Alþýðublaðið - 01.12.1966, Side 3

Alþýðublaðið - 01.12.1966, Side 3
JólablaS ALÞÝÐUBLAÐSINS 1966 3 Ibsens Bergljot Ibsen var dóttir Björnstjerne Björnsson og eiginkona Sigurðar, einkasonar Henriks Ibsens. Skömmu fyrir andlát sitt skrifaði hún minningar .sín- ar um Ibsens-fjölskylduna. Hér á eftir fer hluti fyrsta kaflans og fjallar hann um bernsku Ibsens og upp- vaxtarár. ÉG TEK mér penna í hönd í ein verunni hér upp til fjalla, þar sem ég hef hvorki fengið bréf né blöð í þrjú ár, hef lifað án þess að renna grun í það sem gerðist úti í hinum stóra heimi. í kyrrð og fábreytileik hinna löngu daga hefur mér ósjálf rátt orðið liugsað til hvatningar orða og tihnæla, sem ég eitt sinn fékk þess efnis, að ég færði í letur endurminningar mínar um I-Ienrik Ibsen, konu hans, Sús- önnu, og einkason þeirra, Sig urð. Hæfileika til ritstarfa skortir mig, en samt mun ég freista þess að segja frá því sem ég hef séð og lifað. í húsi mínu standa hvar vetna gripir, sem hafa heyrt þeim til, og ég á í fórum minum bréfa bunka, sem þau hafa skrifað hvert öðru. Bréf þessi væru fyrir löngu brennd, ef Sigurður hefði feng- ið að ráða. Hann og foreldrar hans óttuðust ætíð, að einliver óviðkomandi fengi innsýn í einka líf þeirra. Þau forðuðust almenn ing af fremsta megni. Þegar ég nú finn hvöt hjá mér til þess að bregða upp svipmyndum af lífi þeiiTa og samskiptum innbyrðis, og staðfesta það sem ég segi með hjálp þessara bréfa, þá er það fyrst og fremst vegna þess að svo margt hefur verið sagt og skrif- að um þau, sem er andstætt því sem ég hef sjálf lifað. Ég mun eftir mætti leitast við að draga upp rétta mynd af lífi Henriks Ibsens og fjölskyldu hans, en ég hygg að það eigi sér enga hlið stæðu. í byrjun frásagnar minnar mun ég greina frá uppruna Henriks Ibsens og æsku hans. Sigurður sagði mér oft frá henni. Ég mun ekki sökkva mér niður í að rekja ætt hans. Það liafa kunnir ævi sagnaritarar þegar gert ítarlega Ég vil aðeins minná á, að ættin samanstóð í fyrstu af skipstjór um frá Möen í Danmörku og að þeir ráku verzlun í ríkum mæli í Bergen, þar sem langalangafi Henriks Ibsens tók sér bólfestu og kvæntist. Ibsensættin bland- aðist í kvenlegg bæði skozku og þýzku blóði auk hins danska og norska. Afi Henriks Ibsens settist að í Skien. Hann var skipstjóri og drukknaði nokkru áður en Knút ur sonur hans, leit dagsins ljós Með Knúti Ibsens, föður Henriks hófst ættin til vegs og virðingar, en varð einnig að þola smán og niðurlægingu. Ungur að árum gerðist hann umsvifamikill fé sýslumaður í Skien. Hann varð einn af máttarstólpum bæjarins og fyrir hans tilverknað hlaut fjölskyldan öll veglegan sess í þjóðfélaginu. Knútur Ibsen var ljóshærður Skien, bernskuheimili skáldsins. lítill vexti, en samsvaraði sér vel Andlitsdrættir hans voru skarpir nefið bogið og augun leiftrandi. Það fór vart hjá því að menn tækju eftir þeim. Axxgnaráð hans var hvort tveggja í senn: hvasst og undirförult. Hann gekk ætíð með lítinn og flatan hatt úr mjúku efni og var yfirleitt glæsi lega klæddur og hafði ævinlega hvers kyns skopsögur á taktein um. Á sínum yngri árum var hann viðmótsþýður, en samt stóð mönnum stuggur af hinni hvössu tungu hans. Almennt var álitið að hættulegt gæti reynzt að fjand- skapast við hann. Á velmektar dögum sínum var hann örlátur og gestrisinn og hrókur alls fagnað ar í samkvæmum. Knútur Ibsen kvæntist Marchi en Altenburg, og var hún af gam alli og rótgróinni broddborgara ætt. Hún var dökkhærð, augun djúp og gáfuleg, feimin og inn hverf, en gædd listrænum hæfi leikum og hafði yndi af að teikna og mála. Henrik Ibsen virðist hafa erft svipmót og háralit móð | ur sinnar, en vaxtarlag föðurins. Frá þeim báðum var listagáfan runnin. Hann hafði eins og móð- irin tilhneigingu til að teikna og mála og eins og faðirinn þörf fyrir að tjá sig og segja frá. En hjá honum nýttust þessir eigin leikar til sköpunar skáldlegra verka. Henrik Ibsen fæddist 20. marz 1828 í