Alþýðublaðið - 11.11.1966, Qupperneq 8
f ýnazistar í uppgangi
það í skýrslu um starfsemi öfgamanna til hægri að erlendis sé oft
vitnað í vikublaðið „Deutsche National-Zeitung und Soldaten
Zeitung" til að sanna tiihneigingar þýzku þjóðarinnar í átt til
nazisma, Gyðingahaturs og hefndarstefnu. Upplag blaðsins hefur
aukizt á einu ári úr 60.000 eintökum í 100.000. Hér hæðist teikn
ari svissneska blaðsins „Nebenspalter“ að nýnazismanum í Vestur
Þýzkalandi, m. a. með úrklippum úr „Deutsche National-Zeitung“.
í þingkosningunum í Vestur-
Þýzkalandi fyrir rúmu ári hlaut
flokkur 'nýnazista, Þjóðlegi demó-
krataflokkurinn (NDP) 664.000 at
kvæði, eða aðeins 2% greiddra at
kvæða. Flokkurinn fékk því engan
þingmarin kjörinn, því að til þess
þurfti hann 5% atkvæða sam-
kvæmt stjórnarskránni. En i fylk
iskosningunum í Hessen á sunnu
daginn náði flokkurinn þvi marki.
Hann hlaut 224.000 atkvæði eða
7,9% greiddra atkvæða og 8 full
trúa á fylkisþinginu. Til þessa
hefur flokkurinn ekki átt fulltrúa
á hinum ýmsu fylkisþingum sam
bandslýðveldisins.
Þessi fylgisaukning NDP er það
sem mesta athygli hefur vakið í
sambandi við fylkiskosningarnar
í 'Hessen, bæði í Vestur-Þýzkalandi
og erlendis. Hægri öfl hafa alltaf
verið öflug í Vestur-Þýzkalandi,
og jafnvel háttsettir menn hafa
látið í Ijósi skoðanir sem vakið
hafa ugg. En þessi öfl, sem varla
er hægt að kalla vini lýðræðisins
sameinuðust ekki fyrr en við stofn
un NDP fyrir tveimur árum.
Þótt flokkurinn segist fylgjandi
lýðræði, benti Paup Lúcke innan
rikisráðherra á það í athyglisverðri
skvrslu um rótttæk hægri öfl og
Gyðingahatur í Vestur-Þýzkalandi
fyrir einu ári að draga yrði þessa
yfirlýsingu í efa, þar sem flokkur
inn færði sér í nyt fordóma í garð
lýðræðí’sins á skipulagsbund:'r’n
hátt. í skýrslunni segir, að örygg--
islögreglunnj íhafi verið skipað að
hafa nákvæmt eftirlit með NDP
★ LANDAKRÖFUR.
Hvaða stefnu fylgir NDP? Á
þingi fiokksins í Karlsruhe í sum
ar var „órétti það, sem Þjóðverj
ar eru beittir“ aðalumræðuefnið
Skipting landsins var kölluð
„mesta lítillækkunin, sem Þýzka
land hefði orðið fyrir:“ Flokkur
inn gerir landakröfur, sem gætu
leitt til heimsstyrjaldar, ef þær
yrðu knúðar fram. Flokkurinn vill
að Þjóðverjúm verði skilað aftur
svæðum, sem þeir numu, eins og
Königsberg, Danzig, Vestur-Prúss
landi, Austur-Prússlandi, Slésíu
og Súdetahéruðunum. Þessi lands
svæði tilheyra nú Sovétríkjunum,
Póllandi og Tékkóslóvakíu.
