Alþýðublaðið - 11.11.1966, Blaðsíða 16
SJÓNVARPSJAFNVÆGI
ÞAÐ ER ekki nema von að al-
þingismenn séu manna áhugasam
astir um sjónvarp og vilji koma
þessu gagnmerka menningartæki
út til hæstvirtra kjósenda sem
allra fyrst, og það ekki aðeins til
kjósenda i Reykjavík og næsta
nágrenni, heldur líka til kjósenda
úti í hinum dreifðu byggðum.
Þetta er nefnilega mikið hags-
munamál fyrir þingmenn, og það
ekki aðeins fyrir þingmenn
hinna dreifðu byggða, heldur líka
fyrir þingmenn höfuðborgarsvæð
fiáins. Það gefur auga leið, að dreif
Hýlisþingmenn úr Framsóknar-
flokknum eiga mikið undir því að
kjósendur þeirra séu kyrrir heima
en fari ekki að flytjast til Reykja
víkur í enn ríkara mæli en áður
og kjósi þá kannski borgarstjórn
aríhaldið í staðinn fyrir gömlu
þingmennina sína. En þetta er
alveg viðbúið, ef þessir kiósend
ur fá ekki sjónvarp í hvelli, því
að sjónvarp, það er eitt mesta
takmark lífsins, án sjónvarps er
eiginlega ekki lifandi, eins og
allir menn vita nú orðið.
Og eins og sagði hér rétt áðan,
þá fara hagsmunir dreifbýlisþing
mannanna og höfuðborgarsvæðis-
þingmannanna eða stórreykjavíkur
þingmannanna, ef menn kjósa það
orð fremur, saman í þessu þýð
ingarmikla máli. Það er nefnilega
allt annað en skemmtileg tilhugs
nn fyrir stórreykvíkinga að eiga
kannski von á því að öll stór-
reykjavík fyllist af kjósendum Sig
urðar Bjarnasonar eða Gunnars í
Glaumbæ, sem eru alveg vísir til
að fara að kjósa allt aðra flokka
jibgar suður kemur. Það er nefni
léga vísindalega sönnuð staðreynd
«ð fólk sem rífur sig upp úr átt
h#gum sínum og flytur ti! dæmis
úr sveit í kaupstað eða úr kaup
stnð í sveit, það glatar oft sjálfu
sér á þessum flutningum og tekur
upp alla aðra hætti en það hafði
áður, atferli þess og hugsunarhátt
ur verður annar en fyrr.
. Þetta gerir það að verkum, að
það er knýjandi hagsmunamál
alls þingheims að sjónvarpinu sé
komið sem víðast sem allra fyrst.
Landið verður auðvitað allt að
verða eitt sjónvarpssvæði, því að
auk þess sem sjónvarpið getur
ruglað öllu jafnvægi í byggð og
þar með flokkaskjptingu í landinu
með því að draga til sín fólk, þá
getur það líka haft ruglandi áhrif
með því að fæla frá sér fólk.
Það væri nefnilega ekkert síður
hættulegt jafnvæginu, ef menn
tækju að leita burt frá sjónvarp
inu til sjónvarpslausra svæða, til
þess að fá frið, en á þessu hiýtur
K!
T'
'r
[V
t:
Margir gerast nú þreyttir á þingmennslcunni
og þungfærir nokkuð og ellimæddir í spori,
svo útlit er fyrir að erfitt reynast kunni
að afla nógra þingmanna á komandi vori.
Og þess vegna finnst okkur nauðsyn (og niður það ritumj,
að nefnd verði hið allar fyrsta skipuð í málið,
því seint er að byrgja ausuna, eins og við vitum ,
af illri reynslu, þegar barnið er dottið í kálið.
/
að verða hætta, þegar sjónvarpið
verður búið að starfa dálítinn
tíma. Til þess að stemma stigu
við þessu, verður auðvitað að
koma í veg fyrir að nokkur sjón
varpslaus svæði fyrirfinnist á land
inu.
Þessar eru sjálfsagt meginástæð
urnar fyrir sjónvarpsáhuga þing
manna. Og þetta eru svo sterkar
röksemdir að þær drekkja beirri
staðreynd, að eiginlega er nú
sjónvarpið ákaflega tvíeggjað fyr
ir háttvirta þingmenn. Sumum hef
ur þótt það alveg nóg að þurfa
að heyra í þeim annað veifið,
þótt það bættist ekki ofan á að
þurfa að horfa á þá líka.
Það hefur verið sagt uin Mar
en, að liún sé tíu stúlkur í
einni stúlku_ Ef ljósmyndar-
inn vill taka mynd af Bri-
gitte Bardot, getur Maren orð
ið BB svipstundu; annars vill
hún heldur vera einhvers stað
ar mitt á milli Marlene Die-
trich og Marlyn Monroe ...
VÍSIR.
Eg hitti vinkonu mína á förn
um vegi og hún kvaðst nátt
úrulega hafa farið á brunaút
söluna í Kjörgarði. Hún var
heldur betur upp með sér og
kvaðst hafa „sparað“ fyrir fjög
ur þúsund krónur ...
1 CMVv
Kellingin var að monta sig
af því, að hún kynni nú bæði
ensku og dönsku og svnlítið í
þýzku líka. Þá glottj kallinn
og spurði:
— En hvað geturðu þagað á
mörgum tungumálum?
Sumar stúlkur bíða stöðugt og
eiga von á mannsefnínu. Aðr
ar eiga bara von á sér..