Austanfari - 16.09.1922, Síða 2

Austanfari - 16.09.1922, Síða 2
2 A}U S T A N F A R 1 13. tbl. Seyðisfirði hafa fyrirliggjandi: Oma-smjörlíki Kex Kaffi Kaffibætir Súkkulaði, 5 teg. Sykur, höggvinn Sáldsykur teg. Hveiti, 2 Baunir Bankabygg Hrísgrjón Hafragrjón Sagogrjón Kartöflumjöl Sóda Bárujárn Þakpappa Þaksaum Umbúðastriga Eldspítur Krystalsápu viljun, hvaða stjórn er valin. Og „Tíminn", höfundur alls þessa, berst nú um og ver stjórnina, tengdasonurinn, tengdaföðurinn — og Jónas, potturinn og pannan að atgerðum tengdafeðganna, siglir í kafi að svo komnu máli. Strandvarnirnar. Ærið oft er minst á strandvarnirnar manna á meðal, en all of lítill áhugi virðist á þeim málum hjá þeim mönn- um, sem eiga þar um að hafa lög- gjafar- og framkvæmdavald. Og blöðin í Reykjavík gera strandvarn- irnar sjaldan að umræðuefni, þótt kynlegt megi þykja. Hvort sem því veldur tómlæti eða ótti við útgerðarmenn togara þar, þá er hvortveggja ástæðan mjög svopaf- sakanleg. Það er opinber leyndardómur, að strandvarnirnar eru oft og tíð- um hið versta kák. Og óhætt er að segja það, að Danir rækja þar skyldu sína, að eins til málamyndar sum árin. Fer það eftir því, hver er foringi á varðskipum þeim, sem hér eru uppi. Enskur togaraskip- stjóri hefur látið sér þau orð um munn fara, að sá einn sem skot- ið hafa erlendum mönnum skelk í bringu, hafi verið Broberg, for- ingi á „íslands Falk“ síðasta ár. Sagði hann mér marga sögu af dugnaði og kænsku Brobergs, dáð- ist að honum og virti hann. Hafði hann þó að eins af honum að segja af sögusögn þeirra skipstjóra, er orðið höfðu hart úti og mætt Bro- berg sem refsandi lögregluvaldi. Og þetta er ekki einungis skoð- un þessa skipstjóra, heldur og fjölda manna. Reyndar játa þeir, að menn- irnir séu misjafnir, sem ráðin hafi á varnarskipunum, játa að þeir séu ekki jafn-ónýtir. En venjulega segja þeir sig vita hvar varnarskipið sé, eöa réttara hvar það liggi í höfn — oftast þurfi þeir ekki annað en skreppa inn til Reykjavíkur og fái ekki einungis að vita um veru- stað skipsins, heldur og hrvet það ætli sér næst. Á allra vitorði er að þetta er satt. Hversu margir í Reykjavík vita t. d. ekki hvert varðskipið fer, þegar það leggur út af höfninni. Blöðin segja jafn- vel stundum frá því sem stórtíð- indum, ef herskipið hreyfir sig af höfninni, skipið, sem altaf á að vera á ferðinni við strendur lands- ins. Til eru þeir erlendir skip- stjórar, einkum enskir, sem varla kasta vörpunni árum saman ann- arsstaðar en í landhelgi — og hafa ef til vill aldrei verið teknir, enda búa sig blátt áfram út að heiinan til landhelgisveiða, haga vörpunni þannig, að þeir geta varpað henni frá sér í mesta flýti og hafa ekk- ert dufl á miðinu. Menn vita hver hervirki togar- ararnir gera á ári hverju, einkum vestra á haustin. Taka göngurnar um leið og þær koma, og ekki að- eins það, heldur sópa lóðum bát- anna burt, einni eftir aðra, svo að enginn kostur er að halda á- fram veiðinni' Eina nótt í hitteð- fyrra haust töpuðu vestra 50 bátar línum sínum. Eftir línufjölda þeim, sem bátar þar hafa getað tapað ekki reiknast minna en 50 þúsund krón- ur. Óhætt er og að