Austanfari - 28.10.1922, Síða 2

Austanfari - 28.10.1922, Síða 2
2 AUSTANFARI 19. tbl. tte™ Seyðisfirði hafa fyrirliggjandi: Kaffi Kakao Rúsfnur Sveskjur Súkkuíaði Kaffibætir Aprikosur, þurk. Mjólk, „Lybby“ Kryddvörur Riismjöl Sago Kex Kerti Baunir Maismjöi Hrísgrjón Bankabygg Hafragrjón, völs. Ýmsar vörur væntanlegar með Islandi og Willemoes næst. Kjöttollurinn í sumar var rætt um kjöttollsmál- ið hér í blaðinu. Hefur „Austanfari" eigi séð ástæðu til frekari ummæla eða til að taka nánari afstöðu en hann hafði þá. En nú er nýtt komið til sögunnar, sem sé ein af hinum hlægilegu meinlokum „Tímans", sem kunnar eru orðnar um land alt. Hefur hann sem sé stuugið upp á því, að greitt verði bændum úr ríkissjóði, það sem nemur hækkun kjöttolls. Ástæðurnar, sem hann færir fyrir þessu, eru þær, að sakir lagaákvæða í þarf- ir sjávarútvegsins, hafi kjöttollurinn verið hækkaður. Nefnir hann þrent til: 1. lögin um síldveiðar. 2. Spánarsamningana. 3. landhelgisgæzluna. Það hefur áður verið fram tekið, að vér lýtum svo á, að síldveiðalög- gjöf vor sé og hafi verið landinu í heild sinni til bölvunar. Löggjöf sú er fljótræði og kák. En skaðinn ligg^ ur ekki mestur í því, þótt síldveiða- Iöggjöfin kunni á einhvern hátt að hafa orðið til þess að hækka kjöt- tollinn, heldur í hinu, að Norðmenn veiða hér við land: síld í stórum stfl, án þess að landið njóti neinns gagns af því. Hefur því sjávarútveg- urinn síður en svo gagn af síldveiöa- lögunum, þar eð alt landið missir mikils af tekjum. sem auðvitað herð- ist mest á sjávarútveginum, þar eð honum blæðir mest í ríkissjóðinn. Á hann því sízt að gjalda þess, þó að heimskuleg löggjöf komi landinu í koll. En setjum nú svo, að síldar- löggjöfin væri sjávarútveginum gagn- Ieg. Yrði það ekki til gagns öllu landinu? Kæmi ekki þess meira frá sjávarútveginum í sveitasjóði og ríkis- sjóð? Svo virðist það vera. Og hefur hann þá ekki goldið fyrir sig til allra landsmanna? Þá er önnur ástæðan, Spánarsamn- ingarnir. Sem fjarstæðu verður á það að líta, að þeir komi þessu máli hið minsta við. Norðmenn sjálfir hafa gert hið sama í því máli og vér, og norska þingið er ekki svo vanþroska, að það láti í smáu bitna á litlu ríki, það sem þeir sjálfir, margfalt stærri þjóð, hafa orðið að gera. Það er þó nú orðið á allra vitorði, eins oft og hefur verið á það minst, að Norð- rnenn flytja ekki meíri fisk til Spána en vér, eða með öðrum orðum 25 sinnum minna hlutfallslega. Þeim er því Spánarmarkaðurinn margfalt minna virði, og ekki sízt þar sem þeir hafá einnig fastan markað annarsstaðar, svo sem í Suðnr-Ameríku. Þrátt fyrir allan þennan mun, sjá þeir sér ekki annað fært en að fara að voru dæmi. Og hvernig getur á því staðið, að „Tímanum" finst með öllu óberan- legur kjöttollurinn, en Spánartollinn var Iandið vel fært um að bera? Auð- sýnilegt er þó, að eftir því verði, sem nú er á fiski, hefði öll útgerð með öllu verið ómöguleg, ef tollurinn hfefði gengið í gildi. Eða átti að greiða sjávarútveginum það sem toll- inum nam úr ríkissjóði, eða \2lj‘z millión. Ekki mintist „Tíminn" á það, enda mundu víst margir spyrja, hvar mundi hafa átt að taka þá peninga, þar sem sjávarútvegurinn verður eðli- lega fyrir mestum gjöldum, þar eð hann hefur langstærsta umsetningu. Verður