Alþýðublaðið - 01.12.1966, Qupperneq 13
Jólabláð ALÞÝÐUBLAÐSINS 1966
13
Þátttakendur sitja á stólum
í hring (sjá mynd) Einn byrjar
leikinn me'ð því að snúa pott-
loki á gólfinu inni í miðjum
hringnum og um leið nefnir
hann nafn einhvers þeirra, er
í hringnum sitja. Þá á sá að
vera það fljótur á fætur og að
lokinu, að hann nái handfesti
á því, áður en það stöðvast.
Hann nefnir nú nafn einhvers
annars og snýr lokinu. Ef ein-
hver verður of seinn a« ná til
loksins, áður en það stöðvast,
verður hann að setja pant. —
Þumal-
fingur
tekinn af
Beygðu báða þumalfinguma og
leggðu þá saman eins og sýnt
er á mynd I.-II. Svo skaltu fela
„samskeytin'* með vfsifingri
hægri handar. (Sjá III.) —
Snúðu síðan höndunum að áhorf
endum, færðu hægri höndina
út eftir vísifingri vinstri hand
ar og svo sömu leið til baka.
Þetta Iftur út eins og fremsti
liður vinstri þupialfingurs sé
tekinn af og settur á að nýju.
Fingragildran
Þið fáið ykkur stífan skrif- •
pappír, svo sem 15x30 sm. lang
an — í hann klippið þið svo
tvær langar rifur. — Síðan er
blaðið vafið upp, þannig, að úr
því verður sívalningur, og er
byrjað að vefja upp frá þeim
endanum, sem rifurnar eru á.
—. Sívalningurinn á að vera
þannig, að 12—13 millimetra
breitt gat sé í gegn. — Síð-
an er hinn endinn límdur fast-
ur og látinn þorna. — Ef þið
eigið nú einhvem fingrafiman
kunningja, sem kemur í heim-
sókn á jólunum, þá ættuð þið
endilega að sýna honum töfra-
bragð. Biðjið hann að stinga
báðum vísifingrunum inn í göt-
in á sívalningnum. — Honum
mun reynast erfitt að losa fing
urna nema þið hjálpið honum
og mundi honum þykja það
fremur ólíklegt að óreyndu. —
Dansandi brúba
Sterki Jói
Sá, sem leikur þetta bragð, verður að
vera í langerma skyrtu og jakka. Hann
bindur tvo hringa eða (handföng sitt í hvorn
enda á sterku bandi, snæri eða reipi. Hann
dregur svo endana gegnum ermarnar á
jakka sínum og ’heldur í liringana. Síðan
fer hann inn í stofuna til áhorfenda og
býður tveimur sterkustu strákimum að
togast á við sig. — Þeir rembast svo hver
sem betur getur, en fá ekkert að gert og
undrast nú afl andstæðingsins.
Hugdettur
Þátttakendur sitja kringum borð og
leikurinn byrjar með því, að einhver seg-
ir: „Ég er einmitt að hugsa um. . . og
bætir við einhverju orði. — Þá skal sá
næsti svara: — „Já, dettur mér í hug. . ",
og bætir við fyrra orðið sem nefnt var.
Þannig heldur röðin áfram kringum borð-
ið og sá, sem ekki getur látið sér detta
nýtt orð í hug, áður en tíu sekúndur eru
liðnar verður að gefa pant. — Tökum nú
dæmi um þennan leik:
Ég er einmitt að hugsa um epli.
2. Þá dettur mér í hug eplamauk,
3. Þá dettur mér í hug skyr.
4. Þá dettur mér í hug kaffi.
5. Þá dettur mér í hug rjómi.
6. Þá dettur mér í hug kýr.
7. Þá dettur mér í hug fjós — o. s. frv.
í þennan leik má nota venju
lega litla brúðu, eða þá að þið
rissið teikninguna upp á þykk-
an pappa eða krossviðarbút. —
Aftan á brúðuna er límd eða
saumuð gúmmilykkja, sem hægt
er að stinga vísifingri og löngu
töng liaegri handar í. Þessir
tveir fingur eru fætur brúðunn-
ar. — Bezt er að búa til skó
á „fæturna" úr pappír og lita
þá — Enda þótt svona brúður
séu ætlaðar til . skemmtunar
fyrir smábörn, hafa fullorðnir
líka gaman af því að sjá þær
leika listir sínar. Það er furðu
eðlilegur dans. —