Alþýðublaðið - 11.11.1966, Side 4

Alþýðublaðið - 11.11.1966, Side 4
 l-Krívaift«.;i m* ':'f éfa-ffi 'ifrlí i tSM HÚSGAGNAVERZLUN AUÐBREKKU 59 KÖPAVOGI SiMI 41699 wmsmmmm XUistjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedtkt Gröndal. — RltstjómaríuU- trúl: EiCur Guönason. — Símar: 14300-14303 — Auglýslngasimt: 14Í106. AOsetur AlþýBuhúsiö viB Hverflsgötu, Keykjavik. — Prentsmlöja Alþí'Bu fclaöslns. — Askriftargjald kr. S5.00 — 1 lausisölu icr. 7.00 elntakiB. Utgefandi AlþýOuflokkurlmi. Vísindaleg hagnýting VÍÍSINDAMENN eru á einu máli um, að til þess að sigrast á hungri og matvælaskorti í veröldinni verði maðurinn í síauknum mæli að leita á náðir hafsins til aukinnar fæðuframleiðslu. í merkri ræðu, sem Emil Jónsson, utanríkisi’áð- herra flutti á þingi Sameinuðu þjóðanna í haust, drap hann meðal annars á mikilvægi sjávarafurða í fearáttumii gegn hungri í heiminum og hvatti til þess að Sameinuðu þjóðirnar beittu sér fyrir samstarfi jjpjóða um skynsamlega hagnýtingu auðæfa hafsins Qg til að koma í veg fyrir, að of nærri væri gengið íiskistofnum. ísland- hefur nú ásamt fimmtán öðrum þjóðum flutt tillögu á þingi Sameinuðu þjóðanna um nýt- ingu á auðæfum hafsins, og er tillagan nú til um- ræðu í 'annarri nefnd allsherjarþingsins. Það kom fram, er Roosevelt, fulltrúi Bandaríkj- anna, mælti fyrir þessari tillögu, að Bandaríkjamenn liyggja nú á stórt átak til að framleiða fiskimöl til manneldis, og hafa nýlega veitt fé til aö byggja tvær nýjar verksmiðjur eingöngu í því skyni. Auk þess hyggjast þeir þjálfa mikinn fjölda vísindamanna til að sinna veiðitækni og haf- og fiski rannsóknum. Framleiðsla fiskimjöls til manneldis er mál, sem við íslendingar þurfum að fylgjast mjög vel með. Verulegur hluti af útflutningsframleiðslu okkar er einmitt fiskimjöl, sem til þessa hefur eingöngu verið notað til skepnufóðurs. Það skiptir ekki aðeins okk- ur miklu máli, ef unnt er á ódýran og hagkvæman hátt að framleiða fiskimjöl til manneldis, heldur er HAB - ÞRIR BILAR HAB / VötR hér beinlínis um lífsspursmál að ræða fyrir þann hluta mannkyns, sem sveltur heilu hungri. Okkur ber því að kappkosta að fylgjast vel með í þessum efnum og láta engar framfarir framhiá okkur fara. Ef sýnt er, að þessi framleiðsla gefur góða raun, ættum við þegar að hefjast handa á þessum vettvangi. Þegar mælt var fyrir þessari tillögu, lýsti einn af fulltrúum íslands á þingi Sameinuðu þióðanna, Hann es Kjartansson ambassador, ánægju okkar með að hún skyldi fram komin, og að orðið hefði verið við þeirri ósk íslands, að í tillöguna væru sett sérstök ákvæði um vemdun fiskistofnanna, eins og Emil Jónsson utanríkisráðherra hefði minnzt á í ræðu sinni. Því ber tvímælalaust að fagna, ef þessi tillaga, sem ísland á aðild að, verður til þess að koma á auknu aibióðlepu samstarfi um vísindaleffa hagnýt- ingu auðæfa hafsins. Slíkt mundi. áreiðanlega reyn- ast heilladriúgt skref í baráttunni við hunour í heim inum, en lausn á fæðuöflunarvandamálum mann- kvns verður meira knýjandi með hveriu árinu sem Mður. I krossgötum GrANGSTÉTTALEYSI Austurbæingur hefur sent krossgötum svo hljóðandi bréf: „í hverfinu, sem ég bý í, var í sumar og í haust steypt allmikið af gangstéttarköntum. Urðu menn því allvongóðir um, að nú myndu gangstétt irnar á leiðinni, en þeirra höfum við beðið síðan við fluttum í þetta hverfi. Það bólar þó lítið á gangstéttunum enn sem komið er, og nú gengur fólk yfirleitt utan við þessa nýsteyptu kantsteina inni í miðjum götun um og er það sízt til að öryggið aukist í umferð inni, þegar það svo bætist við, að götulýsing er hér slæm og oft líður talsverður tími þar til skipt er um perur sem bila í Ijósastaurum. Mér datt í hug að skrifa ykkur fáeinar línur af þessu tilefni, því mér finnst að borgar yfirvöldin hafi hér slegið slöku við, og þætti mér ekki ótrúlegt úr því sem komið er, að við íengjum að bíða næsta sumars með að fá nýjar gangstéttir HITAVEITAN. Þá hringdi í okkur kunningi, sem býr í Norðurmýrinni og var hann heldur betur þung- orður í garð Hitaveitunnar, og kvað lítinn hita enn sem komið er að fá úr loforðum borgarstjóra. Hann kvað það hart, að þurfa að borga sama hitaveitugjaldið og aðrir en fá samt engan hita nú í frostunum. Það væri til lítils að hafa hitaveitu til að sýna útlendingum á sumrin og gæða þeim þar á rommpúnsi á borgaranna kostn að, ef þetta ágæta fyrirtæki brygðist svo gjörsam lega þegar mest við lægi á veturna. Við vorum honum sammála að nokkru, en bentum honum þó á, að ef til vill væri; eínhverra úrbóta að vænta, þegar nýi hitaveitugeymirinn á Öskjuhlíð kæmist í gagnið .Ilann kvaðst þó ekki vera bjartsýnn á það og gagnrýndi harðlega þá stefnu borgaryfirvalda að þenja hitaveituna í öll ný hús, en láta þá sem borgað hafa til hennar í áratugi sit.ja á hakanum og mæta afgangi með þjónustu. — Karl — 4 11. nóvember 1SS6 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.