reiknalOO skip- pund fiskjar. Varla mun það tap ofreiknað um 10 þúsund netto. Eru þar þá 60 þúsund krónur, auk tap þess, sem af því hlýzt, að geta eigi farið á sjó um lengri tíma, vegna línuleysis og hins, að togararnir hafa skrapað altupp.Mun þá alt tapið verða ofreiknað hálft annað hundr- að þús. kr., sem einar þrjár sveitir bíða á einni einustu nóttu. Mega allir sjá hversu það er herfilega aumt ríki, sem eigi veitir þegnum sínum betri vernd en þetta bendir á. Mun tap þessara þriggja sveita því nær nægja til að gera út að fullu strandvarnarskip, sem gæti að öllu leyti gert meira gagn en inni- legukassarnir dönsku. „Þór“ hefur keyptur verið af ein- um kaupstað. Honum hefur ver- ið haldið þaðan út — og þeir sem það gera, segja að úthald hans þann tíma borgi sig margfaldlega. Þó hefur hann ekkert Skotvopn og getur eigi tekið togara og farið með þá inn. Auk þess er hann ferðlítill mjög. En samt gerir hann ómetanlegt gagn. Annaðtveggja er nú að gera: heimta af Dönum að strandgæzla þeirra sé annað en kák og þeir skipi þá menn á varðskipin, sem leggja meiri áherzlu á starf sitt en legu á Reykjavíkurhöfn og Akur- eyri eða skemtiferðir til Mývatns og danzleiki á Siglufirði, eða í öðru lagi taka í vorar hendur strand- varnirnar og rækja þær á litlum, en hraðskreiðum skipum. Rekstur eins slíks skips, sem rækir vel starf sitt, kostar ásamt rentum og afborgunum, með því verðlagi sem nú er, í hæðsta lagi 200 þúsund krónur. Þar frá dragast sektir og allur beinn og óbeinn hagnaður, bæði landsmönnum og ríkissjóði. Er þessi upphæð vel hálf laun prest- anna íslenzku og ekki nærri kenn- aralaunft. Kennurunum var slengt á ríkissjóð alt í einu — og mun sú byrði tilfinnanlegri enhitt mundi verða, því að peningar þeir, sem lagðir verða í strandvarnir, munu verða eins og töfraspjótin sem komu aftur í hönd eigandans, peningarnir munu koma aftur í rík- issjóðinn — og það sem meira er, útleningar munu ekki líta á, íslenska ríkið eins og þeir nú gera, eða eins og hestur á ógirt og illa varið tún, þar sem bæði sjálfsagt og óhætt sé að fá sér tuggu í ró og næði. Fiskifæðin vestra eftir stríðið og gnægðin á stríðsárun- um hefur glögglega sýnt, hversu togararnír taka björgina frá munn- inum á íslenzku fiskimönnunum. Suður um firði. Frh. Klukkan um 8 um kvöldið var af stað riðið og fylgdu okkur margir menn ríðandi. Var það hinn fríðasti hópur Fáskrúðsfirðinga, allir á fjör- ugum og góðum hestum. Og ekki óprýddi Sveinn Árnason hópinn. Var nú riðið hart, fírið oft að baki og svipast um í fallegum og gróðursæl- um dalnum, spjallað og gert fleira. Loks sneru Fáskrúðsfirðingarnir heim á leið og fylgdu þeim okkar beztu kveðjur. En með okkur var í fylgd annar bóndinn á insta bænum í daln- um. Tókum við þegar að semja við hann um fylgd yfir Stuðlaheiði, sem er vandrataður tröllavegur og þoku- sæl mjög. Skorti bónda sízt á greiða- semina, og var velkomin fylgdin. Komum við síðan heim á bæ hans og var borin út að vallargarði til okkar svo mikil mjólk sem við gát- um drukkið. Síðan voru lagaðar skeif- ur undir tveim af hestunum og Iagt af stað. Á þessum insta bæ í dalnum búa jafnmikill