Austanfari - 15.07.1922, Page 2
3
AUSTANFARI
Einverusöngur.
4. tbl.
Seyðisfirði
0
hafa fyrirliggjandi:
Kaffi
Kaffibætir
Kakao
Sykur, höggvinn
Sáldsykur
Steinsykur
Oma-smjörlíki
Hveiti, 2 teg.
Hafragrjón, völsuö
Baunir
Hrísgrjón
Bankabygg
Mjólk „Libby“
Umbúðapappír
Bréfpoka
Vírnet
Mótortvist
Þvottabretti
Islenzkar afurðir keyptar háu verði
Stormurinn dynur og hríðin er hörð,
horfin er veðráttan blíða,
hvít eru holtin og hlíðar og börð,
en hugurinn reikar samt víða.
Sálin í einveru sveimar víða.
Lífið er dapurt, ég einmana er,
allir — þeir verða að stríða.
Enginn má vera að una hjá mér,
ég ein verð að sitja og bíöa.
Sálin í einveru sveimar víða.
Sálin, hún reikar um sólfögur lönd,
sálin, hún dvelur svo víða.
Þótt úti sé vetur og stórhríð á strönd,
hún starir á hvelfingu fríða.
Hún sveimar og berst milli blómskrýddra hlíða.
E. Hj.
kalla ég það mismunandi þroska-
stig manna. Verður nánar að því
vikið síðar í grein þessari. Hitt er
víst, að fegurðin hefur þau áhrif
á alla, að hún mildar hug þeirra,
léttir þeim lífið og lætur sál þeirra
brosa sólbrosi. Ef til vill er til-
finningin fyrir hinu fagra sá guð,
er leitt hefur manninn lengra og
lengra á þroskabrautinni. „Blíð-
mælt bergmál" hins fagra mynd-
ast í brjósti þeirra, er verða af
því hrifnir — og staður sá er þeir
standa á verður heilög jörð. En
helgin er altari allrar tilbeiðslu í
sál mannsins og tilbeiðslan sælu-
þrungnasta samstarf hinna göfg-
ustu afla í manninum. Ég nem
því staðar, þegar hér er komið
og kveð fegurðartilfinninguna og
þroska hennar vera hamingjuskil-
yrði mannsins.
II.
„Stráið í smæð sinni er
engu síðra alheiminum".
R. Tagore.
„Ljótur fugl máfurinn11.
íslenzkur karl.
Drepið var á það, að fegurðar-
tilfinning manna væri misjöfn —
og er það eigi neinum vafa und-
irorpið. Til eru þeir menn, sem
sjá hið fagra hvarvetna. Náttúran
öll verður þeim opinberun algildr-
ar og ævarandi fegurðar. Þeir
komast í fullan skilning um það,
að fegurð eins, stendur í nánu
sambandi við fegurð annars. Þeim
skilst smátt og smátt, að það sem
í fljótu bragði sýnist ef til viþ
ljótt, er oft og tíðum undirrót
þeirrar fegurðar, sem mest skart-
ar og sker mest í augun. Þessi
skilningur verður til þess, að hið
„ljóta“ verður þeim einskonar
heilög fórn á altari fegurðarguðs-
ins og á það fellur Ijómi sá, er
eilífðarlífsgildið hefur í för með
sér. Þess vegna er það sagt með
fullum rétti, að ekkert, sem nyt-
samt er, sé í raun og veru Ijótt.
Vér mennirnir erum aftur á móti
svo skammsýnir, að vér sjaum
ekki sambandið, sem liggur milli
hins margvíslega í tilverunni —
og komum því ekki auga á feg-
urðargildi þess, nema það sé svo
ljóst, að eigi verði um vilst. Hitt
er víst, að hrifnastir verðum vér
af þeirri fegurð, sem vér uppgötv-
um skyndilega og óvænt. Skáldið
segir: „Sæla reynast sönn á storð,
sú mun ein að gróa“.
Og vér finnum einmitt hjá oss
þessa gróðrargleði, þegar vér upp-
götvum gleði, sem oss hefur ver-
ið dulin. Lífstré eða þroskameið-
ur vor hefur skotið nýjum frjó-
anga. Því eru og sönn orð skálds-
ins er segir:
„Fegurð hrífur hugann meira
þá hjúpuð er,
svo andann gruni ennþá fleira
en augað sér“.
Þá er vér sjáum eitthvað og til-
finningu vora órar fyrir að þarna
sé oss einhver hulinn gleði- og
hamingjusjóður fólginn, þá er sem
blómið eigi von á sólskinsskúr
og vaxtarhreyfingar þess og vaxt-
arþrá veita því sæla og unaðs-
þrungna von.
Áður var sagt, að ekkert, sem
nytsamt er, sé Ijótt. Með sama
rétti má segja, að ekkert, sem til
er, sé ónytsamt, ef eigi skortir
þroska og skilning til að líta út
fyrir þá víggirðingu, sem dagleg-
ar þarfir reisa umhverfis hvern
einstakling, og mætti finna að
slíku fjölmörg dæmi — og dag-
lega lífið sjálft sýnir jafnvel hin-
um lágfleygustu mönnum inn í
undraheima þeirrar dásamlegu for-
sjónar, er virðist hafa ávalt hönd
í bagga með öllu því, er lifir og
hrærist. Hin óverulegasta tilviljun,
hin lítilfjörlegasta lífsvera getur
stundum breytt heilu mannslífi
eða valdið í því umskiftum til
„ills“ eða „góðs“. Þessvegna er
það lengd þroskabrautar vorrar
fjarlægð vor að því marki, að
kunna að meta hið sanna gildi
alls og allra eins og Björnson
segir að sé hin sanna mentun.
