Alþýðublaðið - 23.10.1966, Side 6

Alþýðublaðið - 23.10.1966, Side 6
6 23- október 1966 - Sunnudags AIÞÝÐUBLAÐIÐ galdur, svartur eða hvítur eftir aðstæð- um.“ Hann tók eitthvað upp úr vasa sínum og lagði það á borðið, og ég sá að það var ódýr reykelsistöng. „Fyrst þarf að hafa meðaumkun", sagði hann og brosti þessu sama hræðilega brosi, ,,ef töfraorðin eiga að hafa áhrif. Síðan kemur brennifórn og að endingu orðin!“ Ég hélt að hann væri að rugla, en ákvað að gera eins og hann sagði. Svo að ég . .. . Afsakið. herra, ég mætti ekki biðja yður um eld? Þér þurfið ekki að láta mig hafa eldspýtu, aðeins að halda henni upp svo að ég nái með sígarettu_ endanum í lögann. Þetta er ágætt! Kærar þakkir! Ah, en hvað þetta er gott.... Svo að ég sagði við Davíð frænda: „Hvaða orð?“ Nú kveikti hann í reykelsinu og reyk- urinn steig upp á milli okkar. Hann leit á mig í gegnum reykinn alveg eins og ég horfi á yður núna. Og þá sagði hann orðin. Ég skal hvísla þeim að yður. Kom ið örlítið nær! Svona, já! Það verkar! Það verkar Töfraorðin rka ennþá með hjálp hinna ókunnu og hræðilegu goða. Ég hélt að þau Framhald á 15. síðu. AFSAKIÐ, herra minn, ég sé þér reyk- ið — þér gætuð ekki misst eina síga- rettu? Við iáum ekki að reykja hérna. Það er sjálfsagt skynsamleg regla oftast nær. Það á áldrei að trúa geðsjúkling- um fyrir eldi. En trúið mér, ég á ekki heima hér innan um allt þetta brjálaða fólk. Ég er alveg eins óvitlaus og þér. En þér sitjið í bilnum yðar og getið komið og farið eins og yður lystir. Og ég er hérna bak við þessa rimla ... Nei, þé ' megið ekki fara. Akið ekki í burtu, þótt ég tali við yður. Ég skal ekki koma yður í nein vandræði. Hreint ekki. Ég skal ekki einu sinni biðja yð- ur aftur um sígarettu. Þér eruð sjálfsagt að bíða eftir ein- hverjum. Konunni yðar? Eða einhverj um vini kannski? Einhverjum lækni, sem vinnur hér á hælinu? Það skiptir engu máli. Ef ég sé einhvern koma, skal ég hætta að tala og fara frá glugganum. En verið svo vænn að vera kyrr þangað til. Þér vitið ekki, hvaða þýðingu það hef ur að geta talað við einhvern fyrir ut- an. Einhvern, sem hlustar og fæst kannski jafnvel til að trúa .... Nei, það væri auðvitað of mikið að búast við því. En segið mér, tala ég eins og vitfirringur? Er nokkur geð- veiki í því sem ég segi? Minni mitt er eins gott og það hefur alltaf verið. Ég gæti leyst flatarmálsdæmi fyrir yður eða farið meS eina af sonnettum Shakes- peares. En þegar ég reyni að segja sann leikann, fást þeir ekki til að trúa mér! Þér eruð menntamaður, það sér mað- ur greinilega. Þér sýnið samúð og um- burðarlyndi og getið hlustað á mann til enda. Ég skil þessa eiginleika af eðli- legum ástæf'Um. Ég er sjájfur mennta- maður. Já, ég veit .að þér fáizt ekki til að trúa því, þegar þi;r horfið á mig, og þér tryð- uð því ek :i Heldur, ef þér læsuð skýrslu læknisins um mig. Þar segir að ég heiti Davíð Greenléa, sé sjómaður á kaup- skjpaflotar.um og haldinn ólæknandi geð klofa og þjáist af hinum fáránlegustu skynvillum. En ég fullvissa yður um það, að ég