Á þin'ginu var lögð fram stefnu
ýfirlýsing samin af prófessor Andr
ich en þar er þvi haldið fram, að
á sumum tímum sögunnar geti
einræði verið heillavænlegt, ef ein
ræðisherrann sé svo góðum kost
um gæddur ,,að, hann geti stjórnað
þjóðin og ríkið vinnj saman sem
hendi, jafnframt því sem réttindi
einstaklingsins séu varðveitt, að
þjóði nog ríkið vinni saman sem
ean heild. Til að afstvra því að starf
semi flokksins yrði bönnuð vegna
andstöðu við lýðræðið, var tekið
fram, að hér væri um að ræða
einkaskoðanir Andrichs prófessors
sem þingið mundi kynna sér.
★ GYÐINGAHATUR .
Sams konar ótti við sambands
dómstólinn í Karslruhe sem bann
að hefur starfsemi kommúnista-
flokksins, er kannski ástæðan til
þess að NDP hefur ekki Gyðinga
hatur á stefnuskrá sinni. En þó
hafa eftirfarandi ummæli verið
látin falla í ræðum á opinberum
fundum ,sem NDP hefur haldið.
„Engir glæpir voru framdir þeg
ar þjóðernisjafnaðarmenn vori^
við völd í Þýzkalandi. Hér er ein
vörðungu um að ræða áróður al
þjóðasamtaka Gyðinga og Gyðinga
blaða. Víð töpuðum striðinu fyrir
tilverknað fjandmanna í röðum
okkra sjálfra og alþjóðasambands
Gyðinga."
„Menn mega ekki gieyma uppeld
isáhrifum þeim, sem fangabúðirn
ar höfðu. Þær gerðu marga rauð
liða og marxista að virðulegum
Þjóðverjum. í flokki okkar eru
ekki eingöngu þjóðernisjafnaðar-
menn. Sérhver fyrrverandi þjóðern
issinni, sem þjóna vill málstað
Þýzkalands, getur gengið í lið með
okkur.“
Þessar tilvitnanir er að finna
í skýrslu um starfsemi flokksins
eftir jafnaðarmanninn Erwin Ess
e).
★ Á MÓTI ÖLLU.
Þjóðlegu demókratarnir halda
því fram ,að siðleysi breiðist út
í Vestur-Þýzkalandi. Formanni
flokksins ,Fritz Thielen ,var ákaft
klappað lof í lófa á flokksþing
inu í sumar, þegar hann lýsti
því yfir að konur í Vestur-Þýzka
landi kepptu ekki lengur að því að
verða góðar mæður og eiginkon
ur. Nú væri það skækjan, sem
kvenfólkið tæki sér til fyrirmynd
ar. Svo djúpt væri Þýzkaland sokk
ið.
Hinn nýi Adolf flokksins, Adolf
von Thadden varaformaður, gerir
heiftarlegar árásjr á „ógnarstjórn
verkalýðsfélaganna". Harin vill að
Vestur-Þýzkaland segi sig úr NA
TO, þar sem bandalagið sé aðeins
verkfæri til að tryggja Banda-
ríkjamönnum yfirráð yfir Vestur-
Evrópu. Hann segir, að ráðherrarn
ir í Bonn séu peð Bandaríkjastjórn
ar og vill ekki að stjórnin láti
einn eyri af hendi rakna vegna
dvalar erlendra hersveita í Vest-
ur-Þýzkalandi. Hann vill þvert á
móti „að allt erlent herljð verði
flutt úr landi.
NDP færir sér í nyt andúð þá
sem fólk hefur alltaf á hinu og
þessu. Flokkurinn kallar andstæð
inga sína kommúnista, og er á
móti erlendum verkamönnum, er
lendum kvikmyndum, sem sýna
ekki þýzka hermenn sem hetjur,
og flokkurinn heldur því fram að
kommúnistar stjórni vestur þýzka
sjónvarpinu. Öllu þessu vill NDP
breyta ef flokkurinn kemst til
valda.
En engar horfur eriu á, að NDP
komist til valda, þó að hins vegar
megi ekki gera of lítið úr flokkn
um. Leiðtogar NDP eru sigri hrós
andi eftir fylkiskosningarnar í
Hessen og gera sér vonir um enn
þá stærri sigur í fylkiskosningun
um í Bæjaralandi 20. nóvember.
