging er stál- grindahús sem keypt er frá Banda ríkjunum og hafa framkvæmdir verið undir yfirstjórn Guðmund. ar Jóhannssonar húsasmíðameist- ara, sem áður hefur byggt fyrir Loftleiðir, og á skömmum tíma. í þessari nýju byggingu verða tollvörugeymsla, umhleðslu- geymsla, viðgerðarstöð og tækja- geymsla. Þegar Loftleiðir tóku við flug rekstri í Keflavík var geymslu og viðgerðaraðstaða þeirra lengi framan af léleg en nú hafa verið keypt ný afgreiðslutæki fyrir rúm- ar tólf milljónir króna og því mik Sara Lidmann rithöfundur væntanleg til íslands Sara Lidman, sænska skáldkon an heimsfræga, er væntanleg til fslands seint í þessum mánuði í boði Menningar og friðarsamtaka fslenzkra kvenna. Sara Lidman er einkum kunn hér á landi fyrir bók sína „Son- ur minn og ég“, sem kom út árið 1962 og hlaut góðar viðtökur. M. a. skrifaði frú Sigríður Thorlacius um bókina: „Af fyrri ritverkum Söru Lidman var ljóst, að hún var góður rithöfundur. Með skáld sögunni „Sonur minn og ég“ hefst hún í hóp ritsnillinga. Hin ó- vægna mannlýsing með*.kynþátta vandamál Suður_Afríku að sögu- sviði, verður ógleymanleg“. Sara Lidman ferðaðist um Viet- Nam á síðasta ári og hélt síðan marga fyrirlestra um þá fór bæði í Svíþjóð og Noregi. Auk þess kom hún fram í útvarpi og sjón- Framh. á 13. síðu. ill munur á. Geysileg aukning hef ur orðið á flugrekstrinum á Kefla víkurflugvelli síðan Loftleiðir tóku við starfseminni þar og sem dæmi má geta þess að á síðasta ári fóru rúmlega hundrað og fjörutíu þus. farþegum fleira um völlinn en árið 1963. Er því varla furða þótt félagið þurfi að bæta við sig stórhýsum. Skálinn fyrrnefndi er byggður á þann hátt aö bæta má v:ð liann meðan landrýmið endist. Hingað til liefur kostnaðurinn við bygg- inguna verið rúmlega þrjár og hálf milljón króna. Á fundi með fréttamönnum, skýrði Sigurður A. Magnússon, blaðafulltrúi félagsins frá því að nú í október hefðu Loftleiðir byrjað með nýtt „stopover pro- gram“. Er það tveggja sólahringa dvöl á nýja hótelinu, morgunverð ur, hádegisverður og kynnisferðir, allt fyrir rúmar fjórtán hundruð krónur. Hin nýja vetraráætlun fé- lagsins gengur í gildi hinn fyrsta næsta mánaðar. Ferðum fækkar þá milli Luxemborgar og Banda- ríkjanna og verða ferðirnar dag- lega milli íslands og þessara landa. Hins vegar verður áfram sami ferðafjöldi milli íslands og Stóra Bretlands, Noregs, Danmerk ur, Svíþjóðar, Finnlands og Hol- lands. Forstjóri Loftleiða á Kefla víkurflugvelli er Grétar Kristjáns son, lögfræðingur. i „Meistari franskrar kvik- myndagerðar" mundu eflaust sumir segja um Jean Renoir, sem stjórnaði fyrstu eiginlegu kvikmyndinni, er íslenzka sjón varpið sýndi. Jean Renoir mun vera talinn meðal fremstu gam anmyndahöfunda Frakklands, þó myndir hans séu misjafnar að gæðum; sumar markverð Jistaverk, en aðrar mistækar. French Can-Can telst þó með- ál þeirra misheppnuðu, en það er eigi að síður þakkarverð .viðleitni að byrja á því að |cynna þennan markverða kvik myndaleikstjóra, þó valið hefði ef til vill getað orðið betra. Renoir hefur víst aldrei ver- !'ð sérlega vinsæll leikstjóri íér á landi. Ein af hans beztu myndum, Sjónhverjingin mikla (La grande illusion) var sýnd í Nýja Bíói fyrir nokkrum ár- um í tæpa viku og Skógarferð- ln (Le déjeuner sur l’herbe) var 2—3 daga á sýningartjald- inu í Hafnarbíói um Iíkt leyti. Merkilegasta verk Renoirs er talið vera heikreglurnar (La régle du jeu, Filmía), enda sveið mörgum sárt undan henni, er hún kom fyrst fram og var lengi vel bönnuð. Það sem einkum einkennir kvik- myndir þessa mikilhæfa leik- stjóra, er mannlegur hlýleiki. Hafa margir yngri kvikmynda- leikstjórar