Alþýðublaðið - 23.10.1966, Page 10

Alþýðublaðið - 23.10.1966, Page 10
10 23. október 1966 - Stinnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ Grænn blettur Framhald af 7. síðu. stakt hæli fyrir áfengissjúklinga eða taugasjúklinga? — Nei, við álítum það ekki rétt. Bezt er að hafa þessa sjúkl- inga innan um annað geðveikt fqlk, þ.e.a.s. á venjulegu geð- veikrahæli. Áfengissjúklinga er erfitt að meðhöndla. I>eir lúta engum aga og þeir mynda klíkur sín á milii. Þeir eru ennfremur . strokgjarnir. Hið sama er að segja um taugasjúklinga. Þá á að leggja inn á geðveikrahæli í skamman tíma. Það hefur verið reynsla nágrannaþjóða okkar, að ekki er unnt að reka hæli fyrir taugasjúklinga eins og venjulegt sjúkrahús þar sem menn leggjast inn og útskrifast heilir heilsu. Taugasjúklingum hættir nefni- lega til að líta á hælin sem heimili sín; þeir verða þeim háð- ir og vilja ekki þaðan fara. — Svo að við snúum okkur nú að öðru, Tómas. Nú á að fara gera höfn hér allt í kringum spítalann. Hvað verður þá um hann? Á hann að standa áfram eða verður hann rifinn? — Á skipulagsuppdrætti Reykjavíkurborgar, er grænn blettur, þar sem spítalinn er nú. Það táknar einfaldlega að hér eigi að vera skrúðgarður. Það er kannski eðlilegt. Hér er mjög fallegt og ég hef alltaf kunnað vel við mig hér í þessu fallega umhverfi. En skömmu eftir að ég réðst að Kleppsspítalanum, skrifuðum við skipulagsyfirvöld- unum og báðum þau leyfis um að fá að byggja viðbót við hann, en þá hafði ekkert verið byggt hér síðan 1951. Vi'ð fengum ekki svar fyrr en eftir dúk og disk, og í svarinu var farið þess á leit við okkur, að við drægjum úr rekstri spítalans, og um leið var okkur neitað um byggingarleyfi. —En hefur þá veríð ákveðið að reisa annað hæli, sem komi í staðinn fyrir Klepp, eða hef- ur því verið ákveðinn staður fyrir utan borgina? — Það er úrelt sjónarmið að reisa geðveikrahæli fyrir utan þéttbýlið. Áður fyrr var þetta ríkjandi skoðun og sést það bezt, að þegar geðveikraspítalinn hér var reistur er hann langt fyrir utan bæinn. Hins vegar hefur verið ákveðið að reisa stóra deild við Landsspítalann, en lóðarrými leyfir ekki stærra hús en sem rúmar 90—100 sjúkrarúm. Það er alltof lítið. Mín skoðun og raun- ar annarra, sem þessi störf inna af hendi, er sú, að reisa éigi stórt hæli, helzt í námunda við Land- spítalann og þyrfti það aö taka 300—350 sjúkrarúm. Mér kemur helzt í hug staðurinn, þar sem gróðrarstöðin Alaska er nú. Geð- veikrahæli þarf nú á dögum að vera í sem nánustum tengslum við önnur sjúkrahús. Þess vegna 'þarf slíkt sjúkrahús að vera þannig í sveit sett, að það sé einnig í nánum tengslum við at- vinnulifið, íbúðarhverfi séu ná- lægt og aðstandendur sjúklinga eigi hægt um vik að koma i heimsókn til sjúklinganna. — Er það eitthvað að lokum, sem þér viljið taka fram, Tómas? — Ég vildi þá aðeins leggja áherzlu á það, að hefjast þarf þegar handa til þess að reisa nýtt og nægilega stórt sjúkrahús fyr- ir geðveikisjúklinga. Það þarf að búa betur að starfsskilyrðum lækna, koma upp fullkominni rannsóknarstofu fyrir geðlækn- ingar. Þá má ekki gleyma því, að búa þarf mun betur að sjúkl- ingum hér á Kleppsspítalanum en okkur hefur reynzt unnt með því ijármagni, sem við höfum haft undir höndum. Yfirvöldin skulu að lokum minnt á það, að vandamál geðsjúklinga er stærsti óleysti vandi heilbrigðisrtiála í dag. — S. T. > ö

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.