Alþýðublaðið - 01.12.1966, Page 7

Alþýðublaðið - 01.12.1966, Page 7
Jólablafð ALÞÝÐUBLAÐSINS 1966 Kreppan var í ætt við náttúruöflin, eng- inn vissi hvaðan ihún kom, né af hverju Hún skall yfir fólkið eins og óveðurský og þó ráðamennirnir reyndu að útskýra hana þá var það eins og latína í eyr- um fóiksins og það eina sem það skildi var: færri krónur og lítilfjörleg vinnu- snöp, sem fóru minnkandi með hverri vikunni. Karlar voru að berja klaka í Aðalstræt- inu. Þeir voru í atvinnubótavinnu, eins og það var kallað.. Norðankaldinn læsti sig í gegn um þunna gallana og þeir þurftu oft að leggja frá sér áhöldin og berja sér. Fáir á ferli. Mávarnir leituðu skjóls inni í húsasundunum. Það var að koma kvöld. í stóra húsinu á horninu sátu þeir fjórir. Stebbi með brennivínsbólgurnar í kinnunum og tröllkonublámann á nef- inu, Ási sölumaður, lítill og snar í snún- ingum, Eyfi listmálari með kreppuna í andlitsdráttunum og litla skáldið að vest- an með lamaða handlegginn og snúna fótinn. Allir langdrukknir og brennivíns- lúsin á þrotum. Hvar á að reisa næstu flösku? spurði litla stóáldið með uppgjöf í röddinni. Ætll maður sjái ekki einhverja leið, svaraði Ási sölumaður og reyndi að lát- ast brattur. Þeir sátu þrír við kringlótt borð. Stebbi velti sér í tvíbreiðum dívaninum. Rúm- fötin voru skítug og .bæld og hann var á skónum. . Strákar mínir, það þýðir ekki að vera með þennan skítapíring, eina og eina flösku. Það er engin framtíð í því. Við verðum að fá okkur almennilelgan skammt, sem getur enzt okkur eitthvað fram á morgundaginn. Það er líka hel- víti hart að vera hér fjórir samankomn- ir og geta ekki slegið fyrir tveim, þrem mænum. Eyfi málari lagði ekkert til málanna, horfði út um gluggann á karlana berja klakann. Það var eitthvert sambland af þreytu og vondri samvizku í andlitinu á honum, og þó var hann ungur. Heyrðu Eyfi, er ekki hægt að stampa einhverri myndinni þinni fyrir brenni- víni? spurði Ási sölumaður. Ég veit ekki, svaraði Eyfi án þess hæigt væri að heyra nokkurn vott af áhuga í röddinni. Látum Ása sýna sölumannshæfileikana, sagði Stebbi og settist iái stokkinn. Ætli það þýði nokkuð, sagði litla skáld- ið, sem virtist fyrirfram dæmt til að þola sífelld vonbrigði. Ég held það megi reyna, sagði Ási. Eyfi stóð þegjandi upp og gekk fram í eldhúsið við hliðina. Eiginkona Stebba var að sauma við eldhúsborðið. Hún var með herðakistil og arnarnef og hálf- reykta sígarettu í öðru munnvikinu. Hvað á þessi orgía að standa lengi? spurði hún Eyfa án þess að líta upp frá saumunum. Það er hart að göngu að þurfa að fara í önnur hús til að sofa, fyrir ykkur þessum bölvuðum fyllisvínum, hélt hún áfram. Eyfi anzaði henni ekki en opnaði skáp- inn í horninu og dró þaðan út striga- vöndul, sem hann læddist með inn í her- bergið. Litið á Eyfa kallinn, það stendur ekki upp á hann, sagði Stebbi um leið úg hann sötraði síðustu dreggjarnar úr boll-i anum sínum. Hvert á að snúa sér? spurði Ási. Ætli það sé ekki helzt að bera niður hjá sprúttsalakrílinu á Grettisgötunni, svaraði Stebbi. Hvenær heldurðu að ég geti pram*að mynd inn á það helvítis kvikindi? spurði Ási aftur. Mundu að þú ert sölumaður af guðs náð Ásagrey, og reyndu nú að haska þér af stað, skipaði Stebbi. Meðan á. samræðum þeirra Stebba og Ása stóð, hafði Eyfi málari dregið fram mynd og slétti úr henni á gólfið. Þetta var stærðar mynd: Nakin kvenmaður sitj- andi á stól. Hann fór um hana mjúkum höndum með trega í svipnum. Ég ætlaði mér eiginlega ekki að farga henni, málaði hana í akademíunni og hélt pinulítið við módelið. Indælisstúika o i hún gaf mér stundum að drekka, og ég lúllaði hjá henni í staðinn, sagði Eyfi angurvært. Blessaður Eyfi, farðu ekki að skæla yfir myndinni þeirri arna, hún verður hvort eð er aldrei sett í ramma né fest á vegg, sagði Ási. Ási og Eyfi hjálpuðust við að pakka myndinni inn í dagblað. Ási var ofur- lítið valtur á