Alþýðublaðið - 23.10.1966, Side 2
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. oktðber 1966
:IL KY
Aberfan, Wales 22. okt (NTB
lieuter). — Hið hroðalega skriðu
fall í' námubænum Aberfan í
Wales í gær hefur kostað að
sninnsta kosti 130 mannslíf, og þar
Uf 123 börn, og endanleg tala
þeirra sem fórust kann að reynast
allt að 220, að sögn lögreglunn
ar í morgun.
Rúmlega 2000 manns Ieituðu í
alla nótt í hinni risastóru gjall
skriðu, sem féll á skóla og mörig
hús í þorpinu í þeirri von aö finna
fleiri sem komizt hafa lífs af. En
að sögn lækna er lítil von til
þess að finna megi fleiri á lífi.
nestir þeiirra sem fcirust varu
börn.
Harold Wilson forsætisráðherra
skoraði í nótt á þá sem vinna að
björguninni að gera allt sem i
þeirra valdi .stendur og láta ekk
ert ósparað til að bjarga börnum,
sem grófust undir tveim milljón
um lesta gjalls og leðju. Forsætis
ráðherrann, sem kom á slysstað
inn seint í gærkvöld, hét því að
stjórnin mundi veita alla hugsan
Kirkjuhátíð á Eyrarbakka
í dag, sunnudag, munu íbú-
ar Eyrarbakka minnast 75 ára
afmælis kirkjunnar, á Eyrar-
bakka. Athöfn þessi hefst kl.
2 og mun biskup íslands, séra
Sigurbjörn Einarsson, flytja
ræðu, en að því loknu hefst
einleikur Hauks Guðlaugsson-
ar. Þá mun séra Magnús Guð-
jónsson, sóknarprestur að Eyr-
arbakka, skýra sögu kirkjunn-
ar og Sigurður Pálsson, vígslu
biskup, flytur erindi. Að at-
KVENFÉLAG Alþýðuflokks
; ins í Reykjavík heldur fyrsta
! fund sinn á þessu hausti, þriðju
; daginn kl. 8,30. í félagslieimili
; prentara Hverfisgötu 21. Fund
i arefni: Félagsmál, kosning full
; trúa á flokksþing Alþýðuflokks
! ins og íleira. Eggert G. Þor
! steinsson ráðherra mætir á
! fundinum og svarar fyrirspurn
!um um stjórnmálaviðhorfið og
; þingmál. Konur eru hvattar til
;að mæta vel og stundvíslega.
Aðalfundur Eélags ungra!
! jafnaðarmanna verður haldinn;
; íi Röst þriðjudaginn 25. okt.;
; kl. 8,30. Venjuleg aðalfundar!
: ! störf. Kosning fulltrúa á þing
; SUJ. Bragi Nielsson formaður
; [ kjördæmisráðsins flytur ávarp ’
Allir félagar hvattir til að,
; mæta vel og stundvíslega.
í!
i [
höfn lokinni fara fram kaffi-
veitingar.
Kirkja þessi er algerlega
verk Jóns Ólafs Björnssonar,
sem lagði mikla vinnu við gerð
hennar. Altaristafla hennar
þykir einstæð hér á landi, því
hún er fengin frá Lúsíu drottn
ignu Kristjáns 9., sem hún gaf
Jóni í einni utanlandsferð
hans.
lega aðstoð við björgunina og þá
sem bjargað hefur verið, en vonir
manna um að finria fleiri á lífi
dvínuðu í nótt ag mikil örvænting
ríkti í nótt í Aberfan og öllu kola
svæðinu í Wales.
Ráðherra sá í stjórn Wilsons
sem fer með málefni er varða
Wales, George Thomas sagði í
gærkvöldi, að heil kynslóð þorps
búa hefði farizt í slysinu.
Frá háskólahátíðinni í gær.
Nauðsyn á stofnun
vísindadeildar
HASKOLAHATIÐIN hófst kl. 2
í gær. Ármann Snævarr háskóla-
rektor flutti ræðu, en að henni
lokinni afhenti hann Sigurði Nor-
dal prófessor doktorsbréf. Einnig
ávarpaði rektor nýstúdenta,
strengjasveit lék og stúdentakór-
inn söng.
Rektor sagði m. a. í ræðu sinni
að nauðsyn væri á stofnun vísinda
deildar við Háskóla íslands og
væri hún vonandi skammt und-
an. Rektor sagði, að í fyrra hefðu
í fyrsta skipti innritast fleiri stúd
entar úr stærðfræðideild en mála-
Hagræddi tölum og sleppti úr
Reykjavík, EG.
Blaðinu barst í gær grein-
argerð frá forsætisráðuneyt-
inu vegna þeirra ummæla
eins af þingmönnum Alþýðu
bandalagsins í útvarpsum-
ræðunum í síðustu viku, að
kaupmáttur tímakaups verka
fólks hafi minnkaö og verka-
fólk ekki fengið réttmæta
hlutdeild í auknum þjóðar-
tekjum.