er ekki Davíð Greenlea og ég er ekki geðvaikur. Ég skal segja yður, hvernig það vildi til. ')g ég bið yður að dæma mig ekki af útiitinu. Þetta brotna nef, þessar hrjúfu hendur eru ekki mínar, þær eru ekki rn.n; r, segi ég! Davíð Greenlea á þær, það er rétt! En ég er ekki Davíð Greenlea, það er ég alls ekki. Alls ekki! Ég er E: ger' Greenlea, framkvæmda. stjóri við ítgerðarfélag, á hús við Edge- water Dri e, konu og tvö indælis börn. Þér ver Tiö að trúa mér! En bíði aðeins við. Ég fer oft fljótt yfir. Ég sé efasemdimar í augum yðar. Og meðaumkunina. Já, meðaumkun! Ég áfellist yður ekki. Það geri ég alls ekki. En ég bið yður að hlusta á mig til enda. Það tekur ekki nema eina eða tvær mín- útur. Og það þarf ekki að kosta yður neitt. Aðeins eina sígarettu kannski! Ef þér þá viljið! Það gerðist fyrir einu ári. > Ég var á skrifstofunni minni eins og venjulega. Ég var líka í mínum eigin líkama, en ekki í þessari hörundsflúruðu hörmung, sem þér sjáið. Jú, ég veit, að þetta er fjarstæðukennt, en leyfið mér að skýra það. Eitt af skipunum okkar, Austurstjarn- an, hafði komið í höfn þá um morgun- inn. Um hádegið frétti ég að Davíð Greenlea hefði farið í land og væri að drekka frá sér ráð og rænu á hafnar- knæpu. Davíð Greenlea var elzti bræðr- ungur minn, sem átti i stöðugum drykkju skap og slagsmálum og var einatt í vand tæðum. Ég hafði útvegað honum pláss á Austurstjörnunni og án áhrifa minna hefði margsinnis verið búið að reka hann. En hann sýndi aldrei neitt þakk- læti. Alls ekki neitt! Raunverulega var honum illa við mig, af því að ég liafði komið mér vel áfram og var virtur, var allt það sem hann vildi vera, en var ekki. En þótt illt væri við hann að eiga fannst mér ég bera ábyrgð á honum vegna frændseminnar, og þess vegna fór ég niður á knæpuna. Ég fann hann þar fullan og viðbjóðslegan. Ég fór með hann í herbergi bak við og pantaði kaffi. Við vorum einir þarna inni.... Gætuð þér annars ekki gefið mér síg- arettu, herra? Bara eina. Ég rétti hand- legginn út á milli rimlanna eins langt og ég get, svona. Ef þér gætuð látið slga- rettuna milli fingranna á mér, yrði ég yður afar þakklátur. Þér vitið ekki hví- líkt kvalræði það er að sjá annan mann reykja og geta ekki.... Ó, kærar þakk- ir! .Þetta var alltof elskulegt af yður! Ég fékk Davíð til að drekka kaffið. Það rann að mestu af honum, en hann hélt áfram að spotta mig. Hann sakaði mig um' að hata sig og fyrirlíta á bak. Ég sagði að ég fyrirliti hann ekki, held ur hefði meðaumkun með honum. Þeg- ar ég sagði það, leit hann undarlega á mig. Svo brosti hann. Ég skal segja yð- ur, herra, ég hef séð það bros þúsund sinnum fyrir mér í draumum síðan. „Ég skal sýna þér dálítið, Edgar frændi," sagði hann, „brellu, sem ég lærði af söngkonu í Hongkong. Það er AUTHUR GORDON, höfundur þess- arar sögu er bandarískur, búsettur í nágrenni New York. Hann er í hópi fjölhæfustu höfunda, sem nú fást við smásagnagerð, o g birtast sögur hans einkum í tímaritinu This Week. > > ►

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.