fótunum, annars sæmilega til fara. Hann klæddi sig í svartan vetr- arfrakka og setti upp hattinn, réyndi að stramma sig af áður en hann færi út. Stebbi fylgdi honum fram í eldhúsið oig eiginkonan ieit upp frá saumunum. Á enn að fara í bi-ennivínssnap? spurði hún, og það var kvíði í röddinni. Þeir önzuðu henni ekki, og Stebbi ýtti Ása fram á ganginn. Reyndu nú að standa þig Ási, kallaði Stebbi á eftir lionum um leið og hann klöngraðist niður þröngan stigann. Hjtaðu tevatn, konuræksni, sagði Stebbi um leið og hann gekk um éld- húsið. Eiginkonan ætlaði að Iganga í veg fyr- ir hann, en hann ýtti henni hranalega frá sér og spurði: Hvenær verðurðu búin með þessa kjól- druslu, svo liægt verði að friða húseig- andann? Hann beið ekki eftir svarinu, flýtti sér inn í herbergið. Góða lyktin, sem lagði út um hótel- gluggann á horninu gaf Ása byr undir vængi og hann hljóp við fót austur Aust- urstrætið. Norðannæðingurinn beit í and- litið í Lækjargötunni og upp Bakarabrekk una, oig þegar Ási beygði inn lá Grettis- götuna hafði runnið talsvert af honum svo liann þurfti ekki lengur að vanda sig. Húsið á Grettisgötunni var lítið með skúrinngangi og á innridyrunum var eins konar gægjugat og smekkláslæsing. Ási barði á dyr. Drykklöng stund leið. og enginn kom til dyra. Hann hafði bar- ið nokkrum sinnum, þegar ofurlítið fugls- andlit kom i gægjugatið. Hverskonar ófriður er þetta um miðja nótt? spurði fuglsandlitið, og þegar það talaði sást að tennurnar stóðu á skjön en augun voru úr manni. Ó, Óli minn þú verður að bjarga mér, fjögur mannslíf í veði og hvergi iglæta, sagði Ási og reyndi að bera sig illa. Komdu þá hérna innfyrir góði, sagði fuglsandlitið og opnaði dymar. Óli var krypplingur, öimur öxlin mik- ið hærri en hin og líkaminn allur skæld- ur og beyglaður eins oig liefði verið und- ið upp á hann og gleymzt að vinda aftur ofan af honum. Honum lá hátt rómur nánast skrækti en i augunum var bæði gáski og greind. Hvað get ég svo gert fyrir þig, heili- in mín spurði Óli. Æ, það er þetta sama Óli minn, mig vantar að drekka, Við erum fjórir niðri Aðalstræti og orðnir lens og þú eini bjargvættúrinn, sagði Ási. Já en elsku drengurinn minn, það er komið langt fram yfir venjulegan ,;lok- unartíma og svo eru bölvuð pólitiín á sífelldu snuðri fyrir utan kofann, £agði Óli og ók sér. Heyrðu Óli minn, langar þig ekki að heyra góða vísu? spurði Ási. Láttu mig heyra. Hún var ort á Þingvöllum um'daginn. Landsins bezta skáld. Hlustaðu: > silkimjúkt er sólskinsbrosið silfurtært er daggarbað, en hvergi hafa hjörtun frosið hraðar en á þessum stað. Það skríkti í Óla- Mikið helvíti er hún góð. Hvað var það annars, Sem þig vantaði? Vcl á minnzt hefurðu nokkra aura? Hér er eng in krít eins og þú veizt, sagði Óli. Heyrðu Óli minn, ég þarf eiginlega að gera við þig dálítinn samning, sjáðu til ég er hérna með mynd, eða öllu heldur málverk. . . Nei, neí, nei, skrækti í Óla. Sko þetta er ekki neitt venjulegt mál- verk Óli, hélt Ási áfram, þetta er málaS af efnilegasta unga málaranum okkar, og ég get skorið af mér hausinn upp á það, að þann verður orðinn heimsfrægur eft- ir nokkur ár. Nei, nei Ási minn þetta þýðir ekki aS ræða. Þú þarft ekki að kenna mér við- skipti, það er sko mín sérgrein. Nei, fálki hef ég aldrei verið, þetta er ekki til að nefna, sagði Óli og opnaði aftur dyrnar út. Nei, Óli þú skilur þetta ekki. Mtálverk er einhver bezta fjárfestimg, sem hægt er að komast yfir. Reyndar er það ég sem er að gera þér stóran greiða. Hún á nokkuð eftir að vaxta sig myndin sú arna, sagði Ási um leið og hann tók dagblaðið utan af myndinni og sléttaði úr henni. Og þetta lika kvenmannsflykki, dreng urinn minn, sagði Óli og horfði á mvnd- ina, það er ekki einu sinn hægt að festa þetta á vegg, bætti lrann við. Þú lætur mig hafa þrjár bokkur og. Framhald á 11. síðu Smásaga eftir Björn Bjarman

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.