Austanfari - 15.07.1922, Side 1

Austanfari - 15.07.1922, Side 1
AUSTANFARI RITSTJÚRI OG EIGANDI: GUÐM. G. HAGALfN 4. tbl. Seyöisfiröi, 15. júlí 1922 1. árg. Hans Andreas Schlesch cand. pharm. Hans Andreas ScWesch er fæddur 8. ágúst 1891 á Nelli- kuppam í Madras í Austur- Indlandi. Faðir hans var mál- fræðingurinnsíraChr.Schlesch, r. af Dbr. sem búið hetu. i 20 ár á Indlandi. Árið 1809 fluuist Schleschtil Danmerkui ogvaið Hans Schlesch þar stúdent I Kaupm.höfn árið 1908. Fjórum árum seinna lauk hann fyrn hluta lyfjaprófs með ágætis- einkunn, fór til íslands og dvaldi þar, unz heimsófriður- inn hófst. Fór hann þá til Danmerkur og tók lyfsalapróf 1918. Var hann síðan fyrsti aðstoðarmaður í lyfjabúð í Næstved, unz hann flutti hing- að til Seyðisfjarðar í maí 1919 — og hefur dvalið hér síðan sem aðstoðarmaður í lyfjabúðinni — og síð- an P. L. Mogensen fór, hefur hann stjórnað henni. Og nú í septem- ber fer hann alfarinn af landi voru. Er það í tilefni af því, sem um hann skulu sögð nokkur orð. Frá barnæsku hefur Schlesch hneigst mjög að náttúruvísindum, og frá árinu 1904, hefur hann lagt mikla stund á rannsókn lindýra og lagt mikið fé í að safna þeim og rannsaka, en lítið haft í aðra hönd. Árið 1909 gaf hann náttúrugripasafninu í Hull safn sitt og hefur jafn- an við það bætt síðan. Safninu í Reykjavík hefur hann margt sent og útvegað víðsvegar að. Strax, er hann kom til íslands (ísafjarðar) tók hann að leggja stund á rannsókn íslenzkra lindýra og jarðlaga. Hefur hann haldið áfram þessum rannsóknum sínum hér eystra — og merkilegar þykja rann- sóknir hans á Tjörnesjarðlögunum. Hefur hann skrifað fjölda greina um slík efni í ensk, þýzk og frönsk tímarit — og í skýrslu náttúru- fræðafélagsins íslenzka. Var í fyrra úr því riti eftir hann sérprentuð stór ritgerð. Hefur hann safnað all miklu hér og niun halda áfram rannsóknum sínum, þótt hann fari héðan. Schlesch er maður viðmótsþýður og skrafhreyfinn, fjölfróður og fjölhæfur. Er hann gestrisinn og greiðugur, en velur eigi alla að vin- um — og er sízt allur þar sem hann er séður. Bókasafn á hann eitt hið bezta, sem til er í einstaklingseigu hér — á vissum sviðum, sem sé hinu náttúrufræðilega og skáldskaparlega. Les hann mikið og kann á því góð skil, er hann les, enda var hann á ísafirði mikill vinur Guð- mundar heitins Guðmundssonar, skálds, sem meðal annars hefur ort til hans fallegt kvæði á dönsku, og er það hið eina kvæði Guðmund- ar á því máli. Vinir Schlesch, bæði á ísafirði og hér, óska honum allra heilla og vænta þess, að ísland láti hann eigi í friði, unz hann kemur upp á nýjan leik, því að ísland tekur föstum tökum, eigi síður á fósturbörn- um en öðrum börnum sínum. Schlesch er kvæntur maður og fór kona hans til Danmerkur í vor. Flytur „Austanfari" henni einnig beztu óskir. Þingið og sparnaðurinn. í síðasta blaði var um það get- ið, að „Austanfari“ mundi bráð- lega minnast á embættaskipun og kirkju- og kenslu-fyrirkomulag. 1 sambandi við þetta, og áður en það skal tekið fyrir, skal að nokkru minnast aðgerða síðasta þings í sparnaðarmálunum. Pað hefur verið sagt, að síð- asta þing hati gengið betur frá fjárlögunum en nokkurt annað þingsíðustu ára. Má vera.að tekju- halli fjárlaganna hafi minna verið áætlaður. En á hvern hátt gat slíkt orðið? Það gat orðið á þann hátt, að allar bráðnauðsynlegar verklegar framkvæmdir hafa hlot- ið ónáð í augum þingsins. Alt stendur fast og ekkert er gert. Má það teljast hörmulegt neyðar- úrræði og einskonar vantrausts- yfirlýsing þingsins á sjálft sig og starfsemi sína. Nú eru erfiðir tímar, svo sem allir vita, fyrir ríkið og einstak- lingana. En þess ber fyrst og fremst að gæta, að velmegun ríkis- ins