Alþýðublaðið - 31.12.1966, Síða 11
staða Johnsons
veiktist á árinu
JOHNSON Bandaríkjaforseti á við sívaxandi erf-
iðleika að stríða eins og David Williams, sérfræð-
ingur í bandarískum stjórnmálum, bendir á í eft-
irfarandi grein.
ÁRIÐ sem er að líða hefur
verið Johnson forseta Banda-
ríkjanna erfitt, svo erfitt, að
sú spuming hefur vaknað
hvort hann muni gefa kost á
sér til endurkjörs 1968.
Nokkrar staðreyndir hafa
gert það að verkum, að vafi
ríkir um framtíðaráform for-
setans Ein er sú, að vinsæld-
ir forsetans hafa sífellt minnk
að. eins og fram hefur komið í
skoðanakönnunum. Önnur stað
reyndin er hin slæma útreið,
sem Demókrataflokkurinn
hlaut í kosningunum í nóvem
ber. Demókratar töpuðu fjölda
þingsæta í fulltrúadeild þings
ins og biðu ennþá alvarlegri ó
sigra í kosningum um embætti
ríkisstjóra í nokkrum mikil-
vægum ríkjum.
Þriðja staðreyndin er sú, að
forsetanum helzt augsýnilega
illa á hæfu starfsfólki í Hvíta
húsinu. Þegar Bill Moyers
blaðafulltrúi, sem almennt hef
ur verið álitinn duglegasti að-
stoðarmaður forsetans, hættir
störfum í janúar hefur forset
inn misst alla þá rtiörgu sam
starfsmenn, sem hann réði í
sfna þjónustu, þegar hann flutt
ist í Hvíta húsið fyrir rumum
þremur árum.
Á fundi, sem nokkrir ríkis-
stjórar demókrata héldu með
sér skömmu fyrir jól, veitt-
ust þeir harkalega að John-
son forseta. Margir þeirra
töldu hamr persónulega ábyrg-
an fyrir sigri repúblikana í nóy
emberkosningunum — þrátt
fyrir þá staðreynd að sigur
repúblikana byggðist á mjög
eðlilegri sveiflu, sem oftast
gerir vart við sig í kosningum,
sem fram fara þegar ekki ef
kosið um forsetann, og allir
gerðu fyrirfram ráð fyrir
vegna hins óeðlilega mikla fylg
ishruns repúblikana í forseta-
kosningunum 1964, en þetta
fvlgishrun stafaði af þeirri
firru repúblikana að velja
T,'>rry Goldwater þáverandi
öldungardeildarþingmann, for-
setaefni sitt.
GAGNRÝNI
RÍKISSTJÓRNANNA
Samt sem áður hitti gagn-
rýni ríkisstjórnanna að nokkru
leyti í mark — ekki sízt þær
ásakanir þeirra í garð forset
ans, sem einnig er leiðtogi
flokksins, að hann hafi að
engu haft skoðanir landsstjói'n
ar flokksins og starfsmanna
liennar og stungið tillögum
þeirra undir stól. Margir fram
bjóðendur demókrata, sem
biðu ósigur í kosningunum,
hafa látið í ljós mikla beiskju
vegna skorts landsstjómar
flokksins á vilja eða getu til
að aðstoða þá.
Það er staðreynd, að John
son forseti hefur öðiazt litla
reynslu, sem hefði getað gert
honum kleift að gera sér grein
fyrir því, hvernig haga þarf og
verður kosningabaráttu flokks
í alríkiskosningum. Sú reynsla,
sem hann hefur öðlazt í stjóm
málum, hefur aðallega verið
fólgin í því að tryggja sér sam
vinnu áhrifamikilla öldunga-
deildarmanna og þingmanna í
fulltrúadeildinni eftir að þeir
hafa náð kosningu, fá þá til
liðs við sig í vissu máli gegn
loforði í öðmm málum. Á
þessu sviði hefur hann verið
sannkallaður meistari.
En hann hefur ekki nærri
því eins gott vald á þeirri
skipulagningu og tækni, sem
beita verður til þess að ná
til hinna mörgu milljóna
Bandaríkjamanna, sem greiða
atkvæði í alríkiskosningum, og
hafa áhrif á þá. Á þessu sviði
getur forsetinn áreiðanlega
lært margt af ríkisstjómm
demókrata, sem nú veitast að
honum.
Goldwater — Var sigur Johnsons í síðustu forse ikosningum fremur sprottinn af andúð á stefnu
hans en sambúð kjósenda með stefnu forsetans? * jjl ^ (
OF MIKIÐ KAPP LAGT
Á UMRÆÐUR.
Önnur hlið gagnrýninnar
snýr að félagsmálafrumvörpum
forsetans, sem koma eiga á
hinu svokallaða , Mikla sam-
félagi“ Að langmestu leyti er
hér um að ræðá frumvörp, sem
eru sjálfsögð og hljóta hefðu
átt staðfestingu fyrir löngu,
en samt áður komust margir
kjósendur á þá skoðun, að of
mörg frumvörp væru lögð
fram í einu, að þau væru slæ
lega undirbúin og illa sam-
ræmd og umfram allt að þau
mundu hafa alltof mikil út-
gjöld í för með sér.
Margir frambjóðendur dem-
ókrata í kosningunum urðu
þess áþreifanlega varir, að
hinn stöðugi straumur laga-
frumvarpa, sem Johnson hefur
sent þinginu og þreytist aldrei
á að státa af, vakti fremur ugg
en ánægju meðal kjósenda.
Að einhverju leyti kann á-
stæðan fyrir því, að kjósend-
um virðist hafa þótt lítið til
umbótanna koma, vera hátt-
ur sá, sem hefur verið á til
þess að fá frumvörpin sam-
þykkt. Þar sem fjölmargir rep
úblikanar og aðrir íhaldsmenn
greiddu fyrst og fremst at-
kvæði gegn Goldwater. frem
ur en með Johnson, í forseta-
kosningunum 1964, varð hið
nýkjörna þing talsvert fram-
farasinnaðra, umbótasinnaðra,
en kjósendur voru yfirleitt.
Forsetinn notaði til fullnustu
hinn gífurlega mikla meiri
hluta, sem hann hafði á þingi
til þess að knýja í gegn stefnu
sína um „Hið mikla þjóðfé-
lag“. En samtímis þessu tókst
honum ekki að vinna stuðning
þjóðarinnar við stefnuskrána.
Hann virtist hafa aflað sér
stuðnings þjóðarinnar við um-
bætur sinar í kosningunum
1964, en í raun réttri voru úr-
slitin ekki traustsyfirlýsing við
„Hið mikla þjóðfélag".
Forsetanum virðist hafa orð
ið á í messunni að ganga að
því sem vísu að yfirgnæfandi
meirihluti kjósenda hefði
lýst yfir eindregnum stuðn-
ingi við hann og stefnu hans.
í raun og veru voru úr.slitin
langtum fremur vantraust á
Goldwater
Stefnan, sem á að leiða til
„Hins mikla þjóðfélags", er tví
mælalaust góð stefna, og for-
setinn hefur ennþá tvö ár til
umráða til að sannfæra kjós
endur um þetta. Að þeim tíma
liðnum kunna kjósendur að
sannfærast urn, að svo sé, af
eigin reynslu." Johnson hefur
orðið fyrir miklu áfalli, en ef
hann dregur lærdóm af því,
ætti hann auðveldlega að geta
endurheimt stuðning meiri-
hluta kjósenda líkt og sumum
fyrirrennurum hans hefur tek
izt eftir álíka alvarleg áföll.
31. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