Alþýðublaðið - 23.10.1966, Síða 11
23. október 1966 - Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ
11
l.deildarliðin í hðndknattieik:
Armenningar gera
sér góbar vonir
HRAÐFERÐIRNAR
tryggja skjóta
vöruflutninga
hagkvæmt
og ódýrt
Hinar öru skipaferðir fró öllum
helztu viðskiptahöfnum Islend-
inga erlendis, tryggja skjófan
vöruflutning — hagkvæmt og
ódýrt.
Kynnið yður hinar beinu
ferðir fró úflöndum til hafna
úfi ó ströndinni.
ALLT MEÐ
EIMSKIP
í DAG heimsækjum við for-
ráðamenn handknattleiksins í
Glímufélaginu Ármanni, þá Svein
björn Björnsson, formann hand
knattleiksdeildarinnar og Eggert
Jóhannesson þjálfara. Áður höf-
um við heimsótt Hauka í Hafn-
arfirði og Val. Við hittum þá
félaga á æfingu hjá meistara-
flokki karla að Hálogalandi. —
Þetta var sl. fimmtudag og okk-
ur fannst æfingatíminn mjög
óhagstæður fyrir Ármenninga
þar sem æfingin hófst kl. 18,45,
en allur þorri manna vinnur fram
að kvöldmat, enda hafði Eggert
strax orð á því að þessi æfing
væri þeim nær því ónýt. — En
snúum okkur að efninu og við
spyrjum því Sveinbjörn um sögu
handknattleiksins í Ármanni.
„Handboltinn byrjar í Ár-
manni um 1940 og aðalhvatamað-
ur að tilveru hans var Sigurður
Norðdahl, sem síðar varð ein
aðalstjarna íslenzks handknatt-
leiks. Á árunum 1946—1948
verða svo Ármenningar fyrst ís-
landsmeistarar, en alls hafa þeir
orðið meistarar 5 sinnum innan
húss og þrisvar sinnum Reykja-
víkurmeistarar og auk þess
nokkrum sinnum utanhússmeist-
arar. Þá hafa Ármenningar allt
af átt góðum kvennaflokkum á
að skipa og oft o^ðið íslands- og
Reykjavíkurmeistarar í þeim
flokkum. En það henti Ármenn-
inga eins og svo marga, að þeir
gleymdu ungviðinu og þegar þeir
gömlu ætlu'ðu að hætta, þá voru
engir til að taka við. Um árið
1956 er handknattleikur í Ár-
manni á hraðri niðurleið, en um
1960 fara ungir menn að taka
við. Þá er liðið í II. deild og
leikur þar þangað til árið 1962
að liðið sigrar II. deild og hefur
síðan leikið í I. deild við allgóð-
an árangur. Árið 1963 lendum við
t. d. í þriðja sæti og árið eftir
verðum við í öðru sæti í Reykja-
víkurmótinu. Á sl. vetri byrjar
kannske nýtt tímabil hjá Ár-
manni, þ.e.a.s. við fe.ngum í
fyrsta skipti í langa tí’ð þjálfara,
sem við gátum treyst verulega
vel og mann, sem hafði áhuga á
starfinu, en það er Eggert Jó-
hannesson. í fyrra urðum við svo
Sveinbjörn Björnsson formaður handknattleiksdeild ar Ármanns hefur leikið með meistaraflokki félags
ins undanfarin ár, og mun í vetur leika með liðinu sem markvörður. Hér sést Sveinbjörn í baráttu vi®
erlenda mótherja, að þessu sinni sem línumaður.
í 3.-5. sæti og vorum við mjög
ánægðir með árangurinn, þar
sem mikið af yngri mönnum kom
þá i liðið. Þá má geta þess, að
Iokum, að mikil gróska er í
yngri flokkunum hjá okkur nú,
en það hefur ekki verið undan-
farin ár”.
„Hvernig hafa æfingar geng-
ið?”
Eggert verður fyrir svörum og
segir:
„Æfingar eru hafnar hjá okk-
ur fyrir nokkru og höfum við
2 tima í viku hér að Háloga-
landi, en eigum auk þess von á
tíma í íþróttahöllinni. í raun og
veru er ekki nema um einn
tíma að ræða hér hjá okkur,
því fimmtudagstíminn er svo
illa staðsettur að varla nokkur
getur mætt í hann. Til þess að
bæta þennan skaðann höfum við
verið með útiæfingar á Ármanns
velli og auk þess þrekæfingar
þar. Æfingasókn hefur verið
mjög sæmileg og er þó nokkuð
um ný andlit að ræða.”
„Hvernig verður liðið í vet-
ur?”
„Um það er alls ekki svo gott
að segja að öðru leyti en því, að
liðið verður svipað og í fyrra að
því auðvitað undanskildu, að
Hörður Kristinsson verður er-
lendis í vetur og einnig misst-
um við tvo unglingalandsliðs-
menn yfir til Vals. Er mikill
missir í Herði, en hann hefur
verið aðaluppistaðan í liðinu
undanfarið. Ungir og efnilegir
piltar munu einnig leika með í
vetur.”
„Hverjir léku í landsliðinu í
fyrra?”
„Frá okkur lék aðeins Hörður
í landsliði, en auk þess eins og
áður segir þá voru tveir piltar
Ur Ármanni í unglingalandsliði”.
„Hvað viljið þið segja um vet-
urinn?”
„Takmark okkar er fyrst og
fremst að tryggja okkur áfram-
haldandi setu í I. deild og að
fara ekki aftar í röðina en í
fyrra. Og erum við vongóðir um
að það takist, ekki sízt fyrir
þá sök að af öllum erum við
dæmdir fallnir og það þjappar
okkur betur saman og skapar
beiri félagsanda okkar á meðal
En hvað sem öllu líður, þá ger-
um við okkar bezta, meira get-
um við ekki.”
„Nokkur spá?”
„Við teljum að FH sigri á
mótinu í vetur, en keppnin verð
ur hörð. Handboltinn á eftir að
dofna dálít'ið í vetur vegna þess
að leikmenn gera sér ekki grein-
fyrir hversu mikið úthald og'
þrek þarf í leik í höllinni.”
Að svo mæltu kveðjum við.
þá félaga og íþróttasíða Alþýðu-
blaðsins óskar Ármanni gæfu og
gengis á vetri komanda. — IV.
Örslit í dag
í dag fer fram úrslitaleikur i
bikarkeppni KSÍ og eigast þar við
Valur os KR. Leikurínn hefst kl.
2 síðdegis á Melavellinum
og má búast viff fjörugum ogr
skemmtilegum leik.
Félag bifvélavirkja Félag blikksmiða
Fél. járniðnaðarmanna Sveinafél. skipasmiða
SAMEIGINLEG
- Ársiiátið -
verður haldin að Hótel Borg föstudaginn 4.
nóv. 1966 og hefst kl. 8.30.
Góð skemmtiatriði
Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu Fél-
ags jámiðnaðaramanna að Skipholti 19, 3. hæð,
fimmtudaginn 3. nóv. og föstudaginn 4. nóv.
Árshátíðarnefndin.
Auglýsingasími AEþýtSublaðsins er 14906