Er í chýrslunni sýnt fram
á, hvernig umræddur alþing-
ismaður hefur beinlínis not-
að rangar tölur, og sleppt
úr til þess að fá fram þær
niðurstöður, sem hann kaus.
Verður skýrslan birt hér
í blaðinu eftir lielgina.
deild og væri bersýnilegt hver
þróunin væri í þessum efnum.
Væri brýn nauðsyn að háskólinn
reyndi að verða við kröfum þess-
arar þróunar. Þá minntist rektor
á, að næsta haust hæfist nátt-
úrufræðikennsla við skólann.
Nánar verður sagt frá ræðu
rektörs og háskólahátíðinni í blað
inu á þriðjudaginn.
j Fugl varð
! fyrir flugvél
[ í fyrradag vildi það til, að
I fugl -varð fyrir flugvél, sem
I var á leið til Patreksfjarðar
; Brotnaði rúðan og hentist fug
; inn inn í stjórnklefann og lé
■ Iíf sitt við þett.a, en flugmcnn
; irnir sluppu ómeiddir og lentu
■
; flugvélinni á Patreksfirð
■ skömmu síð'ar. Vélin var
I! tveggja hreyfla af Pipergerð
■
; og varð að scnda aðra flug
; vél vestur til að leysa þessa
j af liólmi, en henni var flog
I ið suður í gær og hafði þa
; verið byrgt fyrir brotna
■ gluggann.
Forsætisráðherrahjónin
í heimsókn til Svíþjóðar
Dr. Bjarni Benediktsson forsæt
isráðherra og kona hans fóru á
laugardagsmorgun áleiðis til
Svíþjóðar í opinbera heimsókn í
boði Erlanders forsætisráðherra
Svíþjóðar. í fylgd með forsætis-
ráðherráhjónunum eru Guðmund
ur Benediktsson deildarstjóri í
forsætisráðneytinu og kona hans.
Á mánudagsmorgun mun for-
Hamrafellið selt
Ákveðið er að selja Hamra-
fellið úr landi. Kaupendur eru
Indverjar og verður skipið af-
hent síðari hluta nóvembermán
aðar. Taka kaupendurnir við
skipinu í Evrópu. Hamrafellið
er í góðu ásigkomulagi, var
það í klössun í september sl.
Alþýðublaðinu er ekki kunnugt
um söluverð skipsins.
Hamrafellið hefur verið leigt
Rúmenum og roun ífytja einn
olíufarm frá Rúmeníu til ís-
lands áður en það verður selt.
Eins og kunnugt er hefur
Hamrafellið ekki haft nægileg
verkefni við olíuflutninga fyr-
ir íslendinga um nær tveggja
ára skeið og hefur verið í
leiguflutningum fyrir ýmis
olíufélög víða um heim síðan.
Hamrafellið er stærsta skip-
ið í eigu íslendinga 11.488
rúmlestir að stærð. Er það
smiðað i Þýzkalandi árið 1952
og keypt liingað til lands árið
1956. Eigendur eru Samband
íslenzkra samvinnufélaga og
Olíufélagið h.f. og er skipið
skráð í Hafnarfirði. Hefur það
reynzt mjög vel þann tíma sem
íslendingar hafa átt skipið og
er eins og fyrr er sagt í góðu
lagi.
sætisráðherra heimsækja Erland-
er forsætisráðherra og sitja síðan
hádegisverðarboð Bertils prins í
konungshöllinni. Síðar um dag-
inn mun forsætisráðherra heim-
sækja Gunnar Lange viðskipta-
málaráðherra, en um kvöldið
sitja þau hjónin kvöldverðarboð
sænsku ríkisstjórnarinnar.
í för sinni mun forsætisráð-
herra m.a. heimsækja Svenska
Dagbladet og sitja hádegisverð-
arboð ritstjóra þess, þá mun
hann skoða Fornminjasafn ríkis-
ins og horfa á listdanssýningu í
konunglega óperuleikhúsinu.
Á miðvikudag fara þau hjónin
til Linköping og heimsækja þar
SAAB flugvéla- og bílaverksmiðj-
urnar, og halda þaðan til Átvida*
berg og skoða verksmiðjur Facit
AB, en þar eru framleiddar skrif
stofuvélar. Daginn eftir mun for
sætisráðherra heimsækja Eric-
son fyrirtækið, sem framleitt hef
ur símtæki og búnað í simstöðv-
ar hér á landi, en sama daga
flytur dr. Bjarni fyrirlestur á
vegum félags um utanríkismál t
Stokkhólmsháskóla. Ráðherra-
hjónin halda heim á föstudag f
næstu viku. J