Stockmannsgárden. Hann var elztur fimm systkina. Ég varðveiti enn þá skírnarkjólinn hans, sem systir hans, frú Hed vig Stousland, gaf okkur. Skírn arvottorðið áskotnaðist okkur á einkennilegan hátt. Maður nokk ur í Bergen sótti dag einn úr sitt en það hafði verið í viðgerð hjá úrsmið. Hann fékk það innpakk að í blaðsnepil og fyrir hreina tilviljun tók hann eftir því, þeg ar lieim kom að bleðillinn var skírnarvottorð Henriks Ibsens. Hann var svo elskulegur að senda Sigurði það að gjöf. Guð má vita hins vegar, hvernig vottorðið hef ur hafnað hjá úrsmiðnum. Þegar Henrik Ibsen var fjög urra ára gamall, keypti faðir hans stórt og íburðarmikið íbúð arhús ofarlega í bænum. Hús þetta hafði áður verið í eigu tengdaföður Knúts, i Jóhanns Alt enburgs. En nú varð brátt snögg ur endir á velgengni Knúts Ib sens, og síga tók á ógæfuhlið hjá honurn. Eyðslusemi hans hefndi sín grimmiléga og 1835 varð liann gjaldþrota og fluttist á gamált og niðurnítt sveitaset- ur rétt utan við Skien. Á okk ar dögum eiga menii að öllum líkindum erfitt með að gera sér í hugarlund, hvílík smán og nið urlæging það þótti í þá tíð að verða gjaldþrota. Knúti Ibsen tókst aldrei að rétta við eftir þetta. Kjörin urðu stöðugt þrengri, vinirnir voru í einni svipan á bak og burt, og hann Henrik Ibsen varð sár og bitur, nánast mann hatari. Ógæfa hans og biturleiki bitn aði að sjálfsögðu mest á heim- ilinu, konu hans og börnum. Það er því ekki að undra, þótt Henrik Ibsen yrði einmana barn á þessu gleðisnauða neimili. Hann lifði 1 sinni eigin veröld. Hann hafði yndi af að leika sér einn í litlu herbergi við hliðina á eldhúsinu. Þar sat hann löngum og teiknaði og málaði, las eða lék sér að brúðu leikhúsi. Þetta litla herbergi var heimur hans, og hapn óttaðist stöðugt, að einhver kæmi inn og snerti leikföng hans. Ef hann gleymdi að læsa herberginu og systir hans hafði dvalið bar með vinkonum sínum, varð hann frá vita af reiði. Systir hans lýsir eftirfarandi atviki frá þessum tíma. Hún segir í bréfi: „Hann var ekkert sérlega skemmtilegur í þá daga, og við gerðum allt sem við gátum til þess að stríða honum með því til dæmis að fleygja steinum og snjóboltum í gluggann hans. Við vildum fá hann til að leika sér við okkur. Þegar þolinmæði hans þraut, kom hann æðandi út og elti okkur. En þar sem hann hafði lítið úthald í hvers kyns í- þróttum og þar sem ofsi var fjarri eðli hans, þá varð venju- lega ekkert úr þessu. Hann fór aflur inn í herbergið sitt begar hann hafði rekið okkur langt í bui'tu.“ Þegar hann var orðinn eilítið eldri, tók hann að leika sín eig- in leiki'it. Sérstaklega hafði hann gaman af að sýna töfra- brögð Á sunnudagskvöldum fékk hann stundum leyfi til að bjóða nágrönnum að koma og horfa á sýningu. Þær fóru fram í einni stofunni. Hann stóð við stóran, fagurlega skreyttan kassa og sýndi alls kyns töfrabrögð. og kúnstir. Stundum þóttist IV hann vera búktalari. IIo) rödd hans hljómaði frá kassanum, án þess hann hreyfði varirnar, hið minnsta. Enginn áhorfenda ýissi. að inni í kassanum sat yngri bróðir hans, Jóhann, í hnipri og lék hina dularfullu rödq. Þá sjaldan Knútur Ibsen var í góðu ' ^ skapi, hjálpaði hann syni sín- um að leika þessar kostulegu kúnstir og skemmti sér konung lega yfir undrun gestanna. Annars var samkomulagið slæmt milli þeirra feðga. Hinn minnsta órétt, sem föðurnum varð á að beita son sinn, mundi Henrik Ibsen lengi. Einu sinni hafði faðir hans til að mynda lofað að gefa honum einn jfíkis dal, ef hann vildi setja kartöfl- ur niður í garðinn. Drengurinn varð himinlifandi, vann verkið samvizkulega og kartöflurnar komu upp. En launin glevmd- ust. Það var ekki hinn glataði ríkisdalur, sem Henrik Ibsen gat aldrei gleymt, heldur hitt, að faðir hans hafði ekki efntj lof- orð sitt. Hann bar ætíð hlýjan | hug til móður sinnar, og þegar^ hún lézt 1869, skrifar hann si/stur sinni: „Okkar garnla og kæra jinóð-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.