Alþýðublaðið - 16.10.1966, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 16.10.1966, Qupperneq 6
18. ofctóber 1966 ■ Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ — í hrelnskilni sagt, þá er þetta alltof glansmyndarkennt til aö geta verið satt, sagði Eleanor Pettigrew við mann sinn. Þaðan, sem þau stóðu, sáu þau yfir alla landareignina. Hvítkalkaðir veggirnir, slútandi hálmþakið og múrsteinareykháf- arnir litu út eins og á póstkorti af enskri sveitarsælu. — Ailtof glansmyndarkennt til að geta skilað arði, sagði Pettigrew. — Ég sé ekki betur en túnið sé í niðurníðslu. — Skyldi búnaðarfélagið ekki geta . . . — Vertu nú ekki svona jarðbundinn, Frank! Ég vil skoða þennan dásamlega stað betur. Heldurðu, að okkur verði geflð te, ef við biðjum fallega um það? í>au þurftu ekki að hafa frekari áhyggj- ur af því efni, eftir að þau voru komin að hliðinu. Þar var skilti, sem á stóð: FRÚ BROADMAN. Te til sölu með ekta Devonshirer j óma! Þau áttu dálítið erfitt með að fá rúm fyrir bílinn á bílastæðinu, sem var falið bak við útihús, vegna þess hve margir bílar voru þar fyrir. Testofan var stórt herbergi, sem hafði bersýnilega verið bætt við húsið í flýti og reynt að hafa það sem líkast hinum upprunalega Tudorstíl á húsinu. Þar var þéttsetið, og þau Frank og Eleanor urðu að sitja við borð, sem tveir menn aðrir sátu við. Pettigrew var viss um að hafa séð annan þeirra áður, roskinn mann með strengda andlitsdrætti og hvöss, ljós augu, en hann mundi ekki hvar. Hinn var með öllu ókunnur. Allt var herbergið of- hlaðið skrautmunum úr leir og hömruð- um málmi. Pettigrew virtist staðurinn vera í örg- ustu niðurníðslu, en kona hans var komin til að skemmta sér, og hún hélt gleði sinni, jafnvel þótt slcruðningar heyrðust úr eldhúsinu og afgreiðslustúlkan kæmi síðan og segði, að teinu seinkaði af því að bakkinn hefði farið um. — Heldurðu að eitthvað af þessum leir- munum sé til sölu? spurði hún. — Áreiðanlega allir, svaraði Pettigrew. Þessi veitingastaður er rekinn vel, en jörðin er hneykslanlega vanhirt. Ég væri til í að tala yfir hausamótunum á bónd- anum. — Það væri ekki til neins, sagði mað- urinn, sem Pettigrew hafði ekki séð áð- ur. Hann sló fingri á enni sér og hélt áfram: — Ilarry Broadman talar ekki við neinn nema konuna sína. Ekki síðan hann meiddist á höfði í kappakstri fyrir 30 árum. Ég hef séð hann rölta um túnið eða sitja yfir í aðalhúsinu, en hann fæst ekki til að tala. Meðan allt er samt við sigf er hann blíður eins og lamb, segir hún, en ef eitthvað breytist, ærist hann aiveg. Hún lætur hann aldrei vita hvað hún aðhefst hérna megin í húsinu, en hún sér' fyrir bonum og borgar öll gjöld með tekjumim. — Nú, einmitt, sagði Pettigrew. — Þá skijlda ég þeim báðum afsökunarbeiðni. Fru Bi oadman hlýtur að vera dugnaðar- kona. — Þú verður að kaupa einn af postu- línshundunr.m hennar fyrir mig, sagði Eieanor. — Til að bæta fyrir það. Skranbúðirnar í þorpinu leggja þetta til og það er selt í umboðssölu. Forngripir finnast engir í þessu héraði lengur. Það er mér kunnugt um, því að ég hef leitað um allt með logandi ljósi. Það er átak- anlegt. — Á námsárum mínum bjó ég á bónda- bæ hér nálægt, sagði Pettigrew. Bótíd- inn sagði mér þá, að maður frá Barnstap- le hefði borgað sér 17 pund fyrir gamla fjöl, sem var á veggnum. Þessi fjöl er nú geymd á safnl, einstæð veggklæðing frá sextándu öld. — Sautján pund! sagði Eleanor. Fyrir grip, sem hlýtur að hafa verið mörg hundruð punda virði. Það eru svivirðileg svik! — Engan veginn, sagði maðurinn. — Maðurinn frá Barnstaple hefur einfaldlega notað sér, að hann vissi betur. Hann hafði fullan rétt til þess. Allir safnarar hafa fullan rétt til þess. Það eru einu forréttindi þeirra. Hann talaði af glóandi áhuga. Og í þann svip mundi Pettigrew allt um hann. — Þér heitið Shaw, er það ekki? sagði hann. — Ég sá yður einu sinni bera vitni í máli um forngripi. Sérgrein yðar var, ef ég man rétt .... — Gamlir Ieirmunir með salthúðun og Hann þagnaði er afgreiðslustúlkan birt- ist aftur. Hún valt áfram að borðinu og lét bakka falla niður á það fyrir framan Eleanor. — Þið verölð að afsaka tekönnuna, sagði hún. — Við eigum ekki nógu marg- ar, því að þær eru alltaf að brotna. Ég varð að láta ykkur hafa þessa. Ég er hrædd um að hún leki örlítið. Hún flýtti sér burt og dæsti. Tuttugu mínútum síðar voru Pettigrew hjónin að Ijúka við teið. Shaw, sem bú- inn var að borga fyrir talsveiðri stundu, sat enn við borðið og reykti hvern vindl- inginn á fætur öðrum. Frú Broadman, horuð, þreytuleg