Alþýðublaðið - 16.10.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.10.1966, Blaðsíða 8
Nútíminn gerir þær kröfur til vísinda, að þau geri mönn- um lífið þægilegra. Lífsþæg- indi telja menn fyrst og fremst eitthvað af veraldleg- um toga, hvort sem það er djúpur stóll, þvottavélasam- stseða eða bíó í setustofunni með tilkomu sjónvarps. Við leggjum ekkert mat á það hér, hversu gott hin svoköll- uðu lífsþægindi gera mannin- nm sjálfum á andlega sviðinu, hafandi í huga þá skoðun spekinga, að allt veraldar- vafstur geri manninn sljóan fyrir hinum æðri sannindum tilverunnar og sé því blekk- ing ein og falsguðir. Sjónvarp er eitt tækja — að við ekki segjum leikfanga — í hópi þeirra veraldargæða, sem nú- timamanninum virðist ómiss- andi. Ef við spyrjum hvers vegna, virðist svariö liggja í . því, að það sparar tíma og tekur frá mönnum ómakið við að leita sjáljir að tómstunda- verkefnum. Sjónvarpið sparar tíma þeim, sem þurfa að fara langa leið í kvikmyndáhús eða á einhvern þann stað, sem hægt er að eyða kvöldinu án til- tölulega mikilla útgjalda. — Þetta er afgerandi vandamál í erlendum stórborgum, enda þótt við höfum ekki enn á- hyggjur af vegalengdum í kvikmyndahús. — Sjónvarpið nær — vonandi hér einnig innan skamms til afskekktra staða, þar sem ekki er völ góðra kvikmyndahúsa eða skemmti- og jræðsluefnis á borð við það, sem sjónvarp flytur. Sjónvarp þjónar hin- um sjúku og fötluðu, sem ekki eiga heimangengt og það nær til hinna öldruðu, sem heldur sitja heima en leggja á sig flakk á skemmtistaði. Sjónvarp er ennfremur notað í þágu fræðslu, ýmist í beinu sambandi við skóla, eða þá, að það býður fólki upp á nám- skeið í fjölmörgum greinum og fær til kennslunnar úrvals kennslukrafta. Og þannig mætti telja áfram. Ég sagði áðan, að sjónvarp tæki af mönnum ómakið við að leita sjálfir að tómstunda- verkefnum. Þetta er ábyrgð og vald sjónvarps og einmitt hér liggur hætta fyrir hinn almenna áhorfanda. ÉQ efast ekki um, að í landi með svo gróna menningu sem hér, verður leitazt við að hafa menningarlegt efni á boðstól- um í íslenzku sjónvarpi, eftir því sem tök eru á. En sjón- viarp gleypir óherriju milkið’ efni og uppsprettur eru ekki ótákmarkaSar. Það er alltaf hætta á, að nokkuð fljóti með af léttmeti, sem sjálfsagt er ekki til annars ills én eyða tima fólks, sem það annars gæti notað á jákvæðari hátt. Sjónvarpið er því stundum tímaþjófur og mönnum lærist vonándi með tímanum, að velja og hafna. En fyrst í stað má reikna með því, að fjölskyldumeðlimir, yngri sem éldri, sitji negldir við sjón- varpið, stundum á kostnað annarra aðkaliandi verkefna, svo' sem náms, lesturs eða haildiða. 16. október 1966 - Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ Vogaskólinn í Reykjavík er á þessu hausti að taka upp athyglisverða nýbreytni í kennslu á gagnfræðastigi, og ef tilraun þessi gengur að óskum má vænta þess, að fleiri skólar feti þar fljótlega í fótsporið. Nýbreytni þessi er í því fólgin, að nemendum tveggja efstu bekkja gagnfræðastigsins gefst kostur á að velja sér að nokkru leyti sjálfir þær námsgreinir, sem þeir lesa til gagnfræðaprófs. í tilefni þessa hefur Sunnudags Alþýðublaðið átt spjall við skólastjóra Vogaskólans, Helga Þorláksson, um þessa nýjung. — Þessi nýbreytni er í því fólg in, að nemendum 3. og 4. bekkj ar, eða 9. og 10. bekkjar eins og þeir kallast hér í skóla, fá að nokkru leyti sjájfir að velja sér námsefni. Okkur finnst eðlilegt að nemendum gefist þann ig kostur á að nytja sérhæfileika sína og einnig finnst okkur rétt að gefa nemendum, sem eru bún ir að sitja á skólabekk átta vet ur, færi á að hafna einhverjum námsgreinum. Mikill hluti kennsl unnar, fer þó eftir sem áður fram í skyldutímum. í íslenzku, dönsku ensku og reikningi eru fjórir skyldutímar á viku, 2 að meðaltali í starfsfræði og félagsfræði, sem við kennum