þröskuldur í götu og hefur ávalt verið það, að vér gefum of mik- inn gaum að hinu illa, sem er í raun og veru við betri athugun oft og tíð- um margfaldlega stækkað og misveg- ið á vog eigingirni og öfundar, en gefum eigi gaum að því hinu mikils- verða, góða, hreina og göfuga, sem allsstaðar kemur fram i daglega lífinu, jafnvel hjá þeim mönnum, sem lítil- fjörlegastir geta virzt. Skáldið greiðir í þessari sögu sinni þræðina í sundur, gerir það mjúkum, en föstum tökum. Tekur persónur, sem við öll getum kannast við, at- burði, sem við öll getum fundið hlið- stæður að. Alt verður ósvikið, svo að vértrúum á sannleika þess, gildi þess, og leiðumst til íhugunar og sjálfs- rannsóknar. Vér finnum ótal dæmi í lífi okkar sjálfra, vegum og metum — og þver veit nema uppskeran verði margföld? Uppistaða sögunnarer raun- veruleiki, ívafið fögur hugsjón og mannkærleiki. Uppistaða „Kaupakonu- leitarinnar" er herfileg afskræming veruleikans og ívafið beizkja og kald- legt glott. Munur vefnaðarins verð- ur að sama skapi og það sem í hann er lagt, en vefarinn er sá sami. Um „Náttmál" er það að segja, að .eg tel þá sögu einhverja hina fullkomn- ustu í íslenzkum sagnaskáldskap og sóma sér full vel á hvaða sviði sem er. Umkomulaus kona er aðal per- sóna hennar og í raun og veru svo að segja eina persönan, sem vér kynn- umst náið ogveitum sérstaka eftirtekt. Saga hennar kemur fram látlaust og blátt áfram, hægt og rólega — en að baki látlausrar frásagnar vakir víð- faöma og djúp meðaumkun skáld- hjartans. Og tign er og helgi í stílnum, einkum er að lokunum líður, svo sem sjálf hafi sorgargyðjan haldið um hönd skáldsins: — „-------og steinstorkan í skútan- Um stendur á öndinni og bíður eftir því að förukonu verði saknað, sem enginn saknar. Hersing himnanna deplar augunum Og eilífðin kinkar kolli“. Skáldinu virðist konan svikna, hrelda og hrjáða, sem aldrei verður þó ann- að en góð, virðist hún eins og þjúpa, virðist örlögin, mannfélagið, meðbræð- ur hennar eins og valurinn, sem ald- rei þekkir hanasystur sína.fyr en hann er kominn að hjartanu, — fyr en hún er dáin. Skáldið kemur líkingunni vel fyrir, þarf þar ekki langar málaleng- ingar. í annari málsgrein kemur hún fyrst fram, og er þar strax náð þeim blæ á söguna, sem henni hæfir, sem gefur óljósan grun um alt: „ Lilja Árnadóttir frá Klöpp lýsist eins og rjúpan, hún hærist og hárið gisnar. Nú er Lilja á leiðinni með rjúpunni inn í þelamörk sölnaðra laufa.“ Og seinast: „Heiðríkjan er eins og hrein sam- vizka. En jörðin undir allri þessari dýrð grætur í frostinu yfir sundurtættri val- sleginni rjúpu“. {þessari sögu er því skáldið ekki úti í • dægurþrasinu, heldur á hinum leynda, ólgandi sæ mannshjartans. „Sundrung og sættir" hefur tilgang, sem eng- ir geta sagt að eigi sé sígildur. En sú saga heimtir meÖaumkun til handa svo mörgum hjörtum, að hún verður frekar íhugunarefni, en hjartansmál. Hún á víðara svið en „Náttmál" og skáldið getur þar ekki eins einbeitt

x

Austanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austanfari
https://timarit.is/publication/242

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.