Austanfari - 15.07.1922, Page 3
4. tbl.
AUSTANFARÍ
3
„AUSTANFARI “
kemur út vikulega. Verð 5 kr. ár-
gangurinn, ef borgað er í haust-
kauptíð í haust, annars 6 kr. —
Afgreiðslu og innheimtu annast
Guðm. G. Hagalín
Sími 54
Góðar teg.
af úrum og
klukkum.
Guðm. W. Kristjánsson
úrsmiður, Seyðisfirði.
Brennimark.
Brennimark mitt hið rétta er Berg,
en eigi Bers, eins og stendur í
nýjustu markaskrá Múlasýslna og
Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Bergsveinn Eiríksson
Ekru, Hjaltastaðaþinghá.
Fataefni, Dragta- og Kjóla-tau,
smekkleg, fjöl-
breytt og ódýr
í v e r z 1 u n
HalldóriJónssonE
Silfurmunir
ýmiskonar s. s. Brjóstnælur, Belt-
ispör, Millur, Svuntupör, Skúfhólk-
ar, Sjalprjónar, Skyrtuhnappar,
Tóbaksdósir og fleira fæst hjá
Herm. Þorsteinssyni.
Kaffihusið
Skálanes
er til sölu. Semja má við
St. Th. Jónsson.
Mótorbátur til sölu
til sölu í Klagsvík í Færeyjum. —
Stærð: 24 tonn. Gengur 7 mílur.
■<— Upplýsingar gefur Hermann
Þorsteinsson, Evangershúsi. —
M á I (Zinkhvíta)
og f e r n i s o 1 í a
fæst lang bezt og ódýrust hjá
Herm. Þorsteinssyni.
S k o n r o k
er betra, heilnæmara og ódýrara en
útlent kex. Fæst ætíð nýbakað hjá
Sveini Árnasyni.
Með síðustu skipum fengu
Hf. Hinar sameln. fsl. verslanir
Seyðisfirði
mjög fjölbreytta álnavöru, svo sem allskonar kjóla- og svuntu-
dúka, mjög ódýrt cheviot, dömuklæði, enskt vaðmál, stúfa-
sirts og tvistdúka, margar tegundir, hvít léreft, karlmanna-
fataefni, allskonar nærfatnað, karia og kvenna. Gúmmístígvél
þau, er bezt þykja, gúmmístígvél handa börnum og skóhlíf-
ar af öllum stærðum. Herrahattar og húfur, hanzkar, hnapp-
ar og nálar, prjónar hárnet, slör. Blúndur, lissur, leggingar,
slímur og margt fleira. Sultaðir ávextir; niðursoðnar vörur.
Nýlenduvörur allskonar. — Margar tegundir af ostum. —
Allskonar leir- og gler-varning.-Salt og kol.
Hitt og þetta.
Nýjar
erlendar fréttir engar markverð-
ar að þessu sinni.
Látinn
er Jón bóndi Stefánsson á
Hreiðarsstöðum í Fellahreppi.
Lést hann aðfaranótt mánudags,
eftir 8 daga legu í lungnabólgu.
Jón var maður nokkuð við aldur,
Þingeyingur að ætt, gáfaður mað-
ur og athugull, einkennilegur og
ekki hversdagsmaður. Hugsaði
hann jafnan mikið um stjómmál
og var í kjöri við síðustu alþing-
iskosningar í Norður-Múlasýslu.
Er vonandi að eftir hann mæli
einhver sá, er ber á hann góð
kensl.
Manntalsþing
var hér fimtudag í fyrri viku.
Fór bæjarfógeti þar hörðum orð-
um um drápuvarga þá, er eigi
sintu lögum eða landsrétti, en
skytu alt sem fyrir yrði fuglakyns,
hvort sem friðað væri eða ekki.
Kvað hann mjög hafa verið kvart-
að undan ágangi slíkra manna —
og mundi hann gera sitt til að
sökudólgar slíkir fengju eigi óá-
reittir að brjóta landslög og traðka
á rétti og hlunnindum friðsamra
búenda. — í þingaferðir fer bæj-
arfógeti í dag.
Stórsíld
er nú gengin hér í fjörðinn og
liafa menn veitt töluvert af henni
í drifnet. Á Suðurfjörðunum veið-
ist hún einnig.
Kvcedi
það, er birtist nú hér í blaðinu,
er eftir 15 ára telpu, sem alt af
liggur að niestu leyti í rúminu og
getur aldrei á heilli sér tekið. Má
segja að kvæðið sé vel gert og
fallega. Er telpan dóttir Hjálmars
• veitingamanns Guðjónssonar hér
á Seyðisfirði. Heytir hún Eva.
Augnlœknirinn
verður með skipi fjórðu strand-
erðar til Akureyrar, dvelur þar
vikutíma, og þaðan landveg tii
Reykjavíkur. — Það, sent stóð í
síðasta blaði um ferðir Fjeldsteds,
er því villandi. Því miður er hans
ekki von hingað í sumar, sem
niargir höfðu þó búist við.