og eigi sagt, að það sé að neinu leyti ósanngjarnt, heldur í fullu samræmi við þá skattalöggjöf, sem vér höfum. Þá máenn á það minnast, að „Tírninn" taldi engin tormerki á því að fá nýjan markað fyrir fiskinn Það átti að gerast á stuttum tíma; en nú hreyfir hann ekki slíku, þar sem um kjötið er að ræða! Þá er loks ’þriðja ástæðan, land- helgisvarnirnar. Menn vita það fyrir löngu, að þá er tollurinn var hækkaður á íslenzku kjöti, þá var og hækkaður tollur í Noregi á öllu öðru kjöti, sem inn- flutt var. Menn vita einnig, að fjár- hagsvandræði mikil hafa Norðmenn átt viö að stríða, og landbúnaðurinn þar hefur átt erfitt uppdráttar. Eðli- jeg bjargráð bændanna er því toll- hækkunin. „Tírninn" kveður oft hafa áður verið reynt að koma tollhækk- uninni í framkvæmd, þótt aldrei hafi það tekist. Þetta er ósköp skiljanlegt. Sem kjötinnflutningur Norðmannasýn- ir.framleiðir landið ekki nægilegt kjöt til eiginnota þjóðarinnar. Bæirnir ogallir þeir, sem ekki stunda búskap, hafa því staðið á ínóti hækkun kjöttolls- ins, sem hlaut að hafa í för með sér aukið verð á innfluttu kjöti. En nú heíur brýn þörf landbúnaðarins gert það að verkum, að þingið sá sér ekki annað fært en hækka tollinn og láta undan kröfum bændanna. Og mundi nú ríkissjóður gjalda kjötneyt- endum mismuninn? Hætt er við að það sé ekki gert. Verður þó í þessu tilfelli ein stéttin að gjalda annarar, eftir því, hversu viðskiftahjólið veltur. Vér munum því geta fullyrt það, að kjöttollshækkunin sé til komin af alt öðrum ástæðum í fyrstu en „Tím- inn" lætur í veðri vaka. En það er hann hefur til síns máls, er áskorun einhverra úr norsku sjómannastéttinni, um það að lækka ekki kjöttollinn, þar eð íslenzka landhelgisgæzlan sé orðin fram úr hófi ströng. Mætti ef til vill segja, að þetta kynni að ein- hverju leyti að brjóra í bág við lækk- un á tollinum og skal þetta atriði málsins athugað nánar. Það er á almanna vitorði, að strandgæzlan hjá oss hefur verið f mesta ólagi — og það ólag hefur verið eitthvert vort mesta mein. Nú hefur verið um hríð fyrir því barist, að á hana kæmist nokkurt lag, þótt enn þá sé all mikil vöntun á því, að vel sé. En eru landhelgisvarnirnar að eins sjávarútveginum gagnlegar? Nei, og aftur nei. Slík stórmál ná til allrar þjóðarinnar, enda vita það allir, að fjárhagur landsins stendur og fell- ur með sjávarútveginum. Beri hann sig ekki og geti lítið goldið í lands- sjóðinn, verða byrðarnar þyngri á öllu landinu. Og á þá beinn og óbeinn kostnaður við landhelgisvarnirnar fremur en annað, sem varðar hag al- þjóðar, að koma niöur á honum? Virðist varla vafi á svarinu. Skal nú og tekið lítið dæmi, til að sýna fram á það, hversu hvað rekur sig á ann- að, þegar fara skal út í slíkar at- vinnuvegsýtingar sem „Tíminn'1 hefur þegar byrjað á. Setjum nú svo, aö vér flyttum lif- andi fé til Englands. Síðan skoruðu enskir togaraeigendur á þingið. þar að hækka tollinn á fénu, sakir þess, að landhelgisgæzlan hér gerði togurum þeirra harðar búsifjar. Skal nú athugað, að þeir, sem mest beint gagn hafa af landhelgisgæzlunni, eru þeir, sem stunda ■veiðar á opnum bátum. Fjöldi þeirra manna stundar einnig landbún- að og svo að segja undantekningar- laust á Vestfjörðum. Eru þeir þá einnig fjár-útflytjendur. Ætti