Alþýðublaðið - 11.11.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.11.1966, Blaðsíða 7
Minningaroro: Guðjón Elías Sveinsson frá Önurtdarfirði í dag er til moldar borinn hér, í Reykjavík Vestfirðingurinn Guðjón Elías Sveinsson, fyrrum sjómaður. Hann var fæddur að Tannanesi í Önundarfirði 14. ágúst 1895, sonur hjónanna, er þar bjuggu, Kristínar Bjargar Guðmundsdóttur og Sveins Sig- urðssonar. Voru þau Kristín Björg og Sveinn bæði af kunnum önfirzkum ættum. Fluttust þau til Flateyrar og áttu þar heima á annan áratug, en síðan á ísa- firði. Þau hjónin eignuðust alls átta börn og var Guðjón þeirra elzt. Guðjón var snemma bráðgjör Mkamlega, þreklegur til starfa og Ihinn vaskasti maður í hvívetna. Hann var einnig góðum gáfum gæddur, 'hafði námshæfileika í Ibetra lagi, var bókhneigður og las jafnan mikið. Um fermingarald- ur hóf hann sjómennsku, var fyrst á skútum, síðan á vélbát- um og loks á togurum. Á ísafirði tók hann stýrimannapróf hið oninna og var síðan stýrimaður nokkrar vertíðir á ísfirzkum skipum, þar til hann fluttist suð- ur og gerðist sjómaður á togur um. Var liann m.a. lengi toáts- maður á togaranum Belgaum, þar til hann varð fyrir slysi á sjón- um. Var hann þá jnnan við fer- tugt, en beið þess aldrei toætur. Á seinni árum stundaði toann bygg ingarvinnu og smíðar, en var mjög brostinn að þreki toin síðari ár, sökum áfalls þess sem hann hafði áður hlotið. Lá toann á þessu ári átta mánuði á sjúkra- toúsi, þar til yfir lauk, hinn 5. nóvember s.l. Af átta toörnum Kristínar Bjargar og Sveins Sig- urðsscnar eru þá öll látin, nema eitt, Greipur dyravörður í Reyk- javík. Guðjón Elías kvæntist 9. júní 1928 Jónu G. Jóhannesdóttur frá Bolungarvík. Áttu þau alla tíð heima í Reykjavík. Þeim varð ekki barna auðið, en ólu upp tvö börn, Guðjón Þórarinsson og Steinunni Guðnadóttur, sem bæði eru búsett í Reykjavík, og toafa haldið góðri tryggð við fósturfor- eldrana. Lifir Jóna mann sinn. Var tojónaband þeirra hið far- sælasta og reyndist hún honum Framhald á 11. síðu Hafnarfjörður Athygli útsvarsgjaldenda í Hafnarfirði skal vakin á því, að dráttarvextir, 1% á mánuði, verða reiknaðir þann 19. nóv- ember n.k., af öllum gjaldföllnum en ógreiddum útsvör- um og aðstöðugjöldum. Falla þá á dráttarvextir fyrir októ- ber og nóvember þ. á. samtals 2%. Síðan hækka vextirnir um 1% við hvern byrjaðan vanskilamánuð. Eru því gjaldendur, sem eru í vanskilum hvattir til að greiða gjöld sín nú þegar og eigi síðar en 18. þ. m. til að lcomast hjá vaxtakostnaði þessum. Jafnframt skal sérstök athygli vakin á því, að til þess að útsvar yfirstandandi árs verði frádráttarbært við næstu niðurjöfnun þarf það auk áfallinna dráttarvaxta og lögtaks- kostnaðar að vera greitt upp eigi síðar en 31. desember nk. Ilafnarfirði, 8. nóv. 1966, bæjarstjóri. HAB - ÞRÍR BÍLAR í BOÐI - HAB HINN NÝI VOLVO 144 1. Tvöfalt hemlakerfi. 2. Stýrisstöng fer í sundur við I harðan árekstur. 3. Fullkomið hita- og loftræsti- kerfi. Hreinsar einnig móðu af aíturrúðum 4. Hurðir opnast 80°. 5. 9,25 m. snúningsgeisli. 6. Óverju fjölhæf og þægilcg framsæti. Volvo 144 og Volvo Amazon verða til sýnis í Há- skólabíói kl. 13.30-16.00 laugardaginn 12. nóv. Auk þess verða sýndar kvikmyndir af reynsluakstri Volvo 144. — Volvo 144 er í símahanndrættinu. BiFREIÐASÝNING BANDARÍKJAMENN AFNEITA DARWIN Sérhverjum lcennara við hvern einstakan skóla í Bandaríkjunum er bannað að flytja nemendum sín um þá þekkingu, að mennirnir séu komnir af frumstæðri dýra- tegund, en eins og menn vita er álitið, að við séum komnir af öpum. Þótt ótrúlegt megi virðast eru til 38 ára gömul lög í fylkinu Arkansas, sem heyra undir þetta ákvæði. En nú hafa kennararnir í þessu fylki mótmælt harðlega þessum nær 40 ára gömlu lögum. Það er einnig ólöglegt að um breyta kennslubókum, þar sem segir að maðurinn sé kominn af einhverri dýrategund. Lögin um þessa þróunarkenn- ingu hafa valdið miklum deilum í blöðum og tímaritum í Arkansas fylkinu. Samkvæmt kenningum Chax-les Darwin’s um uppruna mannsins eru Bandaríkin 100 ár á eftir Evrópu í þessu tilviki. Umræðurnar um þetta málefni hófust í Arkansas, þegar frú Sus- an Epperson, 24 ára gamall líf- fræðikennari við háskóla í Litle Roek, útlistaði fyrir dómstólun- um þar, að lög þau, sem nefnd | eru hér að ofan, væru ekki sani I kvæmt skoðunum hennar. Réttur ! inn var á hennar máli og hæsti réttur fylkisins hefur nú ákveðið að yfirfara þetta deilumál, eftir að saksóknari fylkisins hefur á- frýjað dómnum. Umræðurnar um þetta mál hafa ekki sízt staðið um þá tolið máls- ins, er snertir Biblíuna, þar sém greint er frá sköpun heimsins á annan hátt en kenningar Dai'w in‘s hafa leitt i Ijós. Margir prestar hafa lagt uþ)> Framhald á 14. síðu. 11. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.