Frakka hyllt hann sem læriföður sinn og áhrifa lians gætir einkum í myndum Francois Truffauts. Þessi mann lega vinátta fer þó fyrir ofan garð og neðan í French Can- French CAN-CAN Can og þau álirif eru mátt- laus í samanburði við Út- smogna jótgönguliðann (Le caporal épinglé, Filmia ’64). Ofangreind mynd (sem sýnd var í Austurbæjarbíói fyrir mörgum árum) á söguþráð sinn að rekja til frægasta skemmt- anahverfis Parísarborgar, Mont martre, og gerist á upp- vaxtardögum „Rauðu myllunn ar“. Þar kemur við sögu ung blómarós, Nini, sem margir verða ástfangnir af (að sjálf- sögðu), ekki sízt liöfuðpersón- an, Danglard (leikinn af Je- an Gabin). Og eins og vera ber, endar kvikmyndin í ham- ingjusælu og sprellfjörugum Can-Can dansi. Eftirtektarverðast við kvik- mynd þessa var geðfelldur og hógvær leikur Jean Gabins. Þokkagyðjan Francoise Arnoul fór með hlutverk Nini og fjör- kálfurinn Casimir var leikinn af Philippe Clay, sem nú orð- ið er kunnastur í hlutverkum illkynjaðra misindismanna. Annars var hápunktur kvölds ins þátturinn „Við erum ung“ — eða réttara sagt, einn hluti hans. Var það atriðið með þjóð lagasöngkonunni Krlstínu Ól- afsdóttur, sem var sérlega tæknilega vel útfært og raun- ar frábært miðað við aðstæð- ur. Fór þar saman góð kvik- myndun og smekklega unnar samskeytingar. Þess utan virt- ist söngkonan mjög efnileg og lagavalið afburða gott. Sigurður Jón Ólafsson. Vetrarstarfsemi Æskulýðs- ráðs aö hefjast Æskulýðsráð Reykjavíkur muu í vetur reka víðtækt tómstunda- og félagsstarf fyrir æskufólk borg arinnar Að Fríkirkjuvegi 11 mun verða opið hús fyrir unglinga 15 og eldri, fjö'gur kvöld í viku, þ.e. þriðjudaga föstudaga laugardaga og sunnudaga. í sambandi við opið hús verð ur efnt til ýmiss konar skemmtana sýninga og dansleikja. Á Þriðjudagskvöldum verða kvik myndasýniÐgar, kvöldvöfcu|r eða leiksýningar. Á föstudagskvöldum verða dans leikir, og einnig ú sunnudögum kl. 4-7 e.h. Ýmis félög og klúbbar munu einnig starfa að Fríkirkjuvegi 11 og í Golfskálanum í samvinnu við Æskulýðsráð. Námskeið í nokkrum greinum tómstundaiðju verða haldin að Frí Stal 15000 krónum Rvík. — ÓTJ. FIMMTÁN þúsund krónum var stolið úr peningaskáp í Tpnabíói í fyrrinótt. Þjófurinn hafði sprengt upp einar dyrnar og komist þann ig inn á skrifstofuna þar sem fyr ir var rammger peningaskápur sextíu sentímetrar á liæð og ótta- tíu á breidd. Þar var ráðist til atlögu með innbrotsverkfærum, og tókst þjófnum að opna hurð skáps ins. Þaðan hirti hann sem fyrr segir 15000 krónur og hafði á brott með sér, en einskis annars var saknað. kirkjuvegi 11 og að gefnu tilefni er rétt að benda á það að nám skeiðin eru fyrir ungt fólk frá 14 ára og allt að 25 ára aldri. Sjóvinnunámskeið fyrir pilta verða haldin að Lindargötu 50 að venju, og hefjast þau í lok þessa mánaðar. í gagnfræðaskólum borgarinnar mun Æskulýðsráð { samvinnu við skólana standa fyrir ýmisskonar félags- og tómstundastarfi, sem kynnt mun verða í skólunum hverj um fyrir sig. Allar nánari upnlvsingar igefur skrifstofa Æskulvðsráðs. opin virka daga kl. 2—8 sími 15937. Kl. 14,30 í gær tnáðist fyrir milligöngu sáttasemjara rílkisins Torfa Hjartiarsonar samkomulag milli Vinnuveiíendasambands ís- lands vegna Sementsverksmiðjunn ar og verkalýðsfélags Akranéss, um kaup og kjör starfsmanna verk- smiðjunnar, Samkomulagið var boi-ið undir fund starfsmanna verk smiðjunnar sí'ðdegis og var sam- þykkt. Verkfallinu sem til fram kvæmda átti að koma kl. 24 síðast liðna nótt hefur því verið aflýst. Stjórn Sementsverksm0junnar '•’ramh. á 13. sfðu. g, 7. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.