nú ríkis- sjóður að borga þessum bændum það, er næmi tollhækkun á fénu, þrátt fyrir það, þótt landhelgisgæzl- an, sem tollhækkuninni væri valdandi, væri lang mest í þeirra þarfir af öll- um landsmönnum? Eða ætti að flokka bændurna? Nú kennir „Tíminn“ land- helgisgæzlunni um — ogætlast hann þá til, að allir þeir bændur, er sjó stunda, fái enga uppbót? Ekki gerir hann ráð fyrir því. Þá er það, þar sem „Timinn" segir að sjávarútvegurinn hafi haft mest fé bankanna og landsins í sínum höndum, þar á meðal sparisjóðs- fé bænda. En hversvegna er það? Auðvitað vegna þess, að þar er bezt tækifæri til að ávaxta og rnargfalda féð. Og heldur „Tíminn" að sjávar- útvegurinn fái féð án allrar vaxta- greiðslu? Hví mundu bændur ekki verja sparifé sínu til ræktunar á jörð- um sínum, nema af þeirri einföldu ástæðu, að þeim þykir borga sig bet- ur að leggja það inn í bankana, sem sjávarútvegurinn gerir færa til, með sínum fljóta gróða og hröðu veltu, að gjalda háa vexti. Sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn verða ekki saman bornir. Skilyrðin eru alt önnur. Land- búnaðurinn er seglfestan, sem ekkert skip má án vera. En sjávarútvegurinn leggur til hreyfiaflið. Rígur og úlfúð á' ekki að eiga sér stað meðal stétt- anna. Bróðurleg sambúð og sann- girni í kröfum og viðskiftum á að ríkja.Æýst „Austanfari" alls ekki við því, að krafan um uppbót á kjötverðinu úr ríkissjóði, sé runnin undan rifjum bændanna. Tilefni til slíkra krafa gæti þá alt af komið fram í dagsljós- ið, þar til sundrung og ósanngirni riði þjóðinni á slig. Atvinnuvegirnir eru að miklu leyti, víðsvegar um land, svo samantvinnaðir, að eigi er gott að skilja á milli. Og hvernig stendur á því, að „Tíminn“ nefnir ekki að kjöttollsmál- ið sé sjálfstæðismál, þar eð hann heldur því fram, að tollhækkunin sé sprottin af því, að Norðmenn vilji grípa inn í sérlöggjöf vora, fá oss til að lina landhelgisgæzluna og fella úr gildi síldveiðalögin? Spánarmálið var á sama hátt vaxið. Það var í augum „Tímans" stórkostlegt sjálf- stæðismál. Þetta horfir eins við. Hví raðar hann ekki fram Einari Þveræing, Árna Oddssyni, Skúla fógeta o. s. frv. Mundi hann nú telja slík mál sem þessi venjuleg verzlunar- og samninga- mál?!! 1 ♦ Skip og útbúnaður þeirra. Stuttiega hefur áður verið drep- ið á það af ritstjóra „Austanfara“ í „Austurlandi“ að ekki sé fyllilega fylgt reglum þeim, sem gilda um útbúnað skipa. Varð hann þá þegar var við það, að þetta var illa þokkað af ýmsum mönnum, en litið hefur verið að gert um umbætur og það þykir rétt, þar sem um jafnmik- ilsvert mál er að ræða, að því sé hreyft hér að nokkru á nýjan leik. Víða á landinu virðist þetta komið í bezta lag og hafa ekki sízt orðið til að vekja menn slys þau, er hlotist hafa af illum útbúnaði. Ennfrem- ur hafa, útgerðarmenn mist skip sín, án þess þau fengjust borguð af ábyrgðarfélögunum, eingöngu sakir þess, að ýmislegt smávægi- skorti á að setturn reglum væri fyigt- Nú nýlega sá ritstjóri blaðs þess vélarbátinn „Adam“ frá Borg- arfirði liggja hér úti við bæjar- bryggjuna. Er hægt að leiða vitni að eftirfarandi.

x

Austanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austanfari
https://timarit.is/publication/242

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.