kona, gekk til' þeirra. — Viljið þið ekki kaupa minjagrip? spurði hún. — Postulínshimd kannski? Pettigrew keypti postulínshund af þægð, en Shaw sagöi allt í einu ákafur: Mér lízt betur á tekönnuna. Hún ér öðru- vísi en flestar aðrar. — En góði maður! Konunni brá ber- sýnilega. — Mary átti ekkert með að taka hana út úr skápnum. Þetta er kanna húsbóndans og hann vill ekki te úr neinni annarri könnu. Hafið þið nokkuð á móti því að ég fari með hana núna? — Alls ekki, sagði Eleanor, — við er- um búin. Shaw fylgdi tekönnunni eftir með aug- unum, og í andliti hans sást frumstæð áfergja. Hann þagði um stund, og síðán tautaði hann: — Þetta er fáránlegt! og flýtti sér út. - Ég er enginn sérfræðingur, sagði Pettigrew, — en um daginn var mynd í blöðunum af tekönnu, sem seldist fyrir ofsaupphæð vegna salthúðunar hjá Christie, og þessi kanna er alveg eins ög hún var. Hvað ætli gerist núna? Það, sem gerðist var, að Shaw steig tómhentur upp í bíl sinn, sem stóð fram- an við bíl Pettigrews og ók á brott, hrað- ar en mjór vegurinn þoldi með góðu móti. — Ég held það væri rétt að vara frú Broadman við, sagði Pettigrew við konu sína mörguninn eftir. — Hvers vegna þá? Hún vill ekki selja tekönnuna, og það þýðir, að hann verður að bjóða henni gott verð fyrir hana, ef hann vill ná í hana. -- Það er ekki fyrst og fremst verðið, sem ég hef áhyggjur af því hvað verður, ef hún neitar með öllu að selja. Shaw er alls ekki með öllum mjalla, þegar um sérgrein hans er að ræða, og hann getur gert allt til að komast yfir verulega góðan hlut. Og ég meina: ALLT. Eleanor þurfi að nota bílinn til að fara í búðir um morguninn, svo að Pettigrew tók áætlunarvagn og steig úr fáeina kíló- metra frá veitingastaðnum. Hann var kom- inn að síðustu beygjunni á veginum, þeg- ar hann varð að stökkva út á kantinn til þess að verða ekki undir gömlum grænum bíl, sem ók alltof hratt. Hann hraðaði för sinni eins og hann óraði fýrir einhverju. Dyrnar á húsinu voru opnar og enginn svaraði, þegar hann hringdi dyraklukk- unni. Ekkert hljóð heyrðist í forstofunni, nema tifið í stórri klukku. Dyrnar inn í eldhúsið stóðu í hálfa gátt, og eitthvað dökkleitt rann hægt undir þeim á hrein- um gólfflísunum. Pettigrew forðaðist að stiga í þetta, þegar hann opnaði dyrnar alveg og leit inn í eldhúsið. Frú Broadman lá á grúfu á eldhúsgólf- inu. Hún hafði fengið þungt högg á höf- uðið. Skápur með glerhurð fyrir stóð op- inn hins vegar í herberginu. Hann var fullur af allskyns leirmunum, en á miðri neðstu hillunni var áberandi skarð. Og Pettigrew tók einnig eftir öðru áður en hann sneri frá til að ná í aðstoð; á gólf- inu lá samanvöðlaður bréfmiði. Það reyndist vera fimmpundaseðill með nafn- ið á gistihúsinu í nágrenninu stimplað á bakhliðina. Pettigrew var ekki lengi að ganga úr skugga um, að hann var eini lifandi mað- urinn í húsinu og að enginn sími var þar. Hann var talsvert lengur að komast í sam- band við umheiminn. Loks tókst honum að stanza bíl, sem átti leið fram hjá, og fá far á lögreglu- stöðina. Þar tók ungur lögregluvarðstjóri við málinu, og Pettigrew fékk honum fimmpundaseðilinn og sagði honum allt, sem hann vissi um málið. Lögreglumaðurinn lofaði að láta hann vita, hvernig rannsókninni miðaði áfram, og hann stóð við það. Seint um kvöldið var Pettigrew kallaður í símann í gisti- húsinu, sem þau hjón bjuggu í. — Shaw átti seðilinn, var honum sagt. Hann skipti ávísun í gistihúsinu í gær- kvöldi. Hann hefur ekki sézt síðan klukk- an tíu í morgun. Við höfum fengið núm- erið á bílnum hans og því hefur verið útvarpað. Meira getum við ekki gert að svo stöddu. — Þetta er leiðindamál, sagði Petti- grew. — Já, heldur er það, sagði lögreglu- þjónninn og lagði á. Kvöldið eftir var aftur kallað á Petti- grew. En að þessu sinni kom lögreglu- maðurinn sjálfur. — Það eru fáein atriði í sögu yðar, sem ég vildi fá að vita nákvæmar um, sagði hann. Pettigrew leysti úr því og lögreglumað- urinn þakkaði honum kurteislega fyrir. — Ég geri ekki ráð fyrir að við þurf- um að ónáða yður aftur, sagði hann. — Málið er upplýst. Við erum búnir að finna Shaw. Og bílinn hans. Og tekönnuna, bætti hann við. — Guði sé lof, sagði Pettigrew. — Það fór hrollur um mig að hugsa til þess, að þessi maður gengi laus. En hann er auð- vitað vitskertur. — Alveg geðbiíaður. — En ætli hann sé brjálaður í lagaleg- um skilningi. — Ég er ekki lögfræðingur, en eng- inn kviödómur hér um slóðir mundi segja annað en hann væri. brjálaður. Framhald á 14. sáðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.