Alþýðublaðið - 23.10.1966, Side 5
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 23. október 1966
ÓUH/Uuáí^I
Ritstjórar. Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnar-
'fulltrúi: ÉiSur Guð'nason. Ritstjóri Sunnudagsblaðs: Kristján Bersi
Ólafsson. — Símar: 14900.14903 — Auglýsingasími: 14906. Aðsetur
AlþýðuhúsiS við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-
biaðsins. — Áskriftargjald kr. 95.00 — í lausasölu kr. 7.00 eintakið.
Sameinuðu þjóðirnar
ÞÓTT starfstími Sameinuðu þjóðanna
sé ekki langur, hafa samtökin samt kom
ið ótrúlega mörgu til leiðar, þótt jafn-
framt sé skylt að játa, að mörg eru
þau málin, sem samtökin hafa ekki
megnað að finna viðunandi lausn á.
Þótt stundum sé hart deilt á S.Þ. fyrir
aðgerðir samtakanna eða aðgerðárleysi,
eru allir sammála um, 'að án þeirra
mundi hor-fa stórum verr hér í heimi,
en nú gerir.
Sameinuðu þjóðirnar hafa verið á-
sakaðar og sætt gagnrýni fyrir það, að
enn skuli barizt víða í veröldinni, og
hafi samtökin því ekki náð sínu höf-
uðmarkmiði; að varðveita friðinn í
heiminum. En til þess að geta gegnt
þessu hlutverki sínu til hlítar þurfa
Sameinuðu þjóðirnar að ráða. yfir föst-
um friðargæzlusveitum, sem farið gætu
hvert sem er með skömmum fyrirvara
og stillt til friðar. Vék Emil Jónsson
utanríkisráðherra meðal annars að nauð
syn slíkra sveita í ræðunni, sem hann
flutti á Allsherjarþinginu íhaust.
Þessari hugmynd hefur ekki verið
hægt að hrinda í framkvæmd vegna
andstöðu nokkurra aðildarríkjanna. Er
sú afstaða furðuleg og ber vott um
lítinn vilja til að efla þessi alþjóðasam-
tök, sem mannkyn bindur svo miklar
vonir við. Fróðir menn telja að kostn-
aðurinn við tuttugu þúsund manna frið
argæzlulið mundi álíka mikill og fjár-
lög íslenzka ríkisins, en í heiminum eru
nú tuttugu milljónir manna undir!
vopnum og árlega er varið meira en
fimm þúsund milljörðum íslenzkra
króna til vígbúnaðar.
Dagur Sameinuðu þjóðanna í ár er
sérstaklega helgaður Flóttamannastofn-
uninni, og verður þá fjársöfnun til
liðsinnis við f lóttaf ólk, sem víða býr við
illa aðbúð. Nýstofnað Flóttamannaráð
hefur hér veg og vanda af þessari söfn-
un og fer þess á leit, að hver einstakl-
ingur leggi fram tíu krónur. Þetta er
ekki há upphæð, en ef hver íslendingur
leggur fram tíu krónur verður það álit-
leg fiárupphæð, sem getur komið góðú
til leiðar.
Alþýðublaðið heitir á íslendinga að
bregðast vel við málaleitan um fé til
aðstoðar flóttamönnum.
Vsslicswasgesi eig^ndtir!
NÁIV9SKEIÐ
sem veitir tilsögn í viðgerðum á smá gang-
truflunum svo og almennri meðferð bíls-
ins verður haldið í Ökukennslunni s.f., Vest-
urgötu 3.
Kynnist bílnum yðar og verið fær um að
framkvæma smá viðgerðir, svo sem: skipta
um kerti, platínur, viftureim, benzíndælu
háspennukefli, þurrkublöð o. s. frv.
Upplýsingar í símum 19896, 21772 og
34590 á kvöldin.
Deildarhjúkrunarkonur óskast
Deildarhjúkrunarkonur vantar í Vífilstaða'-
hælið. Upplýsingar gefur forstöðukonan í
síma 51855.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Emil Jónsson, utanríkisráðherra:
Daaur Sameinuðu
í degi Sameinuðu þjóðanna
”í ór mun tvennt vera efst
í huga: í fyrsta lagi að í ár er
dagurinn helgaður Flóttamanna
stofnuninni. Víða um heim er
fjöldi manna, sem af ýmsum
ástæðum hefir þurft að yfir-
gefa heimaland sitt, án þess að
eiga vísan nokkurn öruggan
samastað, og ón þess að eiga
nokkra tekjuvon til að fram-
fleyta lífinu. Iúfir fjöldi þessa
fólks við hin ömurlegustu skil
yrði. Flóttamannastofnun Sam-
einuðu þjóðanna hefir látið mál
ið mjög til sín taka, og safnað
miklu fé í því skyni aö greiða
götu þessa fólks, og raunar að
stoðað það á ýmsan annan hátt.