Flokkur Franz-Josef Strauss, Kristi
lega sósíalasambandið (CSU) hef
ur aðeins 6 þingsæta meirihluta
á fylkisþinginu. Ef NDP hlýtur
eins mikið fylgi og í Hessen, get
ur NDP svipt CSU meirihlutanum
jafnvel þótt NDP byði ekki fram.
í bæjar- og sveitarstjórnarkosn
ingum sem fram fóru í Bæjara
landi fyrr á þessu ári, hlutu Þjóð
legir demókratar 7.3% greiddra
atkvæða í Núrnberg og 8,4% í
Bayeruth. Það er því erigin furða
þótt leiðtogar NDP séu vissir um
fylgisaukningu.
★ UNGIR FLOKKSMENN.
Raunverulegt fylgi flokksins
meðal þjóðarinnar kemur aðeins
fram í almennum þingkosningum,
en prófessor Erwin K. Scheuch
við félagsfræði- og stjórnvísinda
stofnun Kölnarháskóla hefur gert
könnun á fylgi flpkksins. Hann
kemst að þeirri niðurstöðu, að
um 15% allra Vesturþjóðverja
fylgi NDP að málum eða hafi
samúð með stefnu flokksins .
Prófessorinn fuilyrðir, að enginn
öfgasinnaður hægriflokkur liafi afl
að sér eins mikils fylgis í öllum
stéttum iþjóðfélagrsins og NDP
Engan þarf að undra þótt prófess
orjnn komist að þeirri niðurstöð
að fylgi flokksins sé mest í aldurs
hópnum 50 ára og eldri. En kvíð
vænlegri er sú niðurstaða prófess
orsins að næstmest sé fylgi flokks
ins í aldurshópnum 18—21 árs.
NDP er fyrsti hægri flokkurinn,
sem fengið hefur fótfestu í þessum
aldursflokki.
Prófessor Scheuch gefur eftirfar
andi skýringu á þessari staðreynd
Uppreisnargjarnt ungt fólk, sem
andúð hefur á ýmsu í þjóðfélag
inu, fær ekki athyarf í hinum flokk
Frambald í bls. 11
8 11. nóyember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
TÓNLIST OG
BABEL. — Flestir, sem eitt-
hvað að gagni hafa lært í biblíu
sögunum í skóla, muna eflaust
setja það nafn í sambandi við
söguna um Gyðingana, sem reistu
Babelsturninn sem nokkurs kon
ar safnstað. í þessu tilviki er ek-ki
um að ræða sögu úr Biblíunni,
heldur sviðsverk eftir Per nokk-
urn Nörgaard-, sem samanstend
ur af ljósum, tónum, hraða, hreyf
ingum, látbragði, bókstöfum, orð-
Atriði úr liinum nýstárlega sjór
Svanhvít er nokkuð algengt
kvenmannsnafnv hér á landi, enda
er svanurinn jafnan mjallahvítur
í hugum okkar og var það um
allan heim til ársins 1697, að Hol
lenzkur landleita leiaan'gur frá
Austur-Indíum fann svarta svani
á vesturströnd Ástra'líu. Ekki er
þó þessi ástralski svanur alsvart
ur ,því að flugfjaðrir hans eru
hvítar. Nokkuð löngu eftir að Hol
lendingarnir fundu svarta svaninn
stofnúðu Englendingar nýlendu í
vesturhluta ÁstraMú. Fljótlega,
fóru þeir að nota mynd svarta
svansins í skjaldarmerki nýlend í
unnar og þessvegna er það ekkii
út í hött að á fyrstu frímerkjumt
þeirra nýlendumanna árið 1854 Var
mynd af svörtum svani á suridi.
Svipuð.mynd var.mikið.notuð á 1 Tí