Alþýðublaðið - 11.11.1966, Side 15

Alþýðublaðið - 11.11.1966, Side 15
Togarsr Framhald af bls. 1. starfrækt frá Reykjavík, Hafnar firði og Akureyri. Afkoma togar- anna er svo sem alkunnugt er mjög slæm. Þó hefur og orðið sú breyting, að neyzla þeirra olíu- tegunda (gasolíu og fuelolíai, sem togararnir nota, hefur aukizt mjög hjá öðrum aðilum (t. d. síldar- verksmiðjum), sem hafa betri af komumöguleika. Verðjöfnunar- gjald á fuelolíu er nú 130 00 per tonn, en á gasolíu 16,5 aurar pr. ltr. Með skírskotun til framanrit- aðs, þykir því rétt að gera þá breytingu á lögunum um verð jöfnun á benzíni og olíum. að ráð lierra verði veitt heimild til end urgreiðslu á verðjöfnunargjaldi því, sem togarar greiða í sjóð- inn“. LONDON, 10. rióvember (NTB- Reuter) — Harold Wilson for- sætisráðherra skýrði frá því í Neðri málstofunni í dag, að Bret- ar hygðust þre.ifa fyrir sér á ný um möguleika á aðild að Efna- hagsbandalaginu (EBE). Hann sagði, að áður en það yrði gert mundi hann kalla æ'östu menn Fríverzlunarbandalagsins (EFTA) saman til fundar í Lundúnum á næstunni til að ræða vandamál, sem tengd væru tilraunum af hálfu EFTA-landanna til að fá að ild að EBE. Wilson sagði, að stjórnin hefði komizt að þeirri niðurstöðu, að tími væri kominn til þess að haft vrði samband við æðstu menn EBE til að fá úr því skorið hvort fyrir hendi séu skilyrði til ár- angursríkra viðræðna um brezka aðild að EBE eða ekki. Eftir fund æðstu manna EFTA munu Wilson og George Brown utanríkisráðherra ræða við ríkis- stjórnir allra EBE-landanna. Wil- son lýsti því yfir, að Bretar væru reiðubúnir að ganga í EBE með því skilyrði, að mikilvægir hags- munir Bretlands og samveldis- ins yrðu tryggðir. Flann sagði, að eftir þessar undirbúningsvið- ræður mundi stjórnin ákveða hvort hefja skuli raunverulegar samningaviðræður eða ekki og taka afstöðu til þess hvaða ■ timi væri hentugur tii slíkra viðræðna. íljaldsflokkurir.n hefur krafizt þess, að stjórnin gefi ótvíræða yfirlýsingu um, að hún muni fall- ast á ákvæði Rómarsáttmálans, en Wilson geklc ekki svo langt í svari sínu í Neðri málstofunni. De Gaulle forseti gerði fyrstu tiiraun Breta til að sækja um inn- göngu í EBE að engu'í janúar 1963 eftir samningaviðræður, sem staðið höfðu í 18 mánuði. iOesínfger Framhald af 1. síðu. tveimur starfsbræðrum hans í ut-, anríkisráðuneyti Hitlers, sem enn væru á lífi, þar sem hann væri kallaður andstæðingur nazista og Gyðingaofsókna. Hann sapði, að ef strí*ið hefði staðið lengur, kynni hann að hafa verið tekinn af lífi. Kiesinger kvaðst hafa gengið í nazistaflokkinn 1933 sem „íhalds samur ungur maður“, enda hefði hann vonað að nazisminn kæmi ýmsu góðu til leiðar. En eftir 1934 hefði hann verið andvígur fiokknum og ekkert átt saman við hann að sælda. Auglýsingasíminn er 14906 Dokft@r tn6U- dur ?n W1 , B^nnf ríi ■■. *»sk6t»BS Framhaid af 3. síðn. morgun. að íslenzkum tíma, en tilrauninni hefur tvívegis verið frestað. „Gemini-12” verður fjóra sól- arhringa á lofti og mun Aldrin, s?m er doktor frá Tæknistofnun- inn í Massachusetts um stefnumót í geimnum og fyrsti geimfárinn sem hefur doktorspróf, dveljast utan geimfarsins í tvo tíma. Þetta er 16. mannaða geimferð Banda- ríkjamanna, og önnur geimferð Lovells, sem tók þátt í 14 daga ferð ,,Gemini-7”. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Aðalfundur í Vestmannaeyjum Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Vestmannaeyja verður lialdinn að Ilótel II.B. í Vestmannaeyjum næstkomandi laugai'dag kl. 5 síð degis. Venjuleg aðalfundarstörf Kosning fulltrúa á flokksþing Alþýðuflokksins. ^ Hl. ^ i-ITu -Vi •**• ■Mm‘ ^ ^ SIVi URSTÖÐIN gfjííúni 4 — Sími 16*2^27 Bfflintt er smurðor fljðit «|fAftd* Sdiám allar tegnhflir af SWurolíií Sími 14905. 11. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J5

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.