Er gert ráð fyrir að 24. októ
ber í ár verði almennur fjársöfn
unardagúr í þessu skyni. Hér
á landi mun einnig verða leitað
eftir fjárframlögum, og má telja
víst að íslendingar muni ekki
láta sitt eftir liggja til aðstoð
ar þessu bágstadda fólki. Ann
að, sem ofarlega er í huga
þeirra manna, sem um Samein
uðu þjóðirnar hugsa, er hvaða
mál eru til umræðu á allsherj
arþingi því 0r y:ú situr. —
Málaskráin er mjög löng, mál
in eitthvað nálægt eitt hundrað
að tölu. Ég skal aðeins nefna
nokkur: Afvopnun. Bann við
dreifingu kjarnorkuvopna. Kyn
þáttamismunun (apartheid).
Portúgölsku nýlendurnar í Afr
íku. Suður - Rhodesía, Suðvest
ur Afríka o.fl. o.fl. — Það vek
ur strax athygli að Vietnam-
styrjöldin er ekki á dagskránni.
Ástæðan fyrir því er sú, að tal
ið er tilgangslaust fyrir Sam
einuðu þjóðirnar að taka mólið
upp á meðan afstaða styrjaldar
aðilanna og þeirra er á bak
við þá standa, er óbreytt. Þetta
var líka skoðun U Thants, fram
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna þegar hann kom til íslands
sl. sumar. Vietnammálið er eitt
af þeim málum, sem Sameinuðu
þjóðirnar hafa, eins og stendur
ekki ráðið við, og hafa bó verið
gerðar bæði af þeirra hálfu og
margra annarra víðtækar og ít
arlegar tilraunir til að binda
enda á ófriðinn. —
að mál, sem mest var rætt
í upphafi allsherjarþings-
ins, og er sennilega enn, var
Suðvestur-Afríkumálið. Suðvest
ur - Afríka var þýzk nýlenda
fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Eft
ir styrjöldina urðu Þjóðverjar að
láta þessa nýlendu af hendi og
var hún þá gerð að verndar-
gæzlusvæði þjóðabandalagsins.
Það fól síðan Suður-Afríku- „lýð
veldinu" umsjá landsins og hef
ir það haft hana á hendi síðam
Suður-Afríka er hinsvegar land
'„apartheid'Vstefnunnar, og er
talið að þar hafi hvítir menn
kúgað svarta meira en í nokkru
öðru landi og haldið þeim rétt
lausum um stjórn landsins og
meinað þeim um frumstæðustu
Emil Jónsson utanríkisráð-
herra ritar meðfylgjandi
grein í tilefni þess að á morg
un er dagur hinna Samein-
uðu þjóða.
mannréttindi. Nú er því haldið
fram að Suður-Afríka hafi hald
ið uppi sömu stefnu á verndar
gæzlusvæðinu og beitt hina
svörtu íbúa landsins sem þó
eru þar í algerum meirihluta
sömu harðræðum, og hina þel
dölcku menn í sínu eigin iandi.
Við þetta vildu Afríkuríkin ekki
una og. stefndu málinu fyrir al
þjóðadómstólinn í Haag. Eftir
að dómstóllinn hafði vísað mál
inu frá, með naumum meirihluta
vegna formgalla, hefir málið ver
ið tekið upp 'hjá Sameinuðu þjóð
unum, og þess krafizt að umboð
ið verði tekið af Suður Afríku.
Má telja víst að það verði sam
þykkt. En þó er talinn möguleiki
á því að S. Afríka hlýði ekki sam
þykktinni, nema hennl verði
fylgt eftir með vopnaváldi, sem
ekki er líklegt að Sameinuðu
þjóðirnar geti beitt, og situr
þá allt við það sama. Þetta er
eitt dæmi um það hversu erfitt
Sameinuðu þjóðirnar eiga upp
dráttar. Þær skortir vald til
framkvæmda. Væntanlega lagast
það ekki fyrr en þær fá yfir
einhverjum hæfilegum herafla að*
ráða, er getur látið málið til sín
taka. En þrátt fyrir þetta hefir
Sameinuðu þjóðunum tekizt að
leysa fjölmarga hnúta og koma
mörgu góðu til leiðar. Ef Sam
einuðu þjóðunum vex fiskur um
hrygg, geta þær orðið ómetan
legt tæki til að setja niður deil-
ur þjóða í milli, auka samvinnu
á sviði menningar- og vísinda
styrkja þá, sem erfiðast eiga
uppdráttar og yfirleitt hjálpa öll
um þjóðum til betra mannlífs.