byggist algerlega á velmegun einstaklingsins. Gangi þeim að óskum, getur ríkið afklofið alt sitt. Undir gengi atvinnuveganna er því alt komið. Er það því neyðaruppgjöf, sem seinasta þing hefur gripið til, sem sé sú, að skera niður allar fjárveitingar til verklegra framkvæmda. Og hverjar voru hinar helztu sparnaðartillögur sparnaðarnefnd- ar þingsins? Þær voru meðal ann- ars þær, að leggja niður ýmiss embætti, seni þann veg voru vax- in, að embættismennirnir þurftu að hafa full eftirlaun áfram, og þess- vegna var enginn sparnaður í af- námi embættanna. Þær voru fólgn- ar í því, að hlýta hinu frábærlega heimskulegu tillögu „Tímans“ (Jónasar frá Hriflu) um að leggja niður hæstaréttarembættin og sam- eina þau kennaraembættum lög- fræðisdeildar háskólans. Sú tillaga var svo fáránleg, að jafnvel styrk- ustu og traustustu fylgismenn Hviflu-Jónasar sáu sér ekki fært að fylgja henni, heldur hölluðust að hinu, sem „Austurland“ lagði til í vetur, að dómurum yrði frek- ar fækkað um tvo í hæstarétti. Og mun sú tiilaga verða ofan á, enda algerður óþarfi á íleiri dóm- urum í hæstarétti. Þá er um að ræða tillöguna um að leggja niður ríkiskostaða barnafræðslu. Mun um það mál rætt ýtarlega innan skamms hér í blaðinu, en þar eð það vill að öllum menningarmálum styðja, mun það eigi að neinu leyti telja rétt að leggja niður barnafræðsl- una fyrir sparnaðarsakir, því að slíkt telur það eigi borga sig, en aftur á móti sýna fram á, hversu óhaganlega og óvitlega varið sé fé í þeim efnum. Þingið vildi aft- ur á móti af sparnaðarástæðum 'eggía niður barnafræðsluna, án þess að bera þar það fram, að hún væri óhæf eins og hún er. Fylgdi það því í þeim málum, sem hinum, er að verklega svið- inu lúta — því, að skera niður allar framkvæmdir og láta alt standa í stað, en reyndi ekki að leggja út í baráttu um niðurrif þess, sem er óþarft og óheilbrigt í þjóðfélagi voru, úrelt og til eng- inna nota. Heilar stéttir í landi hér, laun- aðar af landssjóði, eru algerlega til engra þarfa. Heilar stofnanir eru hér kostaðar af ríkinu, án þess að því sé að þeim svo mik- ið sem metnaðargagn. Um það er ekki rætt. Hitt er traðkað nið- ur, sem þarf að veita fé til og á að veita fé til, af þeirri ástæðu, að þær fjárveitingar eru grundvöll- ur gengis hins íslenzka ríkis. Og fyrir þessu gengst „Tíminn“ um leið og hann reynir að sporna gegn því, að heilbrigt ástand fáist í mestu vandræðamálum þjóðar- innar — og kappkostar á alls þjóðarhags kostnað, að fá til veg- ar komið heimskulegum ofstækis- úrslitum í málum, sem eru fjöregg atvinnuveganna (sbr. Spánarmálið). Á heilbrigðan sparnað vill „Aust- anfari“ benda í næstu blöðum og árgöngum. Hann vill ekki þjaka atvinnuvegunum. Hann vill vinna fyrir þá. Hann vill skera burt alt hið úrelta, sjúka og spilta og slá þar tvær flugur í einu höggi: Spara þjóðinni fé um ókomin ár og spara henni að vinna fyrir gýg. Og hann væntir þess, að sUk stefna verði sigursæl, því að hún er sigurvænleg og hefur í sér lífs- gildi fólgið. Fegurð. (Eftir X.). I. Hvað er það er ég heyri? — hljómur ástfagur og blíðmælt bergmál í brjósti mínu. Jónas Hallgrímsson (Eftir Heine). Enginn mun sá vera, að eigi hafi hann séð það, er vakið hefur kend þá í brjósti honum, sem fegurðartilfinning er kölluð. Eng- inn mun og sá, er eigi hafi heyrt það, er hrifið hefur hug hans á sama veg. Þaö sem vekur fegurð- arkendina getur verið margvíslegt og eins misjafnt og mennirnir eru margir. Sumir finna að eins feg- urð á vissu sviði, aðrir á mörg- um og enn aðrir allsstaðar, og

x

Austanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austanfari
https://timarit.is/publication/242

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.