sem eina grein, tveir í handavinnu, en þar gefst nem- endum kostur á að velja milli tvenns konar náms, og í 10. þekk Helgi Þoriáksson, skólastjóri. —Upphaflega var ætlunin- að þetta valfrelsi næði einungis til þeirra, sem luku unglingapr'ófi síðastliðið vor og verða nú í 9. bekk. En þegar við fórum að kynna þetta fyrir nemendum í vor tóku okkur strax að berast margar fyr irspurnir frá nemendum, sem þá voru í 9. bekk, hvort þetta gæti ekki einnig náð til þeirra. Við létum þá kanna, hvaða greinir þessir nemendur mundu velja, ef þeir ættu þess kost, og niður staðan varð sú að þetta er látið ganga yfir alla. Því fylgir sá kost ur að þá er hægt að tengja sam an í hópa nemendur úr báðum ár göngunum, og þannig er betur tryggt að nemendur fái námsefni við sitt hæfi. Valhóparnir í sömu grein verða ekki allir látnir hafa sama námsefni, þeir verða mis þungir í samræmi við misjafna kunnáttu og misjafnan þroska nem enda, og þeir verða lagðir upp á mismunandi hátt eftir þvi hvert nemendur hyggjast stefna. — í þessum tveim árgöngum sem valfrelsið nær til, eru um 250 nemendur. Nýbreytnin nær til allra nemanda í þessum árgöngum nema landsprófsnemanda, en þeirra nám er að sjálfsögðu bund ið af prófinu. Áður var þessum árgöngum skipt í tvær deildir: al menna bóknámsdeild og verzlunar deild, en nú verður sú deildaskipt ing logð niður, en í staðinn kall ast þetta allt einu nafni: Valdeild. Þessi nýbreytni hefur nú stráx haft þau áhrif að færri hafa sótzt eftir að fara í landsprófsdeild en oft áður, eiginlega ekki neinir nemendur, sem við treystum ekki til að standast landspróf. Nem endur, sem standa tæpt, geta nú farið í valdeild og valið sér þar námsgreinir til að búa sig undir að fara í landsprófsdeild ári síð ar og staðið þá betur að vígi held ur en ef þeir hefðu setið tvo vet ur í landsprófsdeild. Yfirleitt held ég að það sé mjög óheppilegt að vera tvo vetur að læra sama náms Vógaskólinn í Reykjavík. efnið, og þessi leið til landsprófs er áreiðanlega hægari og betri. Og ég held að það sé til mikilla bóta að þessi leið skuli opnast. Það er ekki gott að pressa allt of snemma á nemendur a'ð fara í landspróf, enda reynist það svo að um 30% þeirra, sem þreyta prófið fá ekki framhaldseinkunn, en það er óheppilega og óeðlilega há tala. Og þegar nemendur ná ekki framhaldseinkunn er það yf irleitt skoðað sem fall, þótt það sé rangt í eðli sínu að líta þann ig á. — Yfirleitt hafa nemendur val ið sér greinir mjög skynsamlega, eiginlega miklu skynsamlegar en búizt var við fyrir fram. Og það er áberandi að þeir velja fyrst og fremst út frá hagnýtum sjónarmið um, og ennfremur er val þeirra mjög sjálfstætt. Og sumt af því, sem kom í ljós, þegar við • fór um að kanna óskir nemenda, kom okkur satt að segja dálítið á ó- vart. í íslenzku gáfum við til dæm is kost á tvenns lags aukakennslu; annars vegar í bókmenntum og framsögn, hins vegar í réttritun og málfræði. Við bjuggumst ekki við því að mjög mörg mundu velja höfum við einnig 2 skyjdutíma á viku í íslendingasögu. Þar við bætist svo leikfimi, en kennsla í henni er lögskipuð. Skyldutím arnir eru þannig samtals 22 eða 24 eftir því í hvorum árganginum er, en til viðbótar þessu geta nem endur valið sér 8—14 tíma í frjálsu námi, þannig að heildar tímafjöldinn getur verið frá 30 stundum í 38 stundir á viku Valgreinunum er skipt í þrjá flokka og er skilyrði að valin sé ein grein úr hverjum flokki. Það er gert til að forðast of mikla sér hæfingu, en gagnfræðaskólar eiga auðvitað ekki að vera sérskólar, þótt ég hafi þá trú að þeir þyrftu að nytja sérhæfileika nemanda miklu betur en yfirleitt hefur ver ið gert. í hinum fyrsta þessara flokka eru tungumál og reikning ur, í öðrum flokknum það sem venjulegast er nefnt lesgreinar, og í þriðja fiokknum verknám og listir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.