Haraldur Nielson,
prófessor, kemur með „Sirius“
og heldnr hér fyrirlestra með
skuggamyndum.
Gefin
voru saman í hjónaband hér í
bænum síðastliðinn sunnudag
Sveinbjörg Jónsdóttir frá Austdal
og Andrés Rasmussen.
Landskjörid.
Víða mun landskjörskosningin
hafa verið allvel sótt, jafnvel í
sveitum. Mun sumstaðar hafa kos-
ið um 70% allra kosningarbærra
karla og kvenna.
Alþingismenn
Norður-Múlasýslu héldu þing-
málafund 9. þ. m. á Fossvöllum.
kom þeim ’eigi saman um gæði
og gildi „Tíma“-klíkunnar, og
kvað Björn sig eigi geta fylt flokk
hennar, sakir reykvíkskra áhrifa
vissra manna á flokkinn. Láir það
víst enginn Birni. En Þorsteinn
vildi verja sína húsbændur, er
höfðu krossað hann framan og
aftan. Mun vörn sú að sögn hafa
tekist ófimlega. Var helzta mál
Þorsteins „Siglufjarðarhneykslið“,
sem „Tíminn“ hefur stagast á und-
anförnu, öllum sæmilega heiþvirð-
um mönnum og góðum drengj-
um til hinnar mestu skapraunar.
Heyrst hefur, að margt hafi Akur-
eyrarþingmaður Norðmýlinga sagt
skrítið við menn bæja á milli —
og hefur ritstjóri blaðs þessa feng-
ið lítisháttar sýnishorn af fram-
burði hans og sögusögnum um
það, er eigi er á allra vitorði út
um sveitir landsins. Sver það sig
í ættina til húsbændanna.--------
Björn á Rangá er nú formaður
stjórnar Kaupfélags Héraðsbúa.
Pétur Jónsson, Steingrímur Jóns-
son, Björn á Rangá — alt góðir
kaupfélagsmenn, alt andstæðingar
„Tímans" og tveir hinir fyrstu af
honum ofsóktir og annar ofan í
gröfina, einhver merkasti stofn og
Alúðar þakklæti fyrir auð-
sýnda vináttu á silfurbrúð-
kaupsdegi okkar 9. þ. m. —
Seyðisfirði 12. júlí 1922.
Ólavía og Ágúst Blöndal.
Sundmaga
kaupir hæsta verði
Herm. Þorsteinsson
Husið HÁTÚN
í Seyðisfjarðarhreppi er til sölu,
ásamt hlöðu og fjósi. Húsið er
10x5 ál., baðst. bygging. Skúr-
bygging af sömu stærð. Tún,
hálfræktað, fylgir á leigu, gaf af
sér á síðastl. sumar 18 hesta af
töðu. Semjið við
Guðm. Bekk
íshúsvörð
Bezta ÖUÐ er
Ny Pilsner og Porter
(frá Carlsbergs Bryggerier)
fæst að eins á
kaffihúsinu Skálanesi.
stuðningsmaður kaupfélagshreyf-
ingarinnar á landi hér.
Ritstjóri
blaðs þessa fór í fyrradag upp
í Hérað, áleiðis suður um Firði.
Ætlar hann að kynna sér þar
landsháttu og horfur til sveitar og
sjávar og skrifa um, hversu hon-
um lízt. Verður hann samferða
Sveini Árnasyni, yfirfiskimats-
manni, er mun á eftirlitsferð.
Verzlun vor 1919.
Verzlunarvelta vor íslendinga
var árið 1919: 137,6 milliónir.
Aðflutt fyrir 62,6 milliónir og út-
flutt fyrir 75. Útflutt var því fram
yfir aðflutt 12,4 milliónir. Til sam-
anburðar er hér yfirlit yfir aðflutt-
ar og útfluttar vörur síðan 1913,
árið fyrir stríðið:
Aðfl. Útfl. Samt.
milli. milli. milli.
1913 16,7 19,1 35,8
1914 18,1 20,8 38,9
1915 26,3 39,6 65,9
1916 39,2 40,1 79,3
1917 43,5 29,7 73,2
1918 41,0 36,9 77,9
1919 62,6 75,0 137,6
Vidskiftamenn
frá fjalli tii fjöru, munið að
lesa auglýsingarnar í „Austanfara".
Auglýsingarnar sýna ykkur hvert
þið eigið að fara til að finna það,
sem ykkur vantar. Þær geta spar-
að ykkur mörg óþarfa spor. Mun-
ið að tíminn er peningar, ekki
sízt nú í vorönnunum. Látið því
þá njóta viðskifta yðar, sem sýna
yður mesta nærgætni og auglýsa
mest!