Alþýðublaðið - 01.12.1966, Side 11

Alþýðublaðið - 01.12.1966, Side 11
JólablalS ALÞÝÐUBLAÐSINS 1966 11 Myndin Framhald af 7. síðu. "1. tvöhundruð kall fyrir hana, sagði Ási. Jæjia, ég slæ ttil. Tvæi' flös/kur og hundrað kall, bauð Óli. Óli minn, ég trúi því ekki að þú ætlir að svívirða ungan listamann með því að bjóða upp á þessa hungurlús, bað Ási. Óli horfði þegjandi á myndina, glettn- tn hvarf úr augunum og hann varð al- varlegur á svipinn. Auðvitað veit ég þú ert að narra mig en vegna vísunnar býð ég þér þrjár flösk- Ur og hundrað kallinn en ekki eyrir meir, eagði Óli og það var auðséð á honum að hann sá undir eins eftir tilboðinu. Allt í lagi, sagði Ási og gat naumast leynt sigurgleðinni. Óli var lengi að paufast inn í eldhús- ekáp og kom að lokum með þrjár flösk- «r og tvo fimmtíukalla. Þetta eru áreiðanleiga verstu viðskipt- in, sem ég hef gert til þessa, sagði Óli og mér kæmi svo sem ekki iá óvart þótt þú yrðir einhvem tíma loðinn um lófann löœtti hann við og horfði kímileitur upp I andlitið á Ása. 1 skotinu á bakvið tugthúsið dró Ási Itappann úr einni flöskunni og afmeyjaði hana. Það hýrnaði yfir félögunum, þegar Ási vatt sér inn til þeirra með slagsíðu báð- Hm megin og mikill um magann. í>að rauk úr tekönnunni á borðinu og Ási dró flöskurnar upp úr haldinu með sveiflu. Stebbi rak upp öskur og það hýrnaði yfir litla skáldinu, kreppan var enn mál- uð á andlitið á Eyfa. Ási gleymdi fimmtíuköllunum í vasa sínum. Selskapurinn var fljótur að taka stakka skiptum eftir að Ási kom með vínið. Skáldið las upp dálítið vísukorn og Stebbi sagði hann væri vont skáld, Eyfi harm- aði myndina og Ási -hældi sér af yfir- burðasölumannshæfileikum. Það skal hundur heita í hausinn á mér, ef ég verð' ekki orðinn ríkasti maður landsins eftir fimm ár, sfgði Ási oig re.vndi að gera sem mest úr ystrunni. Þá heldurðu stórar veizlur með steik- um og brennivíni; þrumaði Stebbi og hóf svo upp raustina og söng svo undir tók: ,.The way to Mandalay". Hinir tóku undir. Eiginkonan kom í g'áttina og reyndi að þagga niður í þeim. Svei mér ég kalla bara í lögregluna, ef þið hættið ekki þessum djöfulgangi, sagði hún og hvarf svo aftur inn í eldhúsið. Það var gott að sofa hjá módelinu, tautaði Eyfi, þegar búið var að syngja. Vertu ekki að þessu voli Eyfi minn, þú verður hvort eð er aldrei annað en annars flokks málari, sagði Ási mildum rómi. Þjóðin skilur mig ekki og ég verð alltaf fátækt skáld, sagði litla skáldið hnuggið. Hættið þessum barlómi strákar mínir, nú skulum við drekka og drekka baki brotnu meðan nokkur dreitill er eftir. sagði Stebbi. Nóttin hafði lagzt yfir mannlausa göt- una. Flækingsköttur skauzt á milli húsa og ljósið á símastaurnum deplaði. Köld vetrarnótt í kreppunni. ☆ Kreppan hafði horfið og í útlandinu var stríð. Her í landinu og peningaflóð. Alls staðar vinna og varla tími til að eyða öllum peningunum. Ási var ekki lengur sölumaður, heldur lét hann aðra selja fyrir sig og græddi á tá og fingri. Eyfi málari var að vísu ekki orðinn heimsfrægur en málaði portret af nýríku grósserunum, litla skáld ið -hafði gefið út bók og Stebbi ataðist í Bretanum. Óli sprúttsali var hættur að selja brennivín en safnaði fasteignum og lán- aði út peninga. Honum hafði græðst mik- ið fé á alls kyns braski en, þó var það eitt, sem stundum truflaði sálarfriðinn, en það var bannsett konumyndin, sem hafði legið óhreyfð uppi á hanabjálka, því hann hafði ekki einu sinni þorað að sýna konunni sinni hana, hvað þá að hengja hana upp. Það var í bankanum við Lækjartorg sem þeir hittust Ási heildsali og Óli. Það var sumar úti og sólargeisli hafði laumað sér inn á milli gluggarimlanna og alla leið inn á gólf í bankanum. Ys og þys. Allir að leggja inn peninga. Eng- in sála við diskinn hjá víxlaranum. Óli stóð liti í horni og handlék blaðsnifsi. Það var asi á Ása, og bankafólkið snér- ist í kring um hann. Óli haltraði í átt- ina til -hans. Sæll vertu, drengurinn minn, sagði hann við Ása, sem hafði ekki tekið eftir honum. Nei sæll og blessaður Óli minn. Hvern- ig hefurðu það góði? spurði Ási og ætl- aði að halda áfram leið sinni. Vildurðu heyra mig ofurlítið héma undir vegg? sagði Óli. Manstu nokkuð eftir myndinni frá þvi forðum? hélt Óli áfram, hann er ekki enn orðinn heimsfrægur hann Eyfi, eða er það? spurði hann og lyigndi augunura upp á Ása. J'á, heyrðu áttu hana enn? spurði Ási. Já og það er víst útséð um það, að ég geti losnað við hana, svaraði Óli. Óli, reyndu að hafa upp á því, hvcr módelið er, ég held hún hafi verið is- lenzk, og gott ef hún er ekki gift ein- hvers staðar út á landsbyggðinni, svar- aði Ási og flýtti sér í burt. Óli stóð lengi í horninu sínu í bank- anum og hugsaði. Sólargeislinn á gólf- inu var horfinn og fólkinu hafði fækkað í afgreiðslusalnum. Nokkrir mánuðir liðu áður en Óli haíð! upp á, hvar módelið var niður komið. Eftir krókaleiðum komst hann að því, að það var gift sæmilegum kaupmanni vest- ur á landi. Það var kvöld og Óli sat við skrifborð- ið sitt. „. . . og nú hef ég fengið tív#] þúsund krónu tilboð í myndina, en vildi gjaman gefa yður færi á að fá hana á sama verði. Ef yður kæmi það betur gæti ég tekið ársvíxil upp í helminginn". . - stóð í bréfinu til kaupmannsins. Vikan var varla liðin þegar Óli fékk skeytið að vestan. „Tek tilboði yðar—stop— þarf ekki víxil“. Sementsverksmiðja ríkisins Sementssala og afgreiðsla fer fram á Akra- nesi virka daga kl. 9 f.h. til kl. 5 e. h. nema laugardaga kl. 8 — 12 f.h. í Reykjavík virka daga kl. 8 f.h. til kl. 5 e.h. og til kl. 6 e. h. á föstudögum. Á laugardögum kl. 8 til kl. 11,20 f.h. Verksmiöja Akranesi Sími 1555. Sementsafgreiðsla í R.vík Við Kalkofnsveg, sími 22203. s * S N N S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s \ s s K \ s \

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.