Nokkrir menn hafa komist langt
á þeirri braut, að minsta kosti
svo langt, að það sem þeir hafa
lært að meta, hefur gefið þeim
trúna á, að „engu sé burt í vaxta-
leysi spilað og skylda þeirra sé
að lifa í algerðu samstarfi við
það, er stefnir að fullu samræmi
alls skapaðs".
Aftur á móti eru þeir menn til
— og fjölda margir, sem að engu
meta þá fegurð, sem þeir sjá eigi
nytsama. Þetta er að vísu eðli-
legt, en um leið er það hörmu-
legur vottur þess, hversu langt er
ófarið að því marki, sem áður
var nefnt og hversu mikil van-
sæ!a vofir eins og drungaský yfir
höfði öllum fjölda manna. Smá-
vægilegustu atvikin geta orðið
þeim örðugastur harmur, þau geta
svift þá vitinu og hrundió þeim
frá öllu því mikla starfi og allri
þeirri óendanlegu hamingju, er
felst í því að vaxa að skiln-
ingi og þroska. Eitt sinn sá karl
máf vera að éta fisk af hjalli og
þótti ilt, að geta ekki að gert.
„Ljótur fugl máfurinn“ varð karli
að orði. Allir vita það og sjá, að
máfurinn, er hann svífur yfir blá-
um sævi, á sólglituðum vængjum,
er svo fagur fugl og tignarlegur,
að hann hlýtur að vekja tilfinn-
ingu tignar og fegurðar í hvers
manns hjarta. Býr hann þá meiri
gieði en svo, að kallast megi hann
Ijótur fugl, þótt hann leiti þeirrar
bjargar, sem honum er óvarin.
Má því sjá, að menn eru rang-
dæmir um hina sönnu fegurð, og
kalla það oft Ijótt sem fallegt er,
og kunna sízt að gera á því skil,
í hverju fegurð eða gildi hvers
eins er fólgið. Og skal nú drepið
á það, er verða mætti til að vekja
umhugsun einhverra um þessi efni,
þar eð um er að ræða eitthvert
hið mesta þroskaskilyrði allra
manna á jörðu hér. Frh.
Silfurbrúðhjón.
Hinn 9. þ. m. áttu þau silfur-
brúðkaup frú Ólafía Blöndal og
Ágúst Blöndal, sýsluskrifari hér.
Skal fáum orðum drepið á þau
hjón í því sambandi.
Ágúst Blöndal er fæddur Hún-
vetningur, sonur Lárusar Blöndals,
sýslumanns í Húnavatnssýslu,
Björnssonar, sýslumanns í sömu
sýslu. Móðir Ágústs var Kristín
Ásgeirsdóttir, dóttir Ásgeirs bónda
á Lambastöðum á Seltjarnarnesi.
Þekkja menn um land alt hróður
Lárusar Blöndals, ekki sízt fyrir
aflraunasögur þær, er af honum
fóru frá Kaupmannahöfn.
Ágúst var í fjórum bekkjum
latínuskólans, en hætti síðan námi.
Kvæntist hann nyrðra Ólafíu dótt-
ur Theodórs kaupmanns Ólafsson-
ar á Borðeyri, sem var sonur séra
Ólafs dómkirkjuprests Pálssonar í
Reykjavík. Kona Theodórs, móð-
ir Ólafíu, var Arndís Quðmunds-
dóttir, prests og prófasts að Mel-
stað. Eru þau hjón því svo kyn-
góð bæði, að vel virðist við un-
andi. Giftust þau, Ágúst og Ólafía,
9. júlí 1897. Bjuggu þau um hríð
nyrðra, unz Ágúst fluttist sem
sýsluskrifari hingað með fjölskyldu
sína til Jóhannesar Jóhannesson-
ar mágs síns. Hefur hann dvalið
hér síðan við sama starf. Þau
hjón eiga sjö börn, öll efnileg.
Kristínu, gifta Inga T. Lárussyni,
tónskáldi, stöðvarstjóra á Norð-
firði, Arndísi, gifta norður á
Blönduós, Theodór, bankaritara
hér, Guðmund og Guðrúnu, vestra
hjá skyldfólki sínu — og Láru og
Jóseffínu, báðar heima.
Þess bæri auðvitað að minnast,
er hjón, sem komið hafa á legg
sjö efnilegum börnum, eiga 25
án giftingarafmæli, því að ekkert
verður þjóðfélaginu betra gefið en
efnileg börn. En eigi einungis fyr-
ir þær sakir finst þeim, er þekkja
Ágúst ogÓlafíu, rétt að geta þeirra.
Þau hafa sem sé bæði reynst
drengir góðir, hverjum manni al-
úðleg og gestrisin og því orðið
vinmörg. Og menn eru eigi svo
vondi, þótt sumum finnist þeir
nokkurir gallagripir, að eigi viti
þeir við hvern þeir eiga og kunni
ekki að meta sólskinið, hvaðan sem
það kemur. Er því víst, að óhætt
er að óska silfurbrúðhjónunum
beztu heilla í nafni seyðfirzkra
borgara, eldri og yngri, þeirra, er
af þeim hafa haft kynni.
Ágúst hefur nú um nokkur ár
verið lögregluþjónn bæjarins með
sýsluskrifarastarfinu — og vill rit-
stjóri blaðs þessa óska honuri
þess, að bær þessi verði alt af
eins friðsamur og síðustu árin,
því að sannast mun það, að Ágúst
þyki skárra að rétta náunga sín-
um hjálparhönd en hitt — og
þess mun konan eigi letja hann.
Er vonandi að sá brestur fylgi
þeim hjónunum fram yfir gullbrúð-
kaupsdaginn.